Færslur fyrir mars, 2017

Mánudagur 27.03 2017 - 08:47

Reykjavík er fullbyggð

Reykjavík er eins og San Francisco, báðar borgirnar eru byggðar á nesi. Landfræðilega takmarkast lóðaframboð því á 3 hliðar og þegar kemur að því að nesið er fullbyggt sprengir eftirspurnin upp verðið. Reykjavík er að komast á þetta stig. Fyrir utan flugvallarsvæðið eru aðeins rándýrir lóðabútar óbyggðir vestan Elliðaáa. Enda er markmið aðalskipulags Reykjavíkur til […]

Miðvikudagur 22.03 2017 - 09:39

Áhættufjármagn ríkisins

Hátt í 500 ma kr. í eigu ríkisins liggja sem áhættufjármagn á bókum íslenskra fjármálafyrirtækja. Þetta er fjármagn í fyrstu víglínu og mun tapast fyrst lendi bankar í erfiðleikum eða taprekstri. Þetta er þvert á alþjóðlegar aðgerðir, sem frá 2008 hafa miðað að því að velta áhættunni í bankarekstri af ríki yfir til einkaaðila, enda […]

Mánudagur 13.03 2017 - 06:41

Vogunarsjóðir: Eðlileg niðurstaða

Menn losa ekki höft og fara inn á alþjóðlegan fjármálamarkað með krónuna nema spila eftir leikreglum markaðarins. Það verður að ríkja sátt og samlyndi milli aðila. Síðasta ríkisstjórn gat ekki lyft höftum en þessi gerir það á nokkrum vikum. Munurinn á vinnubrögðunum er sláandi. Nú tala menn saman í rólegheitum, en eru ekki með endalausar […]

Þriðjudagur 07.03 2017 - 12:11

Lífeyrissjóðir hækka fasteignaverð

Þegar vextir lækka getur fasteignaverð rokið upp, þ.e. vaxtalækkunin getur öll lent í vasa eigenda fasteigna. Þetta gerist þegar eftirspurn eftir fasteignum er meiri en framboð. Það er alveg ljóst að ef raunvextir myndu lækka í dag færi öll sú lækkun til seljandans í formi hærra verðs. Þar með myndi útborgunarkrafan hækka og enn erfiðara […]

Sunnudagur 05.03 2017 - 09:01

„Einkavæðing“ í heilbrigðiskerfinu

Umræðan á Íslandi um framtíð heilbrigðisþjónustunnar er ansi einhæf og í raun Orwellian. Ríkisrekið er gott, einkarekið er vont. En málið er ekki svona einfalt. Í hinum vestræna heimi eru í grunninn 4 heilbrigðiskerfi. Ísland tilheyrir hinu svokallaða breska kerfi sem er á undanhaldi í flestum ríkjum. Aðeins tvö ríki halda úti nær hreinræktuðu ríkiskerfi, […]

Laugardagur 04.03 2017 - 13:21

Hvorki fugl né fiskur

Icelandair skilgreinir sig nú sem “hybrid”-flugfélag og telur að það sé pláss fyrir sig, á milli lággjaldafélaga og fullþjónustufélaga. Þetta er nú heldur vafasöm stefnumótun. Afkomuviðvaranir og hríðfallandi hlutabréf styðja ekki við “hybrid” stefnu. Þá er samkeppnin alltaf að aukast á milli lágjalda- og fullþjónustufélaganna, þannig að það er alltaf að minnka plássið þarna á […]

Miðvikudagur 01.03 2017 - 07:19

Borgun er ríkisfyrirtæki

63.5% af hlutafé Borgunar er í eigu ríkisins í gegnum Íslandsbanka.  Ríkiseignarhald er ekki sú gulltrygging sem margir halda.  Borgun, Landsbankinn og FME verða seint talin fyrirmyndir í góðum stjórnarháttum. Borgun fór illa með Landsbankann, en sjaldan veldur einn þá tveir deila.  Hvers vegna var ekki skipt um stjórnarmenn í Borgun þegar ríkið fékk Íslandsbanka? […]

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur