Föstudagur 20.04.2012 - 13:44 - 40 ummæli

Samkeppnismál í uppnámi eftir dóm.

 

 

 

 

“Auk dómnefndar og starfsmanna hennar, ritara, trúnaðarmanns og ráðgjafa er þáttaka óheimil þeim, sem rekur teiknistofu með þessum aðilum, er þeim nátengdur eða vinnur að verkefnum með þeim sem gæti haft áhrif á árangur viðkomandi í samkeppninni…… Meginreglan varðandi hæfi þáttakenda er sú að þeir beri sjálfir ábyrgð á hæfi sínu”

Þetta er hvorki flókinn né torskilinn texti.

En getur samt þvælst fyrir hinu ágætasta fólki.

Þetta er texti úr keppnislýsingu vegna samkeppni um hjúkrunarheimili fyrir aldraða á Eskifirði og fjallar um hæfi til þáttöku í samkeppninni.

Þessi texti á sér 60-70 ára gamla sögu í samkeppnisreglum Arkitektafélags Íslands. Öll þessi ár hafa þáttakendur í arkitektasamkeppnum borið mikla virðingu fyrir þessu ákvæði og allt gengið vel.

Menn hafa farið varlega og gætt þess að taka ekki þátt í samkeppnum leiki hinn minnsti vafi um vanhæfi þeirra til þáttöku.

Svo fyrir nokkrum misserum kom sú staða upp að samstarfsmaður eins dómarans í samkeppni um hjúkrunarheimilui aldraðra á Eskifirði tók þátt í umræddri samkeppni.  Og ekki bara það heldur skilaði samstarfsmaður dómarans ágætri tillögu og vann til fyrstu verðlauna.

Dómarinn og verðlaunahafinn höfðu á þessum tíma nýlokið við að hanna skóla í Mosfellsbæ í sameiningu ásamt því að taka þátt í samkeppni í fullu hagsmunasamstarfi.

Á lokavikum samkeppninnar sótti dómarinn um að hanna leikskóla í fullu samstarfi við verðlaunahafann.

Félagarnir, dómarinn og sá sem hann tók þátt í að veita fyrstu verðlau á Eskifirði hófu um svipað leyti samstarf um að hanna umræddan leikskóla og hafa nýverið lokið verkinu með sóma sýnist mér.

Dómaranum og keppenda var greinilega vel til vina.

Samkvæmt hefðbundnum skilningi er þarna um “nátengda” aðila að ræða “sem vinna saman að verkefnum”. Samkvæmt því mátti  fyrstuverðlaunahafinn vita að hann var vanhæfur til þáttöku.

Þegar niðurstaðan lá fyrir var hún eðlilega kærð til kærunefndar útboðsmála sem komst að þeirri niðurstöðu að svipta þyrfti vinnigshafann verðlaununum enda var hann álitin vanhæfur til þáttöku.

Það var almenn ánægja með þessa niðurstöðu úrskurðarnefdarinnar í hópi þáttakenda enda væri þarna ella  stigið skref inn á óheillabraut.

Þessu gat verðlaunahafinn ekki unað og höfðaði mál til riftunnar niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar.

Síðasta vetrardag fell í héraðsdómi Reykjavíkur dómur í málinu varðlaunahöfunum í vil.  Hérasðsdómarinn taldi riftunina ólöglega og keppendanum aftur dæmd fyrstu verðlaun. 

 Eftir að hafa lesið dóminn sýnist mér að dómarinn hafi ekki náð að kjarna málsins. Það hafi orðið flókið í hans huga þannig að hann gat ekki greint málið. Textinn er alls um 13 þúsund orð sem staðfestir þessa skoðun að mínu mati.

 Það er slæmur dómur sem þarna féll og mun hann leggja stein í götu samkeppnisumhverfisins hér á landi.

Málinu þarf að áfrýja og hagsmunaaðilar að taka þetta til rækilegrar umræðu.

Ef ekki verður brugðist við þessu er hætta á trúnaðarbresti milli útbjóðenda og keppenda í samkeppnum með þeim afleiðingum að arkitektar hætta að taka þátt.

Í raun eru samkeppnismál í uppnámi ef akki verður brugðist við þessari túlkun dómarans.

Þessi dómur er auðvitað fordæmisgefandi og fordæmið er slæmt. Ég held að Arkitektafélagið ætti að fá siðanefnd félagsins til þess að undirbúa vandaðan félagsfund um málið.

Hér má lesa dóminn í heild sinni:

http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=E201101307&Domur=2&type=1&Serial=1&Words

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (40)

  • Samkvæmt textanum úr keppnislýsingunni er í sömu grein sagt að hvorki dómari né samstarfsmaður megi taka þátt í samkeppninni.

    Ef samstarfsmanni er það heimilt (samkvæmt dómi) þrátt fyir skýran texta sem segir annað, þá má dómarinn það líka…

    Þessir aðilar eru lagðir að jöfnu í greininni!!

    For kræst sjeik….

    Er þettta fólk gjörsamlega úr öllu sambandi við samvisku sína?

  • Heimasíða AÍ er eitthvað að lifna við. En ekkert er komið frá stjórn.

  • Í nokkra daga hef ég velt því fyrir mér að blanda mér í þessa umræðu og ætla að benda á smávægileg atriði, en tel best að hafa smá formála.

    Ég skrifa undir nafnleynd, og í reyn er það svo að nafn mitt skiptir engu fyrir það sem ég hef fram að færa. Aftur á móti tel ég rétt að taka það fram að ég sé að læra lögfræði og horfi því á málið út frá því sjónarhorni.

    Hér að framan er mönnum tíðrætt um það, að dómarinn hafi verið með „ritræpu“. Vildi ég bara benda ykkur á það að raunverulegur hluti dómarans í þessu máli er u.þ.b. 4000 orð eða 1/3 af texta dómsins, annað kemur frá málsaðilum sjálfum að mestu leiti. Þannig að þið getið ekki hæðst að dómaranum með þessum hætti, vilji þið gæta sanngirni.

    Nú þá er það hitt, þið bendið á að dómarinn sé að flækja málið og dæma ranglega (ekki ætla ég að leggja mat á það). Aftur á móti er ágætt að hafa það í huga að um einkamál sé að ræða og því er dómarinn bundinn að málsástæðum málsaðila og rökum þeirra, þ.e. hann getur ekki dregið inn í málið hluti sem ekki koma fram í stefnu og greinargerð aðila sem og málfultningi þeirra. Þar af leiðandi eru hendur dómarans verulega bundnar. Auk þess má benda á að dómarinn fer aðeins eftir lögunum og því er það ekki við hann að sakast þó að hann dæmi eftir löggjöf sem menn eru ekki sáttir við. Í þeim tilvikum þarf að höfða til alþingis og fá í gegn ný lög til að leiðrétta það sem betur má fara.

    Þá getur það verið þannig að niðurstöður dómara séu misjafnar og fer það að hluta til eftir hvaða aðferð dómarinn vinnur, en í grunninn vinna allir dómarar eftir sama kerfi og í reynd eru klofnir dómar ekki algengir, þó þeir þekkist vissulega.

    Að lokum ætla ég að taka það fram að ég hef ekki lesið mig í gegnum dóminn í heild.

    (P.S. Þetta verður að teljast frekar stuttur dómur 🙂 Ekki nema u.þ.b. 12 bls, sem er nokkuð stuttur dómur þannig lagað, þeir eiga það til að fara upp í allt að 90 bls!)

  • Pétur Örn Björnsson

    Heyr, heyr Hilmar.

  • Hilmar Þór

    Þetta er búin að vera aldeilis runan í athugasemdunum.

    Ég gaf undir fótinn með að hleypa mönnum að undir nafnleynd. Það gerði ég í von um að Kristján (nr 10) eða einhver annar “deep throat” gæti upplýst um vanhæfi í samkeppnum á fyrri árum. En það gerðist ekki. Sennilega vegna þess að þetta er einsdæmi. Menn hafa eins og áður er getið borið mikla virðingu fyrir vanhæfisákvæðinu þar til nú. Þetta er alvarlegt mál sem stjorn Arkitektafélagsins verður að taka á með festu.

    Dómurinn bíður uppá beintengingu milli dómara og keppenda eins og Stefán Benediktsson orðar það.

    Hitt verð ég að segja að ég er undrandi að ekki skuli vera komin einhver viðbrögð frá stjórn AÍ, samkeppnisnefnd og siðanefnd félagsins inná heimasíðu AÍ þar sem félagar eru upplýstir um viðbrögð félagsins og hvaða stíg þeir hugsa sér að feta í málinu. Þetta er grafalvarlergt mál og varðar stéttina miklu.

    Ef ekki verður haldinn fundur strax í byrjun vikunnar með þessum aðilum og lögmanni félagsins er illa komið fyrir því ágæta fólki sem eiga að gæta hagsmuna byggingarlistarinnar og arkitektastéttarinnar í landinu.

    Nú er einungis hægt að lesa á heimasíðunni einskonar fréttatilkynningu um að dómur sé fallinn og ekki eitt orð meira um það.

    Það hlýtur að draga til tíðinda af hálfu AÍ strax fyrir hádegið á morgunn. Annars er ég illa svikinn.

    Ég legg áherslu á að menn tjái sig hér undir fullu nafni. Þannig vega orð þeirra þyngra og það er tekið meira tillit til skoðanna sem þannig eru fram settar.

    Annars er aðalatriðið að öll dýrin í skóginum séu vinir.

    Er það ekki bara?

  • Litli landsímamaðurinn

    Auðvitað veit Hilmar ip tölurnar og hann er greinilega alveg sáttur við að einhverjir beiti nafnleynd, til að sprengja þagnarmúrana og til að örva umræðurnar. Og hann virðir það.

  • þorgeir jónsson

    einhvern nafnleysingja. Yfir til þín Pétur….

    Svo má til gamans geta, að ég þekki mann sem getur séð hver er ip notandinn án þess að hakka síðuna….svo það fer lítið fyrir raunverulegu nafnleysi ef út í það er farið.

  • Pétur Örn Björnsson

    Lastu ekki ummæli 28, 29 og 30?

    En annars takk fyrir hlýleg orð í minn garð, ég mun ekki erfa þau við þig, nema síður sé. Opnum umræðuna upp á gátt.

  • Pétur Örn Björnsson

    Við hvern ertu núna að tala Þorgeir?

  • þorgeir jónsson

    Tjáningarfrelsið er dýrmætt. Þeir sem koma fram undir nafnleynd eru að grafa undan þessu fresli. Þú sem verður að nota nafnleynd til að segja eitthvað mikilvægt en þorir því ekki af hræðslu við „hefnd“ ættir ekki að tjá þig, heldur vera áfram huglaus og láta þá sem koma fram undir nafni sjá um málin.

    Það má vel vera að þetta sé einhver miðalda skoðun í anda rannsóknarréttarins, en tjáningarfrelsið er mikilvægara.
    Nafnleysinginn er óvinurinn.

    Ég var ekkert að fara fram á að eitt eða neitt verði fjarlægt af þessu bloggi, því auðvitað er það Hilmars að ákveða það…bara að rjúfa nafnleyndina ef menn fara í einhliða persónulegt skítkast í skjóli hennar. Gott að vita það fyrirfram….svona fyrirbyggjandi aðgerðir skiluru, til verndar þessu frábæra bloggi Hilmars.

    Komum fram undir nafni og segjum skoðun okkar umbúðalaust, það er alltaf best.

  • Pétur Örn Björnsson

    Þar sem ég er heiðarlegur og góður strákur, þó ég segi sjálfur frá, þá tek ég fram að ég ber aðeins ábyrgð á ummælum „Meðan ég enn má mæla“ og undir mínu þjóðskrárnafni.

    En svo langar mig að segja það alveg sérstaklega, að stjórn og formaður AÍ ættu að vera þakklát fyrir alla gagnrýni, því hennar er svo sannarlega þörf nú á tímum. Og í stað þess að fara í skotgrafir, ættum við öll, félagar í AÍ, að stefna að samstöðu og einingu … líkt og Hilmar Gunnarz hvetur til … um öll okkar brýnustu hagsmunamál, sem fagstéttar og þar reynir á stjórn og formann AÍ að standa sig í stykkinu … fyrir okkur öll innan AÍ. Mun ég þá þegja og gjörast sáttur við hlutskiptið.

  • Pétur Örn Björnsson

    Alveg hikstalaust, ég sver það:-)

  • Pétur Örn Björnsson

    Og nú verð ég brennimerktur, en samt mun ég mæla:-)

  • Pétur Örn Björnsson

    Vel mælt Hilmar Gunnarz,

    en þú sérð að þau mál sem ég hreyfði við eru svo eldfim og mikið sannleiksgildi í þeim, að ég vissi að ég færi strax á bálið vegna þeirra, hvort heldur væri undir nafni eða nafnleynd.

    Ég valdi því nafnleyndina til að hreyfa við málum. Annars væri ég kominn á bálið, en nú vilja einhverjir leita mín með logandi ljósi til að brennimerkja mig um aldur og ævi. Vona að menn skilji því af hverju ég kaus hér nafnleyndina, miðað við viðbrögð sumra.

    Þöggunin í þessu samfélagi er með ólíkindum og hefur aldrei verið meiri en í darraðardansinum eftir hrunið, en mikið vildi ég líka að samstaðan væri meiri en sundrungin og eftir því kalla ég og þegar loftið kyrrist og hreinsast af lævi, þá mun ég óhræddur og gagnrýninn skrifa undir fullu nafni. Því heiti ég, með öllum mínum tíu fingrum upp til guðs.

  • Hilmar Gunnarz

    Er þetta ekki bara gott dæmi um að arkitektar þurfi að taka til í sínum málum. Ef til vill ættu arkitektar að leita í auknum mæli til fagaðila með málefni sín, rétt eins og þeir gera þegar þeir hanna mannvirki: leita álits sérfræðinga.

    Varðandi málefni arkitekta almennt vil ég segja þetta: á Íslandi eru starfandi tvö félög, AÍ og FSSA. Annað félagið heldur utan um alla arkitekta sem kæra sig um þáttöku og hitt félagið samanstendur af stærri og reyndari stofum. Ég á von á því að allir félagar FSSA séu félagar í Arkitektafélaginu. Án þess að vera með neinar samsæriskenningar, þá ímynda ég mér að það síðarnefnda sé óhjákvæmilega þrýstihópur innan Arkitektafélagsins. Það er umhugsunarvert.

    Ef menn geta ekki rætt álitamál sín opinberlega án þess að vera grýttir, þá er eitthvað mikið að. Þá færist öll umræða inn í „reykfyllt bakherbergi.“ Ég er mótfallinn nafnleynd í opinberri umræðu og finnst að við ættum að stefna að einingu í stað sundrungar.

  • Meðan ég enn má mæla

    En vitaskuld er okkar ágæta síðuhaldara það fullkomlega frjálst, að fjarlægja ummæli,

    hvort heldur þau eru undir nafnleynd eða undir fullu nafni, sé það hans skoðun að þau brjóti velsæmismörk. En við sem að höfum hér tjáð okkur undir nafnleynd kærum okkur ekki um að vera sviptir hér nafnleynd, tjargaðir svo og kastað svo á bálið.

    Þannig að það er Hilmars að ákveða
    hvort hann fjarlægi einhver ummæli, en ekki þín Þorgeir.

  • Meðan ég enn má mæla

    Ég hef greitt félagsgjöld til AÍ, eins lengi og elstu menn muna.
    Mér er því frjálst að gagnrýna það sem mér og fleiri blöskrar.

    Og það er einkum undirlægjuháttur félagsins gagnvart stóru verkfræðistofunum. Og þeirri skoðun deila mjög margir kollegar okkar með mér. Nú er það stjórnar og formanns að svara þeirri gagnrýni á heiðarlegan hátt, í stað þess að æsa sig upp og krefjast þess að einn vesæll gagnrýnandi skuli, sem friðþæging, sviptur nafnleynd, kaghýddur og tjargaður um aldur og ævi.

    Hvurs lags kaþólskur rannsóknardómstóll frá hinum myrku miðöldum er þetta eiginlega, sem Þorgeir krefst hér?

  • Meðan ég enn má mæla

    Hvar er „meiðandi sálarskrif“ við fyrrgreind ummæli?
    Er það þetta með nefið, hikstann eða hnerrann?

    Og það er orðið eins og einhver pólitískur rétttrúnaður,
    ef má maður má ekki spyrja um það hvort stjórnin vinni þarft verk eða ekki?

  • Sigurður Ólafsson

    Sammála Þorgeir Jónssyni. Nafleynd á ekki að leyfast nema í sérstökum rökstiddum tilfellum. Hugsanlega þannig að ányrgðamaður þessa framúrskarandi bloggs birti athugasemdirnar i umboði þess sem ekki getur af einhverjum ástæðum ekki komið fram undir fullu nafni

  • þorgeir jónsson

    Guð forði okkur frá nafnleyndinni. Ef þið getið ekki staðið við það sem þið segið, þá er ekkert mark á ykkur takandi. Reynið að hafa nógu sterkt sjálfsmat til að að skrifa hér undir réttu nafni.

    Hilmar: Ef í skjóli nafnleyndar einhver á þessari síðu skrifar meiðandi sálarskrif undir nafnleynd skaltu birta nafnið. Eins og M’EEMMIÐ hér á undan.

  • Meðan ég enn má mæla

    Einnig ber að nefna, að liðir 1, 2, 3, 4 og 5 komu einnig mjög sterklega til greina og þar er ekki hvað síst kosinni stjórn og sér í lagi formanni félagsins, Loga Má, um að kenna, enda virðist manni stundum, að stjórn og formaður hafi alveg gleymt því að berjast fyrir hönd hins almenna félagsmanns, en meira hugsað um að hafa stóru stofurnar góðar, en þær liggja svo allar marflatar undir risa-verkfræðistofunum, sem ætla víst að sigra heiminn, en það sagði Steinn Steinarr, að þá þyrftu menn amk. að setja upp spekingslegan svip og fá sér í nefið.
    Ekki veit ég um nef stjórnar og formanns, en í nefið þurfa þeir að fá og fríska andann og skerpa sýn sína á hinn félagslega vanda. Og það er allt í lagi að hnerra í snýtklútinn, en ef hikstað er , þá skulu hugsað: Hvað gerðum við nú á hlut kollega okkar?

    Er þetta nokkuð of sagt hjá mér, fyrst allir eru komnir á trúnó?

  • Meðan ég enn má mæla

    6, tvímælalaust liður 6.

  • Málefnalegur debatt lifi i skjóli nafnleyndar

    Ég átti við að vonandi væri liður 6 skýringin á þögn arkitekta á heimasíðu félags þeirra

  • Nú munu takast á stétt orðsins (lögfræðingar) og stétt sjónrænar upplifunar (arkitektar). Við væntum niðurstöðu eftir 1000 ár. 😉

  • Málefnalegur debatt lifi i skjóli nafnleyndar

    Arkitektar eru félagslega slappir þó svo að nánast engin sérgrein sé eins mótandi félagslega og stétt arkitekta.

    Á heimasíðu Arkitektafélgsins er þetta hörmungarmál kynnt en ekkert comment hefur komið á þessari stundu frá félögunum.

    Ástæðurnar kunna að vera sex…. kannski fleiri

    1. Að arkitektar séu félagslega vanþroskaðir
    2. Að arkitektar telji þetta eigi að vera svona
    3. Að arkitektar þori ekki að tjá sig
    4. Að arkitetum sé slétt sama
    5. Að arkitektar séu í öngum sínum, ráðþrota hvað varðar atvinnuástand stéttarinnar.
    6. Að enginn arkitekt heimsæki heimasíðu Arkitektafélagsins.

    Sem vonandi er skýringin.

    Slóð á heimasíðu AÍ er þessi:

    http://ai.is/?p=3436

    Tek undir með frummælanda: Það er betra að tjá sig undir nfnleynd en alls ekki!

  • Pétur Örn Björnsson

    Og til þess þarf ekki sífellt stærri og flóknari og ósjálfbæran eftirlitsiðnað og kílómetrana af lagavaðli og stöðluðum vafningum, heldur þvert á móti og það er flestum augljóst, nema þeim sem kjósa að níða niður allt lifandi og frjótt. Því gildir sem fyrr:

    Less is more!

  • Hörður Pétursson

    Ég er alveg sammála um ábyrgð þáttakendanna en leyfi mér samt að efast um þátt dómarans í þessu máli. Má ekki vera að hann hafi þekkt tillögu kollega sinna þrátt fyrir nafnleyndina? Það er alls ekki vandasamt verk að þefa upp stílbrigði einstakra arkitekta, hvað þá náinna samstarfsaðila! Það kæmi mjög á óvart ef ekki hafi læðst að honum minnsti grunur um að hér væru vinir hans og kollegar á ferðinni! Ja ef svo er, væri þá ekki réttast að víkja, rétt eins og það hefði verið réttast að taka ekki þátt þegar samstarfsmaður þinn situr í dómnefnd!

  • Pétur Örn Björnsson

    Vel er mælt Kristján, „Samviskan kallar“ og Hilmar!

    Málið snýst um siðferði, traust og heiðarleika.

    Hefur hér myndast gjá milli … og líti nú hver í sinn barm.

    Arkitektastéttin er ekki sú besta, en hún er langt í frá sú versta.

    Hvað með verkfræðistéttina? Hvað með læknastéttina? Hvað með stjórnmálstéttina? Hvað með, já hvað með sjálfa lögfræðistéttina? Nú er ekki hægt að ræða við neinn innan kerfisins, án þess að lögfræðingar vomi þar yfir, en samt hefur siðferðinu og traustinu og heiðarleikanum hrakað. Ekki orð af móaviti né þúfna, bara ósjálfbær illgresis eftirlitsiðnaður, sem drepur niður heiðarlega umræða og nálgun.

    Hér er eitthvað meira en lítið að. Það er kominn tími til að allir, ég sagði allir, líti í sinn eigin barm og spyrji á hvaða leið þetta samfélag sé, þar sem traust manna í milli er komið niður í skítinn.

  • Hilmar Þór

    Eins og áður hefur komið fram þá er þetta afar einfalt mál sem ekki ætti að geta farið úrskeiðis.

    Ég tek eftir því í ummælum og í dómnum að dómarinn er dreginn inn í málið og vanhæfi hans gert að umtalsefni. Hann var ekki vanhæfur (eins og “samviskan kallar” segir) hinsvegar bar honum að gera trúnaðarmanni og meðdómurum sínum grein fyrir tengslunum strax og nafnleynd var rofin. Þá hefði verið rétti tíminn til þess að taka afstöðu til málsins og dómarinn verið hugsanlega laus allra mála. En það gerði hann ekki. Hinsvegar, eins og fram hefur komið var það gjörsamlega útilokað að keppandinn væri hæfur ef marka má þær upplýsingar um samstarf þeirra sem liggur fyrir. Keppandinn vissi hver dómarinn var en dómarinn vissi (vonandi) ekki hver keppandinn var.

    Svo má ekki gleyma því að keppandin hafði tækifæri til þess að spyrja trúnaðarmann um hæfi sitt áður en hann hóf vinnu við tillögugerðina. Það er ekki óalgengt að slíkt sé gert leiki hinn minsti vafi á hæfi þáttakenda.

    Ef slík fyrirspurn hefði borist trúnaðarmanni hefði henni verið svarað að undangenginni ítarlegri skoðun og jafnvel umfjöllun í siðanefnd Arkitektafélagsins eða öðrum sem þekkingu hafa á slíkum málum.

    Það sem gerir þetta mál sérstakt er í fyrsta lagi að keppandinn hafi ekki velt vanhæfi sínu fyrir sér og svo þegar nafnleynd var rofin að dómarinn hafi ekki þá strax gert meðdómurum sínum grein fyrir tengslunum.

    Það er ástæða til þess að velta því fyrri sér.

    Að lokum langar mig til þess að segja að þessi færsla á varla heima hér á vefsíðunni vegna þess að hún snertir þröngt svið. Ég hef reynt að beina skrifum mínum þannig að þau veki áhuga og þáttöku almennings í umræðu um arkitektúr, skipulag og staðarprýði.

    P.S. Ég kannast ekki við vanhæfismál sem ekki hafa verið kærð í 70 ára sogu samkeppna á íslandi. Fróðlegt væri ef Krisján benti á slík dæmi. Ég hef ekkert á móti því að þær upplýsingar væru settar fram undir nafnleynd.

  • Samviskan kallar aftur

    Kristján
    Þetta er vandað innlegg hjá þér. Grundvöllur allra samskipta er traust….. Ekki reglugerðir og lög.
    Hinsvegar er þessi dómur mjög vitlaus eins og fram kemur í þínu máli. Þarna er verið að hengja bakara fyrir smið. Það var ekki dómarinn sem braut af sér þvi hann vissi ekki hverjir þáttakendurnir voru vegna nafnleyndarinnar. En þáttakendurnir vissu hver dómarinn var og þess vsgna voru þeir vanhæfir…. Ekki dómarinnn

  • Er ekki bara málið að þetta er í fyrsta skipti sem svona tengsl eru kærð ? Allavegana er þetta ekki í fyrsta skipti sem það eru sterk tengls á milli keppanda og dómara í þessu litla samfélagi okkar. Það er ljóst.

    Og með því að kæra dómarann, er þar með ekki 60 til 70 ára gamalli sögu samkeppna á íslandi, þar sem heiðarleiki og traust hefur ráðið ríkjum, loks dreginn í efa? Dómara er skyndilega ekki treyst og það er efast um heiðarleika hans !

    Ef við höfum ekki traust og byrjum að efast um heiðarleika kollegana þá getum við alveg eins hætt með þessar blessaðar samkeppnir.

  • Pétur Örn Björnsson

    Kannski þessi Héraðsdómari ætti að minnast einfaldleika boðorðanna 10 og reyna að læra stílinn af þeim: Less is more.

  • Pétur Örn Björnsson

    Tek undir þennan góða pistil Hilmars, sem og athugasemdir flestra. Þetta er ekki flókið og ætti að vera öllum augljóst. Spurningin snýst um það hvort menn ætli að reyna að þverbrjóta einfaldar og afskaplega skýrar reglur. Geri þeir það, þá hafa þeir fyrirgert rétti sínum. Svo augljóst er það.
    Þar skal eitt yfir alla ganga, því annars ríkir hér siðleysið eitt.

    En kannski þessi Héraðsdómari sé ekki vandur að virðingu sinni?
    En ritræpu hefur hún næga … 13.000 orð … hvílík steinsmuga.

  • Hörður Pétursson

    Það er alveg ótrúlegt hvernig dómstólar geti komist að slíkri niðurstöðu. Vanhæfið er augljóst. Hártoganir, útúrsnúningarnar og lagaflækjur dómsins eru hreint út sagt með ólíkindum. Allt þetta mál er til háborinnar skammar og hvorki til að auka vegsemd stéttarinnar né til að bæta upp þá álitshnekki sem þessi „ólögmæta verðlaunasvipting“ ku hafa haft í för með sér.

  • Samviskan kallar

    Það kemur fram í dómnum að hann byggir á vangaveltum um hvort dómarinn (Einar Ólafsson) hafi verið vanhæfur. Hann var það alls ekki. Heldur leikur vafi á hæfi þáttakandans til að leggja inn tillögu í samkeppninni.

    Svo er fjallað um ýmis tæknileg atriði en engin siðræn álitamál.

    Í tilvitnunni í upphafi færslunnar er talað mannamál sem allir skilja og það er að teiknistofan Einrúm hafði ekki þáttökuheimild. Stofan tók áhættuna og tapaði. Málið ætti þar með að vera búið og hlutaðeigandi ættu að skammast sín fyrir atferlið.

    Í dómsorðinu er mikið talað um eitthvað sem kallað er “valdþurrð”, sem sennilega er lagatæknilegt hugtak til þess fallið að fyrra venjulegt siðað fólk frá málinu.

    Þetta er eins og Stefán og Guðl. Gauti nefna ótrulegur rugldómur.

    Afsakið nafnleyndina. Fyrir henni liggja persónulegar ástæður.

    Skilaboðin eru; Lesið dóminn

  • Guðl. Gauti Jónsson

    Mar… mar bara skiluretta ekki?

  • stefán benediktsson

    Ótrúlegt rugl sem býður upp á beintengingu keppenda inn í dómnefndir

  • Sigurður Ólafsson

    Ásgerður Ragnarsdóttir er auðvitað fær lögmaður. Henni hefur þarna tekist að rugla vesalings dómarann í ríminu. Eða er þetta kannski bara hin svokallaða „lagatækni“ eins og Jónas Kristjánsson kallar það? Í öllu falli er þetta eihver sá ranglátasti dómur sem hefur lengi sést.

  • Árni Ólafsson

    Þjóðin er enn í viðjum Njálu. Dýrkeypt.

  • Hlöðver

    Með dómi þessum er lögð styrk stoð undir klíkusamfélag gamla Íslands

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og einum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn