Föstudagur 12.04.2013 - 08:42 - 9 ummæli

Verðlaun fyrir lítil hús

 

Gorgious-Nevis-Pool-Pavilion-by-Robert-M_-Gurney-2

 

Það var gaman að frétta að samtök arkitekta í USA (The American Institute of Architects (AIA)) velja 10 bestu  „litlu“  byggingalistaverkin í Bandaríkjunum á hverju ári.

Eitt þeirra sem fékk viðurkenninguna í ár er litla húsið sem birtar eru myndir af  hér í þessari færslu.  Það er lítið baðhús tengt sundlaug í Lewes í Maryland í USA eftir Robert M. Gurney arkitekt. Ég ætla ekkert að skrifa um þetta litla hús en segja að það sver sig í anda byggingarlistar svæðisins og er laust við þá alþjóðahyggju nútíma arkitektúrs sem allt er að drepa.

Mikið væri gaman ef einhverjir aðilar tækju sig til og veittu 10 litlum byggingalistaverkum viðurkenningu fyrir ágæti sitt á hverju ári hér á landi.  Af nógu er að taka og framtakið yrði hvatning  til góðra verka fyrir unga arkitekta og skjólstæðinga þeirra.

Hér er slóð að góðu íslensku dæmi um lítið hús sem veitt var Menningarverðlaun DV á þessu ári. Pistillinn var skrifaður allnokkru áður en verðlaunin voru veitt.

http://blog.dv.is/arkitektur/2012/08/09/kollgatan-i-lystigardinum/

Heimasíðu Gurney má finna hér;

http://www.robertgurneyarchitect.com/

 

Amazing-Nevis-Pool-and-Garden-Pavilion-by-Robert-M_-Gurney-5

beautiful-Garden-Pavilion-by-Robert-M_-Gurney-1

Skúlptúrinn sem sjá má framan við húsið minnir nokkuð á það sem fjallað var um á eftirfarandi slóð;

http://blog.dv.is/arkitektur/2011/10/12/skemmtilegt-frumlegt-og-fallegt-framtak/

Beautiful-Pool-Garden-Pavilion-by-Robert-M_-Gurney-6

amazing-Pavilion-by-Robert-M_-Gurney-10

 

E148502-3

Eins og sjá má af grunnmyndinni er hér um að ræða byggingu sem sennilega er eitthvað um 30 fermetrar.

Sjá einnig:

http://www.bdcnetwork.com/aia-selects-recipients-its-2013-small-project-awards

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Hilmar Gunnarz

    Bara dásamlega fallegt hús og frábær hugmynd hjá Hilmari.

  • Pétur Örn Björnsson

    Ég hreint út sagt elska svona hrífandi tímalausan einfaldleika.
    Úrvinnsla forms, fúnksjónar og efnisvals þar sem „Less is more“

  • Frábært dæmi um tímalausan arkitektúr,Hilmar!
    Spurningu minni:“endalok sýndarmennsku í augsýn?“(Lesbók Mb. 2009) er hér svarað með fyrirmyndar dæmi um sterkt
    samband byggingar og landslags,einfalt og brellulaust !

  • Hlöðver

    Ógeðslega flott bygging.
    Maður er orðlaus!

  • Þórður Jónsson

    Apropos Menningarverðlaun DV í Byggingarlist. Skoðið ummælin við þennan pistil:

    http://blog.pressan.is/arkitektur/2011/02/25/menningarverdlaun-dv-2011-byggingalist/

  • Engilbert

    Góð hugmynd hjá könunum. Öll þessi verðlaunuðu monthús ná ekki til okkar almennings. Þetta litla fallega hús höfðar til almennings og manneskjunnar í okkur. Gaman væri ef samtök íslenskra arkitekta tækju þá amerisku sér til fyrirmyndar og hleyptu svona viðurkenningu af stokkunum.

  • Snjöll hugmynd sem einhverjir ættu að hrynda í framkvæmd sem fyrst. Það er snjallt að velja ekki eitt sem er best heldur 10 góð meðal jafningja. Verkin ættu að hafa kostnaðarþak uppá svona 30 millur.

    Þetta er upplagt verkefni fyrir Hús og hýbýli í samvinnu við einhverja menningarsinnaða aðila.

    Annars eru byggingalistarverðlaun DV margdauð.

    Þau dóu fyrst þegar Aðalsteinn Ingólfsson hætti á blaðinu og svo aftur þegar Jónas Kristjánsson hætti sem ritstjóri og svo aftur þegar Thor Vilhjálmsson dó (Thor setti mikinn svip á Menningarverðlaunin) En rekunum var endanlega kastað þegar klíka arkitekta tók að sér dómnefndarstörfin alfarið og þriðja manninum í dómnefn var úthýst. Það var gjarna sagnfræðingur, listfræðingur, ljósmyndari, rithöfundur eða eitthvað annað en arkitekt. Þriðji maðurinn lyfti niðurstöðunni up á ásættanlegt plan.

    Um tíma voru menningarverðlaun í byggingarlist eiginlega skammarverðlaun.

    • Hilmar Þór

      Svei mér þá, ég held ég læki þetta bara hjá þér Jón!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og einum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn