Föstudagur 30.09.2011 - 21:39 - 14 ummæli

Daniel Libeskind – Mislagðar hendur

.

Sjörnuarkitektinn Daniel Libeskind hefur hannað viðbyggingu við gamla stríðsminjasafnið í Dresden í Þýskalandi. Safnið opnar endurnýjað  þann 14. október næstkomandi eftir að hafa verið lokað í 22 ár.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum skemmir stjörnuarkitektinn freklega fallega symetríu gamla hússins. En symetrían var einmitt helsti styrkleiki þess og einkenni. Libeskind reynir að rökstyðja nálgunina á eftirfarandi hátt:

“It was not my intention to preserve the museum’s facade and just add an invisible extension in the back. I wanted to create a bold interruption, a fundamental dislocation, to penetrate the historic arsenal and create a new experience. The architecture will engage the public in the deepest issue of how organized violence and how military history and the fate of the city are intertwined.”—Daniel Libeskind

Þagar svona rökstuðingur er lesinn og maður skynjar að hann er tekinn alvarlega sér maður að það er ástæða til þess að  varast stjörnuarkitekta.

Libeskind er afar flinkur arkitekt  sem skilað hefur mörgum frábærum verkum á sínum ferli, en mér sýnist hann hafa misst tökin á þessu verki og rökstuðningurinn að ofan hljómar sem hver önnur vandræðaleg vitleysa í mínum eyrum.

Stríðsminjasafnið er frá 1897 og var í fyrstu stríðsminjasafn Saxa, síðan Nasista, þá Rússlands og í framhaldinu Austur Þýskalands. Nú er það stríðsminjasafn sameinaðs Þýskalands. Það slapp við skemmdir í seinni heimstyrjöldinni vegna þess að það stóð nokkuð utan borgarinnar Dresden sem lögð var í rúst í seinni heimstyrjöldinni.

Efnisval viðbyggingarinnar virðist á skjön við gamla húsið.

Gamla húsið er fallegt með fallegum rýmum sem hafa verið endurnýjuð með nútímalegu litavali, lysingu og fl.

Meginstoðin sem hugmynd að grunnmynd viðbyggingarinnar stendur stendur á er viljinn til þess að vera áberandi og sjálfsmiðaður. Enda talar arkitektinn um sjálfan sig og viðbygginguna í stað þess að tala um samtal gömlu byggingarinnar við viðbygginguna.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (14)

  • „Hér er ég arkitektúr“

  • Þótt mér finnist ekki mikið til Libenskind koma og finnst hann yfirleitt vera full „literal“ fyrir minn smekk, þá er það jú bara smekkur minn en ég þykist þó viss um að margir arkitektar hefðu gert þetta betur þarna í Dresden.
    Ég dáist hins vegar að áræðni hans við að takast á við gamlar byggingar. Það er nefnilega einu sinni þannig að byggingar eru ekkert sjálfkrafa merkilegar þótt þær séu gamlar eða hafi einhverntímann hýst eitthvert SAFN. Mér sýnist á þessu myndum að það séu til býsna mörg svipuð eintök um gjörvalla Evrópu.
    Væntanlega verður það eitt af verkefnum arkitekta um ókomna framtíð, eins og fram til þessa, að vinna með samspil nýrra og gamalla bygginga. Mér finnst því merkileg þessi viðkvæmni margra fyrir nútímanum og þeim nýjungum sem við höfum tileinkað okkur á síðustu áratugum. Ég held að fræðimenn okkar ættu frekar að einbeita sér að því að finna og verja bestu dæmi okkar um ákveðna stíla, tímabil, höfunda eða húsaraðir og verja það með kjafti og klóm en leyfa öðru að víkja fyrir nútímanum. Hann verður hvort eð er „gamli tíminn“ eftir 100 ár.

  • Conspiracy?

    Nei, það er ekki hógværðinni fyrir að fara hjá þessum „stjörnu“arkitekt. Segir ekki í biblíunni, að hinir hógværu munu landið erfa? Skyldi þessi pólskfæddi gyðingur hafa lesið sér eitthvað til um boðskap þeirrar bókar Jahve? Bara af forvitni, veit einhver af hvaða ættkvísl Libeskind er?

  • Hörður P.

    Mér dettur helst í hug nokkrar við- og tengibyggingarnar við Aðalstrætið. Bakvið upplýsingarmiðstöð ferðamanna er ein slík sem snýr út á torgið bakvið Zimsen. Þá er viðbyggingin við Aðalstræti 10 þó smekklegri, sérstaklega þá steypta húsið en tengibyggingin þar á milli er, að mínu mati, á gráu svæði. Svo við höldum okkur nú við Aðalstrætið, þessa sögufrægu götu, þá er ein önnur glerjuð tengibygging í hornhúsinu við Túngötu og Kirkjustræti. En sú bygging telst kannski ekki með, því hún er jú „jafngömul“ og húsin í kring! Það dæmi sýnir okkur kannski ágætlega hversu sannfærðir arkitektarnir hafa verið um gæði þessarar samsuðu af fallegum (stundum gömlum) timburhúsum og nýmóðins glerbyggingum. En ég held nú að við séum að komast yfir þetta. Það er amk ekki búið að byggja neina glerbyggingu við Laugaveg 6 – eins og til stóð?

  • Stríð skemmir freklega. Mér finnst hann ná því nokkuð vel.

  • Hallgrímur

    Það er hörmung að sjá þetta og vekur furðu eins og Magnús Skúlason segir að einhverjir hafi stutt þetta og lagt í það fé. Hinsvegar er til dæmi um hús i þessum dúr í Reykjavík eins og Höður nefnir þó þau séu sem betur fer ekki mörg. Kannski bara eitt, Ziemsenhúsið í Grófinni. Getur Hörður nefnt fleiri?

  • Hörður P.

    er einhver munur á þessu og á öllum þeim stál og gler viðbyggingum sem klínd hafa verið á næstum hvert einasta uppgerða timburhús í miðborg reykjavíkur undanfarna áratugi?

  • Sjálfsfróun. Maðurinn ætti að fá sé betri græjur en að níðast á eldri byggingarlist. Það gæti líka verið eitthvað að hjá þeim sem láta þetta gerast.

  • Conspiracy?

    Er þetta ekki sá sem „vann“ samkeppnina um 9/11?

  • Hilmar Þór

    Bara fyrir þá sem ekki vita þá er Libeskind gyðingur sem fæddur er í Póllandi árið 1946. Hann er skilgreindur sem bandarískur listamaður.

    Á tenglinum sem Finnur Birgisson vitnar í hér að ofan stendur:

    “Daniel Libeskind, the controversial Polish starchitect, is building a monstrous addition to the Dresden Military History Museum that may not be a crime against humanity, but is undoubtedly a crime against architecture”.

    Semsagt…glæpur gegn byggingarlistinni!

    Og síðar:

    “………..and there is a poetic justice about taking the only undamaged building from that night and allowing it to share in the proceeds of destruction in this way.”

    Já hann tekur einu bygginguna sem ekki var sprengd í loft upp af bandamönnum og skemmir hana á sinn hátt!!!

  • Jón Sigurðsson

    Sjálfsmyndin og sjálfstraustið hefur villt manninum sýn þannig að hann hefur misst tilfinninguna fyrir verkum horfinna kynslóða og telur sig þeim fremri.

  • Finnur Birgisson

    „I wanted to … penetrate the historic arsenal,“ sagði Libeskind. Og það gerði hann.

  • Páll postuli

    Röksemdafærsla þessa arkitekts er fullkomin.

    Raunar er hugmynd hans svo augljós og sterk að ég áttaði mig á henni áður en ég las hin góðu rök sem færð eru fyrir henni.

    Ég efast um að þau láti sem vandræðaleg vitleysa í mörgum eyrum.

  • Finnur Birgisson

    „Libeskind Strikes Again, in Dresden“
    „Umdeildur stjörnuarkitekt nær fram pólskri hefnd á þýskri borg …“
    http://www.andrewcusack.com/2010/07/01/dresden-carbuncle/

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og fjórum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn