Miðvikudagur 01.03.2017 - 07:19 - Lokað fyrir ummæli

Borgun er ríkisfyrirtæki

63.5% af hlutafé Borgunar er í eigu ríkisins í gegnum Íslandsbanka.  Ríkiseignarhald er ekki sú gulltrygging sem margir halda.  Borgun, Landsbankinn og FME verða seint talin fyrirmyndir í góðum stjórnarháttum.

Borgun fór illa með Landsbankann, en sjaldan veldur einn þá tveir deila.  Hvers vegna var ekki skipt um stjórnarmenn í Borgun þegar ríkið fékk Íslandsbanka?

Hér hafa menn líklega sofið á verðinum og eru nú að súpa seyðið af því.  Það verður spennandi að sjá hvernig stærsti eigandi Borgunar hyggst koma böndum á þetta „enfant terrible“ íslenskrar viðskiptaflóru.

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur