Miðvikudagur 06.01.2016 - 09:36 - FB ummæli ()

Íslensk smjörklípa

Formaður bændasamtakanna sýnir sitt rétta andlit ,,grímulaust“ í svargrein í Fréttablaðinu vegna ummæla Finns Árnasonar forstjóra Haga um að nýr búvörusamningur muni kosta skattgreiðendur ámóta upphæð og einn Icesave samningur.

Í grein sinni segir Sindri að ,,megininntak sé að treysta rekstrargrundvöll landbúnaðarins“ og á þar við hinn miðstýrða áætlanabúskap sem hér er stundaður að sovíeskri fyrirmynd. Auðvitað koma hagsmunir skattgreiðenda málinu ekkert við og aldrei kæmi til greina að setja slíkan ,,Iceasave samning“ í þjóðaratkvæðagreiðslu.1375642988-0_jpg__600×457_

Sindri, sem líklega vill ljúka samningi þar sem hann nennir ekki að hafa hann hangandi yfir sér eins og Svavar forðum, ræðir um hugtakið ,,stuðning við bændur“ án þess að nefna að sá stuðningur kostar meðalfjölskyldu í landinu kr. 200.000 í minni kaupgetu á hverju ári. Réttara hugtak væri auðvitað ,,samsæri gegn almenningi.“

Ekki er djúpt á smjörklípuna. Hagsmunagæslumaður stjórnkerfisins spyr hvort það sé ,,trúverðugt að forstjóri Haga tali máli neytenda.“ Öfugt við bændasamtökin þurfa Hagar einfaldlega að standa sig í samkeppni um neytendur. Ef Sindri vildi telja sjálfan sig trúverðugan málsvara neytenda en ekki samtakanna sem borga launin hans, ætti hann auðvitað að tala fyrir valfrelsi neytenda.

En hvaða annarlegi ásetningur skyldi nú liggja að baki kröfu Haga um viðskiptafrelsi til handa neytenda? Ef matvælaverð lækkar, myndi slíkt einfaldlega þýða lægri heildarveltu sem varla er hagsmunamál verslunarinnar. Einmitt þess vegna er málflutningur Finns Árnasonar trúverðugur öfugt við hagsmunapot Sindra.

Eftir vandlega yfirferð hefur bændasamtökunum ekki tekist að reikna út að álagning eða dreifingarkostnaður íslenskrar verslunar sé óeðlilegur en hinsvegar sé arðsemin það góð að hún hljóti að vera af hinu illa. Það að arðsemi smásöluverslunar erlendis sé lægri hljóti hinsvegar að þýða að þar sé samkeppni meiri. Vandamálið liggi því í fákeppni, auðvitað bara í versluninni en ekki í landbúnaðarkerfinu sjálfu. Þar þarf auðvitað enga samkeppi og umfram allt ekki markaðsbúskap því frelsi er jú helsi að mati Sindra Sigurgeirssonar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur