Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Miðvikudagur 01.03 2017 - 07:19

Borgun er ríkisfyrirtæki

63.5% af hlutafé Borgunar er í eigu ríkisins í gegnum Íslandsbanka.  Ríkiseignarhald er ekki sú gulltrygging sem margir halda.  Borgun, Landsbankinn og FME verða seint talin fyrirmyndir í góðum stjórnarháttum. Borgun fór illa með Landsbankann, en sjaldan veldur einn þá tveir deila.  Hvers vegna var ekki skipt um stjórnarmenn í Borgun þegar ríkið fékk Íslandsbanka? […]

Laugardagur 25.02 2017 - 07:10

Neyðarástand hjá Icelandair

Á fimmtudaginn varð vél Icelandair til Manchester að lýsa yfir neyðarástandi vegna eldsneytisskorts. Þetta verða vélar að gera í breskri lofthelgi þegar þær eiga ekki meira eldsneyti en í 30 mín flug. Hvers vegna var vél Icelandair ekki með meira eldsneyti? Það er spurning sem vert er að velta fyrir sér. Breska veðurstofan hafði gefið […]

Miðvikudagur 15.02 2017 - 01:07

Icelandair og SAS í eina sæng?

Á sama tíma og hlutabréf Icelandair féllu um 60% lækkuðu bréf SAS um 50%. Bæði félögin eiga við sama vanda að stríða – kostnaðarstrúktúr sem ekki er samkeppnisfær. Þá eru félögin gamaldags og hafa stofnanalegan blæ yfir sér. Þessi vandi er ekki nýr en virðist hafa komið Icelandair á óvart. Félagið er illa undirbúið undir […]

Föstudagur 03.02 2017 - 01:41

Icelandair – sofið á verðinum

Vonandi mun fall hlutabréfa Icelandair vekja stjórnendur og eigendur upp af djúpum svefni. Útlitshorfur hafa verið svartar hjá þessu fyrirtæki um langan tíma. Framtíðarstefna sem byggir á gömlum vélum og þjónustuframboði sem fær falleinkunn hjá Skytrax ár eftir ár er ekki sjálfbær, eins og afkomutölur núna sýna, þrátt fyrir bullandi uppgang í ferðaþjónustu. Veikir stjórnarhættir […]

Þriðjudagur 22.11 2016 - 07:41

Um Landsbankaskýrsluna

Fátt kemur á óvart í skýrslu Ríkisendurskoðunar á eignasölum Landsbankanum. Eigendum bankans mátti vera ljóst strax eftir söluna á Vestia að styrkja þyrfti umgjörð um ákvarðanatöku á sölu eigna og annarra þátta sem falla utan daglegs reksturs bankans. En því miður var ekki gripið til nauðsynlegra aðgerða til að koma í veg fyrir Borgunarklúðrið. Þó […]

Fimmtudagur 03.11 2016 - 13:57

Launastefna í öngstræti

Launastefna íslenska ríkisins er komin í öngstræti. Ákvörðun kjararáðs sýnir vel hversu hættuleg íslensk sérviska er. Að vera leiðandi í launum þingmanna á Norðurlöndunum getur ekki verið skynsamleg stefna fyrir örríkið Ísland. Rökin fyrir að reynslulausir þingmenn skulu fá sömu laun og reyndir dómarar halda ekki. Eru menn búnir að gleyma bankahruninu, en fyrir þann […]

Miðvikudagur 02.11 2016 - 08:32

Okkur vantar Elizabeth Warren

Nú eru það ekki bankamenn eða erlendir kröfuhafar sem ógna stöðugleika. Það gerir kjararáð og þeir 5 einstaklingar sem þar sitja og tóku ákvörðun sem þeir geta ekki eða vilja ekki útskýra eða verja. Gaman væri að sjá formann kjararáðs fyrir framan Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmann frá Bandaríkjunum. Formaðurinn kæmist ekki upp með neitt múður þar. […]

Fimmtudagur 27.10 2016 - 10:51

Ríkið leiðir í hálaunastörfum

Ísland er komið í þann vafasama hóp ríkja þar sem meðallaun ríkisstarfsmanna eru hærri en á almennum markaði. Í nýlegum tölum frá Hagstofunni eru 23% ríkisstarfsmanna með heildarlaun yfir 800,000 kr á mánuði en aðeins 19% launamanna á almennum markaði ná þessu marki. Þá er ótrúlegur fjöldi ríkisstarfsmann sem eru með laun yfir 1.300,000 kr […]

Mánudagur 24.10 2016 - 09:28

Einsleitur hópur frambjóðenda

Þegar litið er yfir aldur, reynslu og menntun þeirra sem eru í kjöri til alþingiskosninga er sláandi hversu einsleitur hópur þetta er. Algengustu starfsheitin eru kennari, lögfræðingur, stjórnmálamaður og nemi. Tengingar við stóra hópa í þjóðfélaginu eru veikar eða vantar. Fólk á besta aldri er vart að finna í efstu sætum sumra flokka og hjá […]

Föstudagur 21.10 2016 - 11:43

Íslendingar plataðir

Enn er mál FIH bankans komið í umræðuna. Hvers vegna tapaði Seðlabankinn um 25 ma kr? Svarið er einfalt. Íslendingar voru plataðir, enn eina ferðina. Listinn yfir fallnar fjárfestingar Íslendinga erlendis á þessari öld er langur. Yfirleitt er ástæðan sú sama. Erlendir aðilar sem eru að selja hafa yfirburðaþekkingu, reynslu og upplýsingar, en Íslendingar eru […]

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur