Miðvikudagur 21.09.2011 - 11:45 - 7 ummæli

Skemmtilegt götulíf í Kaupmannahöfn

 

.

Að ofan gefur að líta skemmtilega kvikmynd frá Kaupmannahöfn sem sýnir götulíf sem alla dreymir um. Þarna fer fólk um í sporvögnum eða gangandi og hjólandi. Bíllinn er víkjandi fyrir reiðhjólum og gangandi. Þarna sjást læknar og lögfræðingar hjólandi ásamt ástföngnum sem leiðast meðan þau hjóla.

Höfnin er full af lífi. Sjómennirnir koma síðdegis og selja afla  sinn gestum og gangandi. Bændur mæta með afurðir sínar og selja á torgum.

Þetta er auðvitað liðin tíð og allt mjög rómantískt.

Við getur samt lært af þessu. Þó ekki væri nema að opna augu okkar fyrir þeim tækifærum sem liggja í höfnum landsins. Ég nefni Hafnarfjarðarhöfn og Reykjavíkurhöfn þar sem verið er að leggja dauða hönd á bryggjulífið þar sem hafnarstarfsemi tekur til fótanna og leggur á flótta undan lúxusíbúðum, hótelum, verslunar- og menningarhúsum.

Að neðan er svo stutt stemmingsmynd frá Kaupmannahöfn 74 árum seinna þegar um helmingur íbúa borgarinnar (um 500 þúsund manns) nota reiðhjól á hverjum degi til þess að komast leiðar sinnar.

.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Hilmar Þór

    Eftir að Stefán Benediktsson hefur bent á að þetta sé eins og auglýsing fyrir „shared street“ þá sé ég ekki annað út úr myndinni.

    Ég viðurkenni að ég sá þetta ekki áður en nú sé ég að í árdaga einkabílsins hafa allar götur borganna verið shared streets. Svo tók bíllinn völdin eins og Sveinn bendir á og nú er hann sjálfur að ganga af sér dauðum í borgunum. Byltingin étur börnin sín.

    Þessi skarpa arhugasemd Btefáns setur mann í önnur tengsl við vandamálið; bílar í borgum.

  • Svona var sem sagt götulífið yndislegt áður en bílarnir tóku völdin og gerðu fólkið að þrælum sínum.

    Bíllinn er orðinn stærsti einstaki kostnaðarliður vísitölufjölskyldunnar.

    Fólk ver meiri fjármunum í bíla sína en börn og tíminn sem fer í að vinna fyrir bílnum er meiri en fólk notar í gæðastundir með börnum sínum.

  • stefán benediktsson

    Gaman að sjá þessar myndir af þessum þjóðflokki „sem lagt hefur svo mikið af mörkum til sögu hvíta kynstofnsins. Víkinganna sem fluttu menningu út í myrkustu kima veraldar“. Grínlaust er þetta mögnuð auglýsing fyrir „shared space“ pólitík.

  • Birna Björnsdóttir

    Mikid svakalega er gaman ad sjá thetta gamla myndband frá Kaupmannahöfn 1937. Gaman ad sjá thessar götur og hús sem madur thekkir, med allt ödru götulífi. T.d. myndirnar af Strikinu og Kultorvet sem eru adeins fyrir gangandi fólk núna.
    Ef vel er ad gád thá sést ad sídustu sekúndurnar í gömlu myndinni (frá 8:24), eru teknar á sama stad og fyrstu 50 sekúndurnar í nýju myndinni, vid enda Dronning Louises Bro sem er brú yfir vatnid frá midbænum og til Nørrebro. Í gömlu myndinni sést ad tharna hefur verid hringtorg, thar sem sporvagnar keyrdu í gegnum, nú er thetta bara venjuleg gatnamót med ljósum.

  • Sveinbjörn

    Mér skilst að það séu að minnstakosti 3 hótel fyrirhuguð við gömlu Reykjavíkurhöfn og að það eigi að rísa luxusíbúðir við Mýrargötu. Slippurinn er að hverfa og bryggjulífið tekið af lífi. Steindauður hafnarbakkinn verður svo færður útlendum gestum hótelanna og skartklæddum neytendum hámenningarinnar.

  • Guðmundur

    Eitt af uppáhaldsmyndböndum mínum er þetta hér, sem sýnir frá ferð með sporvagni um götur Barcelona árið 1908:

    http://youtu.be/kJdwzY1o7k8

    Og lýsandi ummæli fyrir neðan það:

    „Recreating similar footage of the same tram ride today would make this a 2 hour video.

    We would have to stop and wait for:

    – 306 signal lights

    – 148 stop signs

    – 42,000+ other motorists all trying to jam their way through the city“

  • Ekki gleyma hvernig þeir rústuðu Noðrurbakkanum í H.fj. með alltof mörgum viðbjóðs sterílum blokkum þegar hefði veriðhægt að skapa e-ð huggulegt hverfi

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og þremur? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn