Mánudagur 01.02.2016 - 10:08 - FB ummæli ()

Ríkisforsjá í orði og borði.

Fátt er ríkisvaldinu óviðkomandi þegar kemur að því að regluvarða öll viðskipti til að tryggja nú hag neytenda. Þannig þramma t.d. eftirlitsmenn framhjá búðargluggum og gæta að verðmerkingum. Þeir sem veita ,,villandi“ skilaboð til neytenda eru svo umsvifalaust kærðir.

Í Leifsstöð má sjá samhengi milli orða og athafna hjá hinu opinbera. Mismunur á kaup og sölugengi er einungis 6,7% en auðvitað ,,no commission“

IMG_6128

Ríkið rekur líka svokallað lýðheilsustefnu sem hefur að meginmarkmiði að ,,vinna gegn misnotkun á áfengi“ Opinberir lýheilsusérfræðingar vara sterklega við viðskiptafrelsi með áfengi, þar með talið netverslun og vara við því að ,,freistnivandi“ veiklundaðra aukist ef aðgengi eykst.

Sömu aðilar sjá auðvitað ekkert að því þó engin sleppi í gegnum brottfararsal nú eða sjálfsagreiðsluborðið smekklega ,,WE WANT YOU TO TASTE“ sem staðsett er í komusal. Sjaldnast er afgreiðslumaður á vakt og fótstig sem auðvelda börnum og unglingum til að ná til veiganna.

Ekkert vínveitingaeftirlit er rekið í Leifsstöð, engin vínveitingaleyfi eru til staðar og engin lýðheilsumarkmið.

IMG_6127

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur