Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Sunnudagur 27.08 2017 - 18:16

Samkeppnisforskot

Fjármálaráðherra er stærsti endursali á snyrtivörum í landinu. Til að geta keppt við innlenda verslun treystir ráðherrann ekki sjálfum sér til að greiða sömu skatta og gjöld og hann rukkar keppinautana um. Vissulega hetjulegra heldur en þegar kemur að smásölu áfengis því þar líður hið opinbera enga samkeppni, tja nema þá frá hinni rangnefndu ,,Fríhöfn“ […]

Laugardagur 19.08 2017 - 09:46

Váleg tíðindi

Í Fréttablaðinu í dag eru tvær hamfarafréttir sem hljóta að valda öllu áhugafólki um aukin ríkisútgjöld miklum áhyggjum. Sú fyrri fjallar um fyrsta tilfellið hér á landi þar sem þarf að skera niður ferðakostnað vegna lækkunar. Sú síðari snýr að áfengiskaupum hins opinbera að kröfu lýðheilsufræðinga sem hafa komist að þeirri niðurstöðu að hærra áfengisverð […]

Fimmtudagur 17.08 2017 - 21:45

Íslenskir krónubirnir

Margir klóra sér í höfðinu yfir því af hverju krónan styrktist á sama tíma og Seðlabankinn stundaði nánast tryllingsleg uppkaup á gjaldeyri. Engin hefur útskýrt af hverju þjóðin þarf á gríðarlegum gjaldeyrisforða að halda þegar fljótandi gjaldmiðill á jú að brúa bilið milli framboðs og eftirspurnar eftir gjaldeyri hverju sinni. Reyndar hefur heldur engin spurt, […]

Laugardagur 10.06 2017 - 09:02

Ríkisverslun

Margir aðdáendur ríkiseinokunarverslunar telja að einungis slíkt verslunarform tryggi lágt verð og gott úrval. Þó hefur engum dottið í hug að leggja niður Samkeppniseftirlitið sem er jú einmitt ætlað að fyrirbyggja slíka starfsemi. Það er því athyglisvert þegar stjórnendur ÁTVR játa að þeir hafi ekkert með vöruverðið að gera og reyndar liggur í hlutarins eðli […]

Sunnudagur 21.05 2017 - 17:43

Íslenski verslunarkúrinn

Allir vita sem er að Framsóknarmenn bera af öðrum þegar kemur að heilbrigði og þarf ekki annað en að skoða yfirlitsmynd af nýliðnu flokksráðsþingi til að átta sig á því. Ástæðan er vitaskuld sú að Framsóknarmenn borða eingöngu samkvæmt flokksforskriftinni um ,,íslenska kúrinn“ og fara alltaf nestaðir til útlanda. Með sama hætti versla Framsóknarmenn aldrei […]

Laugardagur 20.05 2017 - 23:31

Hagsmunir eða íhaldssemi?

Árið 1996 var mikill meirihluti þjóðarinnar andsnúinn gerð Hvalfjarðargangnanna. Af þeim sem voru andsnúnir hugðust samt 25% nota göngin engu að síður. Nú styttist í opnun á lágvöruverðsversluninni Costco sem sameinar heild- og smásölustig á einum stað. Í versluninni er myndarleg áfengisverslun, aðgengileg fyirr alla en einungis opin fyrir fáa útvalda sem hafa vínveitingaleyfi. Hverjar ætli séu […]

Sunnudagur 30.04 2017 - 23:55

Sósíalismi í framkvæmd

Í kapítalísku hagkerfi geta hinir ríku orðið áhrifamiklir en í sósíalísku ríki verða hinir áhrifamiklu ríkir. Þannig varð dóttir Hugo Chavez ríkust allra í Venezuela vegna þess að í framkvæmd eru jú alltaf einhverjir jafnari en aðrir. Þekkt er að Castro lifði í vellystingum, reykti sérframleidda vindla og drakk Vega Sicilia og Cheval Blanc en flaskan […]

Fimmtudagur 27.04 2017 - 10:04

Viltu hagnast?

Nú virðist sem þýskur banki hafi þóst kaupa hlut í Búnaðarbankanum af ríkinu en í raun verið búin að framselja bréfin fyrir kaupin. Tugþúsundir kotroskinna Íslendinga skráðu sig fyrir bréfum í ríkisbönkunum í hlutafjárútboðunum um aldamótin. Um leið voru margir þeirra búnir að framselja bréfin til óþekktra aðila í gegnum fjármálafyrirtæki og eignuðust hlutabréfin því […]

Laugardagur 22.04 2017 - 17:53

Lög og óregla.

Ef marka má skoðanakannanir á Íslandi, getum við státað okkur af einhverri fullkomnustu áfengislöggjöf á byggðu bóli. Ísland er líka eina landið í heimi þar sem fleiri treysta þingmönnum til að reka smásöluverslanir með áfengi heldur en til almennrar lagasetningar sbr. skoðanakannanir á trausti til Alþingis. Á Íslandi, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð er einungis talið […]

Laugardagur 25.03 2017 - 15:32

Eiturkokteill Ögmundar

Banvænasta stjórnarstefna veraldar er sósíalismi sem varlega áætlað hefur kostað 100milljónir manna lífið, allt í göfugum tilgangi auðvitað. Einhver eitraðasti kokteill sem fundinn hefur verið upp í seinni tíð er blanda af sósíalisma og lýðheilsufræði. Þannig lofsyngur Ögmundur Jónasson ríkiseinokunarverslanir hins opinbera í nýlegri grein í Fréttablaðinu sem gæti verið sjálfstæður viðauki við bók George Orwell 1984. […]

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur