Færslur fyrir desember, 2014

Sunnudagur 07.12 2014 - 11:03

Ragnheiður bregst ekki vondum málstað

Milton Friedman sagði eitt sinn aðspurður að hann hefði aldrei séð hugmynd að skattalækkun sem honum litist illa á. Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra Sjálfstæðisflokksins virðist aldrei geta séð hugmynd að skattahækkun öðru vísi en að lítast vel á. Einu skattalækkanir sem ráðherranum hugnast eru þær sem hún sjálf útdeilir til þess að kaupa sér atkvæði í […]

Föstudagur 05.12 2014 - 12:09

Grímulaus hagsmunagæsla

Margir hafa varan á sér þegar hagsmunaaðilar tjá sig sem skiljanlegt er. Finnur Árnason er ,,hagsmunaaðili“ sem grímulaust talar fyrir eigin hagsmunum, þ.e. sem neytandi og skattgreiðendi. Faglega er óhætt að hlusta á rökin því finnur hefur augljóslega vit á því sem hann fjallar um.  

Föstudagur 05.12 2014 - 08:46

Hinn mistæki velvilji

Þegar verðtryggð lán voru í senn óhagstæður kostur fyrir lántakendur og afleitur fyrir skattgreiðendur (eða réttara sagt afkomendur þeirra) gerðu stjórmálamenn allt sem þeir gátu til að tryggja ,,samkeppnishæfni“ verðtryggðra lána. Nú hinsvegar vilja stjórnmálamenn banna verðtryggð lán. Nema hvað…..  

Miðvikudagur 03.12 2014 - 10:30

Nútíma stjórnsýsla

Hin ýmsu embætti hins opinbera keppast við alls kyns ímyndarmál undir formerkjum á borð við grænt bókhald, jafnréttisáætlanir og samfélagslega ábyrgð sem gefa færi á fundum og ráðstefnum, hérlendis og erlendis þar sem opinberir starfsmenn villast um í hugsanaþoku hvers annars. Í barnfóstrusamfélagi félagshyggjunnar þar sem hinar ýmsu stofnanir deila út leyfum til alls milli himins og […]

Þriðjudagur 02.12 2014 - 14:15

Brotthvarf Nýja Sjálands frá niðurgreiðslum til landbúnaðar

Niðurgreiðslur til landbúnaðar er venjulega stefna ríkja sem eru nógu efnuð til að framfylgja þeim. Oft á tíðum er slík framkvæmd eyðileggjandi fyrir land, raskandi fyrir markaðinn og hefur, á tímum alþjóðavæðingar, skaðleg áhrif á afkomu bænda í löndum sem eru án slíkrar niðurgreiðslu. Þar sem að niðurgreiðslur stuðla að framleiðslu á landbúnaðarvöru umfram eftirspurn […]

Mánudagur 01.12 2014 - 15:18

Borgun marg borgar-sig

Þó að sala Landsbankans á Borgun sé undarleg, ættu landsmenn frekar að velta fyrir sér hvað greiðslumiðlun, sem í eðli sínu er færsla úr einum gagnagrunnsdálki í annan, raunverulega kostar. Kaupmenn eru rukkaðir um heiftarlegt prósentuálag, leigu á posavélum og neytendur borga árgjald fyrir kort osfrv. Rúsínan í pylsuendanum er svo gengismunur upp á kr. […]

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur