Sunnudagur 15.10.2017 - 17:15 - FB ummæli ()

,,Þingmenn Eldast Illa“

Þeir sem efast um þessa fullyrðingu hins unga þingmanns Steingríms J Sigfússonar í viðtali við

,,Hvað ef sjávarútvegurinn nyti alls afrakstursins sjálfur?“

Helgarpóstinn 1983 þurfa ekki annað en að hlusta á sama þingmann nú 34 árum síðar.

Líklega á engin jafn langan lista af sviknum kosningaloforðum og Steingrímur og þarf ekki að leita lengra heldur en til ,,norrænu velferðarstjórnarinnar“ Um efndir hugsjóna flokksins hélt samflokksmaður Steingríms, Atli Gíslason stutta tölu á Alþingi:

  1. Svik með umsókn um ESB og skilgetið afkvæmi þess Icesave, sem Steingrímur barðist fyrir í þeim eina tilgangi að koma þjóðinni í ESB.
  2. Stóriðja á Bakka, í nafni umhverfisverndarstefnu VG
  3. Skattaafsláttur til stóriðju í nafni skattastefnu VG um að skattleggja allt atvinnulíf.
  4. 11,5 milljarðar í að kaupa upp Sjóvá (Atli hefði getað bætt við stofnun SpKef)
  5. Bankakerfi endurreist með víkjandi lánum og afhent vogunarsjóðum
  6. Seldu skúffufyrirtækinu Magma auðlindir á Reykjanesskaga

Svar Steingríms til flokksfélaga síns var með málefnalegasta móti:

Í enskri tungu er að finna orðið pathetic, ég hygg að ágæt íslenskun á því sé lítilmótlegt

Í viðtalinu við Helgarpóstinn segir hinn ungi Steingrímur:

Það er alltaf verið að tala um tap í sjávarútvegi en aldrei það fjármagn sem fært er til í þjóðfélaginu frá sjávarútveginum. Hvað ef sjávarútvegurinn nyti alls afrakstursins sjálfur? Hvar ætti þá að taka peninga fyrir innflutningi? Verða þeir til af engu? Hvaðan urðu peningar t.d. til í Seðlabankahöllina; bjó Jóhannes Nordal þá til? Ég segi nei“.

Þetta eru auðvitað merkileg orð komandi frá manni sem sér ekkert annað en skattpíningu, nema auðvitað frá stóriðjunni á Bakka sem þingmaðurinn tryggði til að kaupa sér atkvæði í eigin kjördæmi.

Stórgrósserarnir leggja ekki lengur áhættufé í útgerð. Peningarnir leita þangað sem áhættan er minnst og afraksturinn mestur. Þetta er spurning um hvaða óskráð lög eigi að gilda, gróðahyggjan eða mannleg sjónarmið. Mér finnst verið að boða komu nýs Guðs og að Mammoni sé nú sungið meira lof og meiri dýrð en hér hefur áður þekkst“.
Steingrímur boðar nú hækkun fjármagnstekjuskatts sem í dag er 20% auk 1,5% eignaupptöku á ári. Slík skattlagning þýðir á mæltu máli að þegar fjárfestar geta vænst um 2% raunvaxta, mun skattlagning nema meira en 95% af tekjum og það áður en einhver lætur sér detta í hug að greiða sér út arð.
,,Stórgrósserinn“ í þessu dæmi er auðvitað enginn annar en Steingrímur sem ætlar að kaupa sér ,,áhættulítil“ atkvæði með því að ganga milli bols og höfuðs á einkaframtaki.
Þannig eldist Steingrímur.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur