Laugardagur 04.03.2017 - 13:21 - Lokað fyrir ummæli

Hvorki fugl né fiskur

Icelandair skilgreinir sig nú sem “hybrid”-flugfélag og telur að það sé pláss fyrir sig, á milli lággjaldafélaga og fullþjónustufélaga. Þetta er nú heldur vafasöm stefnumótun.

Afkomuviðvaranir og hríðfallandi hlutabréf styðja ekki við “hybrid” stefnu. Þá er samkeppnin alltaf að aukast á milli lágjalda- og fullþjónustufélaganna, þannig að það er alltaf að minnka plássið þarna á milli. British Airways og American eru t.d. að aðlaga sig að breyttri samkeppni. British Airways hefur nýlega tekið upp á að rukka fyrir mat á Evrópuleiðum og American tilkynnti að engin afþreyingarkerfi yrðu í nýjum 737 vélum þeirra. Afþreyingarkerfi framtíðarinnar byggja á þráðlausu neti. Þá eru lággjaldaflugfélögin að teygja sig yfir í viðskiptafarþega með því að bjóða upp á sveigjanlegri miða og betri sæti.

Farþegar vilja annað hvort lægsta verðið eða bestu þjónustuna. Á slíkum markað er erfitt að selja eitthvað “hybrid”.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur