Miðvikudagur 06.04.2016 - 15:04 - Lokað fyrir ummæli

Léleg enska

Það verður að gera þá lágmarkskröfu að þeir sem skrifa fyrir hönd forsætisráðherra Íslands séu sæmilega ritfærir á enska tungu.

Það sem fékk marga til að brosa yfir hinni dæmalausu tilkynningu frá forsætisráðuneytinu í gærkvöldi voru eftirfarandi orð:

“for an unspecified amount of time”

Hvernig á þetta að skiljast? Er Sigmundur Davíð nú farinn að mæla tímann í kílógrömmum? Er furða að erlendir aðilar klóri sér í höfðinu. En eins og allir vita sem hafa lært ensku í grunnskóla er talað um “period of time” ekki “amount of time”. Á íslensku tölum við ekki um “óákveðið magn af tíma”!

Nýr forsætisráðherra þarf að láta bæta prófarkalestur í ráðuneytinu.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur