Færslur fyrir september, 2016

Miðvikudagur 21.09 2016 - 14:39

Ríkisfréttir ohf.

Ronald Reagan sagði eitt sinn að ein af meginreglum stjórnsýslunnar mætti skilgreina samkvæmt eftirfarandi: If it moves, tax it. If it keeps moving, regulate it. And if it stops moving, subsidize it. Illugi Gunnarson og Ragnheiður Elín Árnadóttir eru tveir af þeim þingmönnum sem kjósendur Sjálfstæðisflokksins hafa hafnað af því að þeir öðrum fremur hafa staðið að […]

Miðvikudagur 21.09 2016 - 13:46

Lýðheilsufræðin fá falleinkun

Í umræðunni um viðskiptafrelsi með áfengi hafa ekki ómerkari stofnanir en Landlæknir, Kári Stefánsson og fjöldi lýðheilsufræðinga, talað afdráttarlaust um orsakasamhengið á milli aukins aðgengis, aukinnar neyslu og verri lýðheilsu þegar áfengi er annarsvegar. Engu skiptir að engri tölfræði sé til að dreifa um slíkt, hvort heldur er hérlendis eða erlendis. Nýlega kom út skýrsla um áhrif […]

Þriðjudagur 20.09 2016 - 09:42

Misskilningur á misskiptingu

Einhver þrálátasti misskilningur vinstri manna er að misskipting auðs (ekki bara tekna) sé meginástæða þess að hinir efnaminni séu efnaminni. Sú kenning byggir á þeirri grunnforsendu að auður eins sé annars manns tap – að auður sé fasti sem hvorki vex né dragist saman og að ef auður eins aukist, hljóti hann að minnka hjá öðrum. Engu […]

Þriðjudagur 06.09 2016 - 15:38

Ræningjar undir réttu flaggi?

Þekkt er að oft komast lýðskrumarar til valda í kjölfar þjóðaráfalla. Eftir hrun var engu er líkara en að íslenska þjóðin hefði ákveðið að taka sitt sprengjuáfall út á bankamönnum sem nú hefur snúist upp í óþol gegn einhverskonar óhelgu sambandi stjórnmála og fjármála. Nú er krafan eitthvað nýtt, eitthvað annað og sannanlega eru Píratar einmitt eitthvað annað. Fylgismenn flokksins […]

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur