Mánudagur 28.08.2017 - 08:57 - Lokað fyrir ummæli

Að vanda sig

Er nóg að vanda sig, þurfa menn ekki að kunna til verka lengur? Þessi spurning vaknar upp í allri umræðunni um kísilverksmiðjur á Suðurnesjum. Er nóg að vera með leyfi, þekkta tækni og markaði? Það dytti fáum í hug að ráða skipstjóra á nýtt skip sem lofaði að vanda sig en væri með enga reynslu. Það væri hlegið að bönkum sem lánuðu í slíkt verkefni.

Það er nefnilega fjármálafyrirtækja að stoppa vitleysuna áður en hún verður að veruleika. Það er ekki hægt að sakast við áhættusækna frumkvöðla sem gera allt til að verða sér út um pening. Það er þeirra verk að koma verkefninu á koppinn. Bankar og lífeyrissjóðir eiga að standa á bremsunni. Þeirra fyrsta spurning á alltaf að vera – kunna menn til verka? Ef menn komast ekki yfir þann þröskuld stoppar verkefnið. Svo einfalt er það.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur