Sunnudagur 25.09.2011 - 10:16 - 4 ummæli

Harpa logar

Helsti örlagavaldur húsa á braut frægðarinnar er ekki hvað þau líta vel út heldur hversu vel þau myndast, hversu „fótogen“ þau eru. Tónlistarhúsið Harpa er “fótogen” og það er rúmt um hana.  Það sér maður á þeim fjölda mynda af húsinu sem verða á vegi manns.

Harpan er sýnd í misjöfnu ljósi og sýnir á sér mörg andlit.

Akitektúrinn vekur blendnar tilfinningar og er umdeildur en ljómyndirnar eru fallegar og fjölbreytilegar.

Mér barst mynd af húsinu sem tekin er frá stað sem fæstir berja það augum. Myndin er tekin af Karli Gunnarssyni um borð í skútu sem var að sigla inn í höfnina eitt þriðjudagskvöld fyrir skömmu. Sólarlagið speglast í glerveggnum sem sýnist brenna.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • örnólfur hall

    PS: Kollegi benti mér líka á það frábæra orð : Glópagull.

  • örnólfur hall

    „Ekki er allt gull sem glóir“ segir máltækið. Frægt var líka „Seltsemgullið“ sem prangarar plötuðu inn á auðtrúa fólk forðum.

    Ljósmyndarinn hefði líka átt að beina linsunni að ryðtaumunum sem leka nú úr norðurhlið niður á sjávarvegginn. Hvers vegna skyldi það nú vera ?

    Mig langar til að fá að sýna mynd af þessu með mynd ljósmyndarans.

  • Sveinbjörn Guðmundsson

    Hús af þessari gerð eru aðalega byggð til þess að vera kennileiti og minnisvarði um menningarstig, þá velmegun og þá hagsæld sem viðkomandi þjóð býr við þegar húsið er byggt.

    Það er talið í prómillum hvað margir nota húsið til þess að hlýða á tónlist miðað við þá sem nota húsið sem kennileiti.

    Þessvegna skiptir meira máli hvaða svip húsið setur á umhverfið en hvernig tónlistin er eða hvernig hún hljómar í skartinu.

    En auðvitað er öll þessi framkvæmd tóm steypa sem ber ekki vott um menningarstig þjóðarinnar, heldur um drambsemi og kæruleysi hennar.

  • Fólk á oft í erfidleikum með að greina á milli ímyndar, ljósmyndar og veruleika.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og einum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn