Fimmtudagur 05.05.2016 - 21:14 - FB ummæli ()

McCarthyismi endurfæddur

McCarthyism is the practice of making accusations of subversion or treason without proper regard for evidence. It also means the practice of making unfair allegations or using unfair investigative techniques, especially in order to restrict dissent or political criticism.

Íslenskir vinstrimenn virðast hafa gengið í smiðju þeirra sem ofsóttu bandaríska vinstrimenn hvað mest. Fyrst hófst réttarfarsleg sturlun gegn bankamönnum, því næst reyndu vinstri menn að taka þjóðina í kennslustund gegn daðri við kapítalisma með þjóðaragjaldroti vegna Icesave. Að lokum ætlar allt að fara af hjörunum þegar í ljós kemur að einhverjir landsmenn eða foreldrar þeirra áttu bankareikninga í útlöndum.

Fyrsta spurning til forsetaframbjóðanda ætti ekki að vera hvort forfeður eða ættingjar eigi bankareikninga erlendis (sér í lagi ef þeir hinir sömu eru erlendir að uppruna) heldur hvort viðkomandi hafi haft til að bera dómgreind í stórum málum á borð við Icesave. Önnur viðeigandi spurning til væntanlegs þjóðarleiðtoga er hvort viðkomandi telji það koma til greina að afsala fullveldi þjóðarinnar, hvort heldur er til annarar þjóðar eða ríkjabandalags.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur