Sunnudagur 26.02.2012 - 23:16 - 12 ummæli

Landspítalinn – framvinda.

 

 

Á haustdögum 2009 skrifaði ég færslu um Landsspítalann við Hringbraut þar sem ég taldi að nauðsynlegt væri að ræsa almenna umræðu um framkvæmdina, hugmyndafræði og staðsetningu húsanna.

Ég óttaðist að atburðarrásin tæki völdin og að sjúkrahúsið yrði byggt án þess að sátt væri um það sem væri í vændum.

Í framhaldinu skrifaði ég fleiri færslur um málið og allnokkrir málsmetandi aðilar sendu pistla inn á þennan vef og lögðu sitt til málanna.  Í tengslum við færslurnar komu um 300 málefnalegar athugasemdir sem voru upplýsandi innlegg í umræðuna.

Þegar ég lít til baka sýnist mér að allt stefni í það sem ég óttaðist mest,  að atburðarrásin tæki völdin.

Í nóvember 2010 lagði Arkitektafélagið fram þá hugmynd að teiknistofunni Arkitektúr.is yrði falið að vinna deiliskipulag svæðisins í nánu samstarfi við notendur og eigendur spítalans.  Það er að segja að hefðbundið traust verklag yrði viðhaft.  Fyrst yrði gert deiliskipulag og í framhaldi yrði samkeppni um einstakar byggingar.  Teiknistofan  Arkitektúr.is  var talin fullfær um þessa vinnu enda komst hún í gegnum þröngt forval fyrir örfáum árum og hafði unnið til fyrstu verðlauna í samkeppni um verkið.

Verkefnastjórnin var á öðru máli og vildi efna til forvals og samkeppni þar sem allt var undir. Deiliskipulag og húsahönnun.

Arkitektafélagið taldi réttara að stefna að því að fá fram deiliskipulag áður en samkeppnin væri auglýst til þess að ekki væri lagt út í algera óvissu. 

Að loknu deiliskipulagi yrði efnt til samkeppi um einstakar byggingar.  Um sérhæfustu byggingarnar yrði keppt að undangengnu  forvali, aðrar í opinni samkeppni og sumar í einkaframkvæmd eða alútboði.  Arkitektafélagið taldi rétt að hanna byggingarnar og byggja í þeirri röð sem henta þætti, inn í staðfest deiliskipulag.

Skammsýnir aðilar, gullgrafarar, innan arkitektastéttarinnar hlupu útundan sér og gáfu félaginu og verkkaupa ekki tækifæri til þess að þróa þessa hugmynd og ræða frekar.

Verkefnisstjórn spítalans gaf sér ekki svigrúm til að ræða leið Arkitektafélagsins.  Hún vildi velja hönnunarteymi að undangengnu þröngu forvali og hanna húsin og skipulagið í einum áfanga.   Samflétta deiliskipulag og húsahönnun í einni slaufu.  Í kjölfar samkeppninnar yrði síðan samið við vinningshafa um að ganga frá deiliskipulaginu og skila 20% hönnunarvinnu vegna húsanna (!)

Þetta var óskynsamlegt fyrir margra hluta sakir

Hugmynd arkitektafélagsins byggði á traustum og þekktum vinnubrögðum sem falla að íslenskum byggingariðnaði og hentaði húsbyggjandanum afskaplega vel hvað allan undirbúning, fjármögnun og rekstur varðar.

Við  leið arkitektafélagsins væri staðan að líkindum önnur en í dag.  Annaðhvort væri búið að finna annan stað fyrir sjúkrahúsið sem sátt væri um eða  að gatnagerð væri hafin og allnokkrar arkitektastofur væru ýmist að vinna að hönnun húsa eða takandi þátt í samkeppnum um einstaka hluta spítalans.

Og hver er  staða verkefnisins í dag?  Hvernig vindur því fram?

Ég veit það ekki en hitt veit ég að það kom fram á opnum fundi skömmu eftir að hönnunarsamningur   var undirritaður að stefnt væri að því að framkvæmdir hæfust við gatnagerð á haustmánuðum 2011.  Það hefur ekki gengið eftir.

Mér skilst að hönnunatreymið sé að nálgast verklok hvað varðar hönnun húsanna samkvæmt samningi (20% hönnun) þó svo að deiliskipulagið sé enn í fullkominni óvissu. Það var reyndar forkynning á deiliskipulaginu í haust þar sem óskað var eftir athugasemdum. en það er ekki afgreitt.  Þetta er óvenjuleg staða og  illskiljanleg.

Mér heyrist að fólk sé almennt ekki á móti sjúkrahússbyggingnni sem slíkri. Hinsvegar skynja ég að verkefnisstjórninni hefur ekki tekist að sannfæra borgarana um staðsetninguna.

Það má vel vera að verkefnisstjórnin hafi unnið vel og að Hringbrautarstaðsetttingin sé sú besta en það þarf að vera breið sátt um málið.

Sátt þarf að nást um málið og hún næst einungis með tillitssemi og rækilegri kynningu á verkefninu þar sem allir hnútar eru hnýttir og óvissu eytt.

Þetta er áhyggjuefni sem þeir sem bera ábyrgðina þurfa velta fyrir sér og leysa.

Að neðan eru teglar á nokkrar færslur um þetta góða þjóðþrifaverkefni.

 Heimasíða Arkitektúr.is

 http://arkitektur.is/verk/haskolasjukrahus/index.php

 

 

Deiliskipulagstillaga-Greinargerð

http://www.reykjavik.is/Portaldata/1/Resources/skipbygg/frettir/2011/gogn/NLSH_03_Verkefnisl_sing_2011.02.03.pdf

 

Hér eru allar bokanir skipulagsráðs um málið.

http://gamli.rvk.is/vefur/owa/edutils.parse_page?nafn=SN110037

 

Umræður um málið á bloggsóðunnu Arkitektúr Skipulag og Staparprýði:

Landspítalinn Háskólasjúkrahús

http://blog.eyjan.is/arkitektur/2009/11/11/landspitalinn-haskolasjukrahus/

Landspítali Háskólasjúkrahús, ummæli Ingólfs Þórissonar framkvæmdastjóra eignasviðs spítalans

http://blog.eyjan.is/arkitektur/2009/11/16/landspitalinn-haskolasjukrahus-%e2%80%93-vidbot/

Landspítalinn – arkitektar – verktakar

http://blog.eyjan.is/arkitektur/2009/12/11/landspitalinn%e2%80%93arkitektar%e2%80%93verktakar/

Björn Hallsson skrifar um Landspítalann

http://blog.eyjan.is/arkitektur/2010/01/22/bjorn-hallsson-lsh/

Deiliskipulag Landspítalalóðar

http://blog.eyjan.is/arkitektur/2010/01/26/deiliskipulag-landspitalalodar/

Gegnumgangur LSH samkeppnin

http://blog.eyjan.is/arkitektur/2010/07/14/gegnumgangur-lsh-samkeppnin/

LSH samkeppni framhald

http://blog.eyjan.is/arkitektur/2010/07/16/lsh-samkeppni-framhald/

Landspítalinn – Umferðamál

http://blog.eyjan.is/arkitektur/2011/09/03/landspitalinn-%e2%80%93-umferdamal/

Landspítalinn Innlegg borgarfulltrúanna Dags B Eggertssonar og Gísla Marteins Baldurssonar.

http://blog.eyjan.is/arkitektur/2011/09/04/landspitalinn-innlegg-borgarfulltrua/

Landspítali Öskubuskueinkenni

http://blog.eyjan.is/arkitektur/2011/09/06/landspitali-oskubuskueinkenni/

LSH Stórkallalegt skipulag eftir Guðlaug Gauta Jónsson arkitekt.

http://blog.eyjan.is/arkitektur/2011/09/09/lsh-%e2%80%93-storkallalegt-skipulag/

Sjónarmið heilbrigðisvísindafólks eftir Magnús Karl Magnússon yfirlækni og prófessor 

http://blog.eyjan.is/arkitektur/2011/09/11/lsh-sjonarmid-heilbrigdisvisindafolks/

Nýr Landspítali við Barónsstíg og Eiríksgötu eftir Pál Torfa Önundarson yfirlækni og prófessor

http://blog.eyjan.is/arkitektur/2011/09/12/nyr-landspitali-vid-baronsstig-og-eiriksgotu/

Landspítalinn þarf að hugsa út fyrir ramman

http://blog.eyjan.is/arkitektur/2011/09/14/landspitalinn-tharf-ad-hugsa-ut-fyrir-rammann/

Íbúafundur um nýjan Landspítala eftir Guðlaug Gauta Jónsson arkitekt.

http://blog.eyjan.is/arkitektur/2011/09/23/ibuafundur-um-nyjan-landspitala/ 

Menningarstefnan og Landspítalin

http://blog.eyjan.is/arkitektur/2011/09/29/menningarstefnan-og-landspitalinn/

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • Pétur Örn Björnsson

    Og bara þetta að lokum, í kjölfar ný-tilkominna boðvaldstakta Jóns Gnarr borgarsjóra, sem birtast í orðum hans nú: „Sættið ykkur við það“, þar sem hann vill greinilega þagga niður alla gagnrýni og nú í boðhætti, þá vil ég benda borgarstjóranum á það, að einungis 15% treysta nú borgarstjórn hans, skv. þjóðarpúlsi Capacent.

    Væri ekki nær að Jón Gnarr spyrði sig hvers vegna traustið mælist svo lítið, frekar en að gefa skipanir í boðhætti, þegar einungis 15% treysta honum og borgarstjórn hans? Kannski hann gæti byrjað á að lesa alla pistla Hilmars um málið og kynna sér efni þeirra gjörla.

    Mín skoðun er því sú, að það sé ekki einungis réttur, heldur beinlínis lífsnauðsyn fyrir lýðræðið, að almenningur gagnrýni af heilbrigðum þrótti þá sem þiggja laun sín og fríðindi af skattfé hans og að mark sé á því tekið.

    Maður biður bara um heilbrigða og frjóa umræðu og opið og virkt lýðræði okkur öllum til heilla, en ekki bara fyrir þá sem vilja „mæla vitlaust“ sem innanbúðarsveinninn var hvattur til af hörmangara kaupahéðni forðum tíð.

    Ég vona Jón minn Gnarr, að þú virðir lýðræðislega umræðu og nálgun á málum í stað boðvalds-tilburða.

    Þetta er mín vinsamlega ábending til þín Jón Gnarr og hún er sett fram af heilhug … til opins og virks lýðræðis, því um það snýst anarkismi, þó þú virðist ruglað því saman við Dada-isma, kannski Big Dada?

  • Pétur Örn Björnsson

    Sá vafalaust ágæti læknaprófessor og skeleggi baráttumaður fyrir fyrirhuguðum trölla-framkvæmdum við Landsspítala Háskólasjúkrahús við Hringbrautina, Magnús Karl Magnússon, nefnir í athugasemd við pistil Einars Steingrímssonar hér á eyjunni „Rannsóknir og forréttindafemínismi“, 4 atriði sem Magnús telur -og vafalaust réttilega- að hafi lengi staðið íslensku vísindasamfélagi fyrir þrifum (undarlegt er þó að hann nefni ekki skort á þúsundum kúbika af steypu sem 5. atriðið).
    En þetta eru innbúðarvandræðin 4 sem Magnús nefnir:

    „1. Klíkusamfélag – nepótismi. Slíkt mun alltaf hindra framgang þeirra hópa sem utan kerfisins standa.“

    „2. Ógagnsæi. Ákvarðanir eru teknar bak við luktar dyr með óskilgreindum mælikvörðum. Slíkt mun alltaf hindra framgang þeirra hópa sem utan kerfisins standa.“

    „3. Þröngsýni eða það sem mætti kalla lókal áherslur.“

    „4. Peningum er dreift gegnum stofnanir í gegnum „hierarchy“ kerfisins í stað þess að fara til þeirra sem bestar hugmyndir hafa.“

    Það sem mér finnst svo undarlegt, er að hér skrifar hinn skeleggi læknaprófessor af dirfsku og þori … en bíddu við, er þetta sá sami Magnús Karl Magnússon, læknaprófessor við HÍ, sem krefst tugmilljarða, ef ekki hundrað milljarða framkvæmda fyrir sitt klíkusamfélag, meðan heilbrigðiskerfið er skorið niður við trog og sjúklingum blæðir?

  • Pétur Örn Björnsson

    Um vesaldóm þeirra er um véla í borginni í stíl óskiljanlegs Dada-isma, sem þeir skilja ekki einu sinni sjálfir, er hér óþarfi að fjölyrða og hvað þá lasta, því þeir vita ekkert hvað þeir gera, nema að fylla út í eitt risa tómt excel box, að forskrift AGS og hjúanna Steingríms og Jóhönnu Sigurðardóttur, hvers varaformaður er Dagur Bergþóruson Eggertsson. Egginu fylgir hænan, eða er það öfugt?

    Einni risavaxinni framkvæmd skal á koppinn komið og skilmerkilega skráð í tóma risa excel gatið, en öðru má blæða út í nafni norrænnar velferðar og jafnaðarmennsku … mætti ég benda þá á, að margar eru fjaðrir fíflanna að skreyta sig með, en fíflin vita innst inni að þau eru nakin.

    Hver sagði eiginlega að í excel boxið þyrfti að setja eitt delerium grandiosa Cuckoo´s egg? Væri ekki nær að huga að hina marga og smáa?

    Stundum þarf að tyggja ofaní vesalingana við stjórnvölinn svo þeir skilji og firrtist við, hirðfíflin, en alla vega hefur maður þá hreyft við þeim … vonandi … til mennsku og guð minn góður, já ekki má gleyma staðarandanum og pílárum vagnhjóla tímans.

  • Pétur Örn Björnsson

    „Skammsýnir aðilar, gullgrafarar, innan arkitektastéttarinnar hlupu útundan sér“

    … studdir dyggilega ákveðnum hrokafullum sérfræðinga- og prófessora-aðli læknamafíunnar, sem lifir í vernduðu umhverfi þagnarhjúpanna um mistök stéttar sinnar og telja sig guðlegar verur, ofar öðrum, meðan heilbrigðisþjónustan er skorin niður við trog.

  • Pétur Örn Björnsson

    Geir heitir maður og er Gunnlausson og er hann landlæknir.
    Páll heitir maður og er Gunnlaugsson og er hann arkitekt og hefur Páll það vafalaust afskaplega gott á þessum gósentímum, meðan aðrir sem eru annarra synir og hvað þá dætur mega éta það sem úti frýs.
    Einstök, en að sama skapi sérstök er manngæska þeirra Gunnlaugssona, sér til handa.

  • Sigurður Sigurðarson

    Þetta Landspítalamál lofar ekki góðu. Hér eins og annarsstaðar er umræðan líkust skotgrafahernaði. Enginn er skilgreindur forsvarsmaður sem ber ábyrgð og talar af ábyrgð. Eftir að hafa lesið það mesta af þessu ágæta bloggi (sem ekki einkennist af skotgrafarhernaði) sé ég að aðstandendur og ábyrgðaraðilar treysta sér ekki i málefnalega umræðu við almenning þann sem hér tjáir sig

  • þorgeir jónsson

    Hilmar, hvað er 20% hönnun? Samkv BR er ábyrgð arkitekta bundin við lokaúttekt. Þá lýkur okkar aðkomu. (Ætti reyndar að standa lengur) Er þetta ekki of flókið til að ganga upp?
    Ég minnist ráðherrans sem spurði ráðuneytisstjórann. “ Hvað bjáni ákvað þetta?“ Þegar hann áttaði sig á því að línuhraðallinn skaðaðist líklega þegar afganginum (2/3)af frestuðum húsgunni K-byggingar yrði grafinn síðar með spregningum.
    “ Þú, herra ráðherra“

    Er hægt að fá 20% klippingu?

  • Guðrún Bryndís

    Umferðarmódelin sem hafa verið gerð eru um umferð innan lóðar, þ.e. hvernig fólk og bílar ferðast um lóðina sjálfa. En þar kemur líka fram að aðalinnkeyrsla á lóð er um Hringbraut, allir þungaflutningar (vörur) eru um Eiríksgötu og það er líka gert ráð fyrir að Barónstígur, Sóleyjargata og aðrar aðliggjandi götur taki við meiri umferð en hingað til.
    Varðandi ferðavenjur starfsmanna, þá kom í ljós að um helmingur starfsmanna býr í 10 km fjarlægð frá Hringbraut – það svæði þekur s.s. Reykjavík austan Elliðaá og ‘gamla’ Kópavog (póstnúmer) 200, en þar búa einmitt um helmingur íbúa borgarinnar. Það er reiknað með að þessir starfsmenn geti hjólað í loftlínu á 21 km/klst og þannig eru þeir minna en hálftíma á leið til vinnu.
    Forsendurnar sem liggja að baki því að það skapist ekkert umferðaröngþveiti í kringum spítalann eru þær að bílastæði og hjólastæði eru lögð að jöfnu – þ.e. byggingareglugerð gerir ráð fyrir ákveðnum fjölda bílastæða fyrir hvern fermeter – með því að skipta út bílastæði fyrir hjólastæði má ‘fækka’ bílum á leið á spítalann og ef það gengur eftir fækkar hugsanlega bílum – spurningin sem stendur eftir er hversu raunhæf þessi lausn er.
    Nýjasta umferðarkönnunin sem var gerð var spurningalisti – þ.e. nemar HÍ stoppuðu fólk við innganga spítalans og spurðu þá hversu lengi þeir voru á leiðinni. Þegar rýnt er í svörin má reikna með að meðalökuhraði svarenda hafi verið í kringum 20km/klst – ég vek athygli á því að flestir hafa væntanlega ferðast eftir stofnbrautum með 60km/klst hámarkshraða.
    Önnur ástæða sem gefin er upp er jákvæð áhrif á miðborg – það má skilja þá sem kynna þessa framkvæmd að það er átt við miðborgina í Vatnsmýrinni. Forsendurnar virðast vera þær að ef framtíðarstarfsmenn háskólasjúkrahússins búa í Vatnsmýrinni minnkar umferð um 40%.
    Stefna borgar og LSH í samgöngumálum byggir á því að fólk hjóli, gangi og taki strætó – það er eitt að stefna að einhverju og annað að fá landsmenn til að fylgja stefnu, þ.e. að gera það sem yfirvöld segja þeim að gera.

  • Sigurður Viktor Úlfarsson

    Sælir,

    Takk fyrir ágæta yfirferð.

    Björn Zoëga og Jóhannes M. Gunnarsson birtu fróðlega grein í Fréttablaðinu nýverið þar sem fjallað var um staðsetningu spítalans. Þar svöruðu þeir mörgum þeim atriðum sem hafa verið í umræðunni.

    Þar má t.d. finna eftirfarandi texta:
    „Gerð hafa verið umferðamódel, kannanir um ferðavenjur starfsmanna spítalans, sjúklinga og heimsóknargesti svo og könnun á búsetu starfsmanna. Niðurstöður alls þessa benda eindregið til að tal um umferðaröngþveiti kringum spítalann nú og í framtíðinni sé stórlega yfirdrifið. Rúmlega 55% sjúklinga og gesta sem erindi eiga á spítalann komast þangað á minna en 10 mínútum og 84% á minna en 20 mínútum. Tæpum 90% starfsmanna finnst auðvelt að komast til og frá vinnustað.“

    Greinina má finna á eftirfarandi slóð á heimasíðu nýs spítala: http://www.nyrlandspitali.is/nyrlandspitali/islenska/fjolmidlatorg/greinasafn/?cat_id=43926&ew_0_a_id=386105

  • Sveinbjörn

    Það er margt gott sem er innifalið í deiliskipulagi Spital hópsins. Til dæmis framsýn stefna i umferðamálum með minni einkabílaumferð. En til þess að sannfæra mig þarf að liggja fyrir traust og staðfest áætlun um öflugt almenningsflutningakerfi á öllu höfuðborgarsvæðinu. Áætlun sem er samþykkt af öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og ríkinu með fjármögnun og öllum pakkanum.

  • Deiliskipulagið sem kynnt var i október s.l. sýnir manni einmitt að lóðin hentar illa og í umræðunni hefur verið bent á aðra kosti sem líklegri eru til þess að sátt náist um. Það kann ekki góðri lukku að stýra þegar einstakir ahryfamiklir hagsmunaaðilar innan sjúkrahússins og Háskólans leiða umræðuna eins og verið hefur. Líklega hefði deiliskipulag frá Arkitektur.is sýnt á fljótari og ódýrari hátt að lóðin hentar illa og ný lóð sem sátt er um væri þegar fundin.

  • Jón Ólafsson

    Ágætis yfirferð og mikið lesefni. Tek eftir að Björn Hallsson núverandi byggingarfulltrúi tjáir sig i einum pistlanna… Athyglisvert

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og fimm? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn