Laugardagur 18.10.2014 - 22:10 - FB ummæli ()

,,Skorið inn að beini“

Embætti landlæknis ber við ,,manneklu og fjárskorti“ til að sinna samkeyrslu á rafrænum lyfseðlum sem þó er haldið utan um í miðlægu tölvukerfi sem augljóslega er eitt stórt klúður.  Um árabil rak embættið gagnagrunn um umferðarslys sem innihélt fjölda árekstra þvert yfir Atlantshafið. Til að vinna á mannlegum breyskleika telur embættið farsælast að beita boðum og bönnum, hvort heldur er að banna hættulegan varning  nú eða einskorða a.m.k. afgreiðsluhlutverkið við meðlimi í BSRB.

Eins og sést á meðfylgjandi súluriti er ljóst að niðurskurðurinn í heilbrigðisgeiranum hefur ekki bitnað harkalega á embætti Landlæknis og Lýðheilsustöðvar, uppreiknað á föstu verðlagi.

skuldir og rekstur

Rekstrarkostnaður og skuldasöfnun

Alls kostar rekstur embættisins sem flokka má sem yfirbyggingu ofan á heilbrigðisgeirann, skattgreiðendur um 1.100 milljónir á ári sem þó dugar ekki til því embættið hefur bætt við sig um 90 milljónum í skuldir sem velt er frá einu ári til annars.

Eins og títt er með embætti hins opinbera er hverskyns bruðl og sukk fært í fallegar umbúðir. Sjaldan er langt í klysjuhugtakið ,,samfélagsleg ábyrgð“ eða ,,umhverfisvernd“ m.a. með ,,upptöku umhverfisvænna prentara“ Ferðalög og veisluhöld á kostnað skattgreiðenda eru svo undir regnhlífarhugtakinu ,,alþjóðlegt samstarf“ sem þykir í senn nútímalegt auk þess að undirstrika mikilvægið. Þannig er hvergi dregið af og fjöldi málþinga ýmist hér á landi eða erlendis til að ræða spurningar á borð við ,,er hægt að auka útiveru íslendinga?“

Í Hörpu var svo haldið ,,hálfs dags málþing um eftirlit embættisins með lyfjaávísunum“ hvar fengin var erlendur fyrirlesari. Niðurstaða embættisins er að ekki sé hægt að rækja umrætt eftirlit vegna fjársveltis og manneklu sem skiljanlegt er enda málþing í senn kostnaðarsöm og mannfrek. Afleðing getuleysisins vekur svo tímabundna athygli en gleymist líklega fljótt hvort eð er.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur