Mánudagur 19.10.2015 - 11:36 - FB ummæli ()

Vont er ranglætið en verra er réttlætið

Nýlega féll dómur í Hæstarétti þar sem starfsmaður Seðlabanka Íslands hafði verið rekinn fyrir umsvifamikil verðbréfaviðskipti í eigin þágu, þvert á allar skráðar reglur um innherjaviðskipti. Hæstiréttur dæmdi hinum opinbera starfsmanni kr.3m. bætur. Már Guðmundsson hinn kæruglaði, sá ekki ástæðu til að kæra starfsmanninn, né heldur Sérstakur Saksóknari enda sérhæfa báðir embættismenn sig í kærum vegna brots á óskráðum reglum og málum er varða svokallaða ,,sefun á reiði almennings“

Má Guðmundssyni tókst hinsvegar að reka starfsmanninn með ólögmætum hætti sem kanski ætti ekki að koma á óvart miðað við Sjóvár, Aserta og Samherja málin. Hinn brottrekni nýtti sér tækifærið og fékk dæmdar bætur vegna uppsagnarfrests. Engu skipti að Hæstiréttur hefði komist að þeirri niðurstöðu að starfsmaðurinn hafði brotið af sér í starfi, slíkt þarf greinilega ekki að vera refsivert.

Fyrir brot á óskráðum reglum eru fyrrum bankamenn hinsvegar dæmdir í margra ára fangelsi og gildir einu þó að í hinum meintu brotum skorti ásetning, ávinning eða endanlegt tjón.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur