Fimmtudagur 01.05.2014 - 08:53 - 8 ummæli

Fjöldi arkitekta miðað við höfðatölu

 

 

Í nýlegri könnun sem gerð var í tengslum við tvíæringin í Feneyjum kom í ljós að það er gríðarlega mikill munur á fjöld íbúa að baki hvers starfandi arkitekts í þeim 36 löndum sem könnunin náði til.

Þannig eru um 40 þúsund manns að baki hvers arkitekts í Kína og einungis 414 á Ítalíu.

Kípur, Spánn, Belgía, Þýskaland, Danmörk, Luxembúrg, Portúgal, Macedonia, Malta og Ítalía eru með undir 1000 íbúa á hvern arkitekt.

Á Íslandi búa nú um 325.ooo manns og álitið er að um 340 arkitektar séu tilbúnir til starfa. Rétt er að geta þess að nokkur skortur er á atvinnutækifærum fyrir þetta fólk eins og stendur, og undirboð allskonar mikil.

Ef þetta er rétt áætlað um fjölda arkitekta á Íslandi eru um 955 einstaklingar að baki hvers þeirra hérlendis.

Ef marka má þessar tölur þá má draga þá álygtun að markaður fyrir arkitekta sé mettaður hér á landi miðað við venjulegt árferði.

En það vantar greinilega arkitekta í Kína!

Og víðast í fyrrum austantjaldslöndum.

Sjáið einnig þessa færslu um svipað efni.

http://blog.dv.is/arkitektur/2009/10/09/eru-of-margir-arkitektar-a-islandi/

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Ég hreinlega veit ekki.Þess vegna spurði ég.

  • Á hvaða grunni ályktar þú að stétt arkitekta á Íslandi sé mettuð við 1:1000 miðað við meðalárferði?

    • Hilmar Þór

      Þetta er svona tilfinning. Ef maður horfir á tölurnar að ofan þá sér maður að þær þjóðir sem eru með sæmilegt menntunarstig arkitekta og menningarstig í byggingalistinni þá eru það þjóðir sem hafa á að skipa 0,5-1 arkitekt á hvert þúsund. Mér sýnist atvinnuleysi stéttarinnar byrja að einhverju marki þegar það eru fleiri en 1 arkitekt á hverja þúsund íbúa. Annars er það þannig að það má draga margar mismunandi álygtanir af svona tölum.

      En hvað heldur þú?

  • Hilmar Gunnarsson

    Ég myndi spá því að eftirspurn eftir arkitektum eigi eftir að minnka all verulega. Amk. þegar kemur að byggingum. Ef maður lítur á prosjekteringu á byggingu fer vinnuframlag arkitektsins sífellt minnkandi, myndi ég álíta.

    Eftir efnahagshrunið hefur orðið vakning á því hvernig arkitektar geti nýtt hæfileika sýna, menntun og reynslu víða annarsstaðar en í byggingabransanum. Arkitektar eru kúnstugir.

  • Einn í bransanum

    Vissulega eru mikll umdirboð í gamgi og arkitektar gefa sennilega um milljarð í vinnuframlagi vegna samkeppna.
    Og það sem verra er að enginn segir svo mikið sem „takk fyrir“

  • Pétur Örn Björnsson

    Arkitektar á Íslandi: Almennt séð, vannýtt og fótum troðin auðlind.
    Dapurlegt að sjá nú helst vonarglætu að yfirgefa okkar yndislega land, allt vegna skinhelgi kerfisraðakrata stjórnsýslunnar og stofnana ríkis-valdsins sem þjóna ekki almenningi … heldur sinni eigin hræsni einni!

    Kerfisraðakratar allra flokka eru leppar uppreistra glæpamanna!

  • Örnólfur Hall

    Starfandi arkitektar á Íslandi: Mikill fjöldi og mikil gæði !!

  • Miðað við stöðuna í Kína nægja 8 arkitektar fyrir allt Ísland

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og þremur? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn