Færslur fyrir apríl, 2016

Laugardagur 30.04 2016 - 14:43

Hlutabréf falla

Hutabréf féllu hressilega í fyrir helgi. Hvers vegna? Vissulega hafði uppgjör Icelandair áhrif, en þar með er ekki öll sagan sögð. Hærri kostnaður vegna launahækkana er ekkert nýtt. Það sem var nýtt var að fjámálaráðherra tilkynnti að ríkið ætlaði að selja um 60 ma kr af eignum, þar á meðal skráð bréf fyrir áramót. En […]

Þriðjudagur 19.04 2016 - 10:22

Rök konungssinna

Rök Ólafs Ragnars fyrir áframhaldandi setu á Bessastöðum eru rök konungssinna. Krafan um festu, ábyrgð, skyldur og reynslu byggða á tengingum við fortíðina eru allt rök sem eru ofaná í löndum eins og Danmörku og Bretlandi. Þessi rök eiga fyllilega rétt á sér, en þá þarf umgjörðin að passa. Íslenska þjóðhöfðingaembættið á meira skylt við […]

Fimmtudagur 07.04 2016 - 06:25

Höftin hjá Pírötum

Ríkisstjórnin taldi í byrjun kjörtímabils að létt yrði að afnema gjaldeyrishöftin. Það var vanmat og nú er stjórnin að falla á tíma. Ein ástæða þess að erfitt er að dagsetja kosningar er að þá er komin föst tímasetning á afnám hafta, sem er eitt aðalmál ríkisstjórnarinnar, en AGS og aðrir sérfræðingar hafa varað við fastri […]

Miðvikudagur 06.04 2016 - 15:04

Léleg enska

Það verður að gera þá lágmarkskröfu að þeir sem skrifa fyrir hönd forsætisráðherra Íslands séu sæmilega ritfærir á enska tungu. Það sem fékk marga til að brosa yfir hinni dæmalausu tilkynningu frá forsætisráðuneytinu í gærkvöldi voru eftirfarandi orð: “for an unspecified amount of time” Hvernig á þetta að skiljast? Er Sigmundur Davíð nú farinn að […]

Miðvikudagur 06.04 2016 - 08:03

Hver stjórnar Íslandi?

Varnarlaus eyja í Norður-Atlantshafi sem ekki getur stjórnað sér sjálf hlýtur að vera áhyggjuefni nágrannalandanna. Hver er forsætisráðherra Íslands, spyrja menn? Eitt aðalsmerki þróaðs lýðræðis er að ef skipta þarf um forsætisráðherra er það gert fumlaust og faglega. Sú staða sem nú er komin upp á Íslandi sýnir að Lýðveldið Ísland er ekki eins sterkt […]

Þriðjudagur 05.04 2016 - 15:41

„The Fat Controller“

Aldrei hefur forsætisráðherra rústað orðspori Íslands erlendis eins og Sigmundur Davíð. Ísland er orðið að aðhlátursefni og því lengur sem þessi „sápuópera“ heldur áfram því meiri verður skaðinn. Afnám hafta er í uppnámi og mun tefjast. Erlendir aðilar munu hika við að koma með fjármagn til Íslands, ekki vitandi hvort þeir munu verða fyrir smitáhrifum. […]

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur