Færslur fyrir október, 2014

Föstudagur 31.10 2014 - 11:29

Ákveðni og Frekja

Líklega koma ofangreind tvö hugtök fyrir á hverjum degi í pólitískri umræðu en mörkin eru oft óljós. Á sálfræðivefnum www.persona.is má finna eftirfarandi skýringu: Hvað er heilbrigt og sjúklegt fer stundum eftir því hvað við komumst upp með. Hvar eru mörkin milli hins jákvætt hlaðna orðs ákveðni og frekjunnar sem er með neikvæða hleðslu. Ákveðni […]

Þriðjudagur 28.10 2014 - 21:36

Samfélagsábyrgð ÁTVR

Undarlegt hlýtur að teljast að álagning ÁTVR skuli vera lægri eftir því sem alkohól magn eykst í hverri flösku. Varla er sú staðreynd til marks um að ÁTVR vinni með ,,samfélagslegri ábyrgð“ að meginmarkmiði áfengislaga um að ,,vinna gegn misnotkun á áfengi“ ? 14. gr. Álagning ÁTVR á áfengi með 22% eða lægra hlutfall af […]

Mánudagur 27.10 2014 - 20:17

Heilagar kýr

Flestir Íslendingar flissa með hæfilegri vandlætingu þegar minnst er á að í sumum trúarbrögðum séu kýr tilbeðnar og álitnar heilagar.  Talið er að heilagleiki kúa eigi rætur sínar að rekja til þess tíma er kýr voru tekjuskapandi fyrir eiganda sinn, og enn eimir eftir af þeirri hugsun samanber orðatiltækið ,,cash cow”  Á Indlandi þar sem […]

Mánudagur 27.10 2014 - 10:26

Sjálfbærni ÁTVR

Líklega er ársskýrsla ÁTVR ekki á náttborði margra. Yfir einokunarverslun ríkisins er ekki nein stjórn en eins og segir í reglugerð ,, Forstjóri ber ábyrgð á gerð ársskýrslu fyrir hvert ár og kynnir hana fyrir ráðherra.“ Heildarkostnaður við gerð síðustu ársskýrslu nam hvorki meira né minna en 4,2m. en þó dróst skýrslan saman úr 82 […]

Sunnudagur 19.10 2014 - 22:23

Orwellska Ögmundar

Í bók George Orwell 1984 er samfélagi lýst þar sem ríkisvaldið hefur náð að umpóla öllum veruleika. Stríð er friður, fáfræði er viska og sannleiksráðuneytið framleiðir sannleikann. Ögmundur Jónasson hefur ítrekað fullyrt að kaupmenn muni hækka álagningu á áfengi með þeim afleiðingum að verð til neytenda muni hækka. Ögmundur ber fyrir sig ónafngreinda menn innan […]

Sunnudagur 19.10 2014 - 12:01

Adolf ,,nei takk“

Adolf Ingi skrifar undarlegan pistil gegn viðskiptafrelsi með áfengi.  Nánar tiltekið er íþróttafréttamanninum í nöp við að sterkt áfengi sé selt á stöðum þar sem einn vill selja og annar kaupa. Nú er það svo að þeir sem aðhyllast viðskipta og atvinnufrelsi myndu ekki amast út í það þó að Adolf segi ,,nei takk“ við […]

Sunnudagur 19.10 2014 - 10:35

Árni Páll – hinn nútímalegi

Nú er það kunnara en frá þurfi að segja að Samfylkingin er klofin í herðar niður.  Annarsvegar er villtasta vinstrið sem studdi Jóhönnu með eignaupptöku(auðlegðarskatt) þjóðnýtingu og reglugerðafargan og svo hinsvegar hinir sem kenna vilja sig við viðskiptafrelsi og eitthvað sem kallað er ,,alþjóðahyggja“ án þess að hugtakið hafi einhverntíman verið útskýrt. Núverandi formaður flokksins […]

Laugardagur 18.10 2014 - 22:10

,,Skorið inn að beini“

Embætti landlæknis ber við ,,manneklu og fjárskorti“ til að sinna samkeyrslu á rafrænum lyfseðlum sem þó er haldið utan um í miðlægu tölvukerfi sem augljóslega er eitt stórt klúður.  Um árabil rak embættið gagnagrunn um umferðarslys sem innihélt fjölda árekstra þvert yfir Atlantshafið. Til að vinna á mannlegum breyskleika telur embættið farsælast að beita boðum […]

Fimmtudagur 16.10 2014 - 09:17

Að segja satt og rétt frá

Stundum er talað um að mikilvægt sé að segja ,,satt og rétt“ frá.  Satt væri þá vísun á innihald fréttar en ,,rétt“ næði þá til hvernig frétt væri orðuð.  Dæmigerð frétt í Morgunblaðinu í dag (sem aðrir fjölmiðlar eiga eftir að orða eins) er ,,Tillaga að þjóðarleikvangi“ Ekkert að innihaldi fréttarinnar en svo þegar kemur […]

Miðvikudagur 15.10 2014 - 08:48

Frosti og viðskiptafrelsið

Sjaldgæft er að stjórnmálamenn tjái sig um málefni sem varða grundvallarhugmyndafræði. Þegar formaður Efnahags og viðskiptanefndar tjáir sig um viðskiptafrelsi er því vert að leggja við hlustir.  Í Morgunblaðinu í dag er viðtal við Frosta Sigurjónsson sem réttilega segir að ef ,,innflutningur verði líklega einhverjum milljörðum dýrari….þá getum við ekki notað þá milljarða í þarfari […]

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur