Sunnudagur 08.04.2018 - 14:29 - FB ummæli ()

Kosning um kjarabætur

Í Morgunblaðinu er frétt um að hagsmunasamtök kúabænda hyggist kjósa um fyrirkomulag mjólkurkvóta. Slík kosning er auðvitað sjálfsagt mál þeirra sem þyggja almannafé sér til viðurværis.

Kvóti á matvælaframleiðslu byggir á hugmyndafræði áætlunarbúskaps að sósíalískri fyrirmynd – þess stjórnkerfis sem margir kalla eftir nú til dags. Ekkert takmarkar hinsvegar mjókurframleiðslu annað en eftirspurn neytenda og er því kvótakerfið í raun kvóti á neytendur sem jafnframt  halda uppi hinum miðstýrða áætlunarbúskap.

Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans kemur fram að:

Mikil óvissa er um þjóðhagslegan kostnað – allratap – vegna stuðnings ríkisins við kúabændur, en líkast til er hann á bilinu frá 1½ milljarði króna á ári upp í rúma 4 milljarða. Hér er um að ræða kostnað neytenda og skattgreiðenda umfram ábata þeirra sem njóta góðs af stuðningskerfinu

Úr því að kúabændur geta kosið um eigið veiðleyfi á buddur landsmanna, væri ekki einfaldlega náttúrulegt framhald að skattgreiðendum yrði gert kleift að kjósa um sama mál, t.d. samfara næstu Alþingiskosningum?

Augljóslega hlýtur að mega gera ráð fyrir stuðningi verkalýðsfélaga við kosningu um slíka kjarabót.

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur