Miðvikudagur 30.03.2011 - 23:51 - 11 ummæli

Opið bréf til Róberts Marshall

Sæll Róbert.

Ég ætla ekki að tjá mig um þessa frétt í sjálfri sér:  http://eyjan.is/2011/03/30/milljardamaeringar-vilja-islenskt-rikisfang-ekki-sagdir-asaelast-audlindir/ Hún er hins vegar tilefni þess að mig langar að spyrja þig hvort þú þekkir til máls Jussanam Dejah, sem  búið hefur lengi og unnið á Íslandi, en missti dvalar- og atvinnuleyfi sitt þegar hún skildi við íslenskan mann sinn.

Mál Jussanam er varla einstakt, og full þörf á að breyta þeim ómannúðlegu reglum sem þar um ræðir.  Hins vegar ætla ég að nota tækifærið og hvetja þig, sem formann Allsherjarnefndar, til að beita þér fyrir því að Jussanam verði umsvifalaust veittur ríkisborgararéttur.  Í framhaldinu væri svo eðlilegt að þessi mál verði leyst í eitt skipti fyrir öll með því að breyta þeim reglum sem gera maka íslendinga sem skilja við þá skyndilega réttlausa, þótt þeir hafi búið lengi á landinu.  Slík afstaða er ekki sæmandi mannúðlegu samfélagi.

Bestu kveðjur,

Einar

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (11)

  • Ég tek heils hugar undir orð þín, Einar.

    bkv.

    Gunnar

  • Heyr heyr !

  • Hey, heyr Einar !
    Enn á ný sérðu hlutina
    í rök-réttu samhengi.

  • Ingibjörg Ingadóttir

    Orð að sönnu Einar.

    Og starx á eftir ríkisborgararéttinum hvernig væri að bjóða Jussanam
    velkomna aftur til starfa á skóladagheimilið, þar sem henni var ýtt út?

  • Sigurður Hr. Sigurðsson

    Þurfa að vera dollaramerki í augum umsækjenda? Sumir hefðu líklegast frekar kosið heiðarleika, einlægni og áhuga fyrir landi og þjóð.

  • bíddu, er jussa að koma með fullt af moníng inní landið? Nei ég hélt ekki. Vertu úti vina!

  • Róbert Marshall

    Sæll,
    Ég þekki ekki til þessa tiltekna máls. Tek bara undir þitt sjónarmið í þessum efnum. Við gerðum í september umtalsverðar breytingar á lögum um útlendinga, flóttamenn og réttindi fórnarlamba mansals til veru í landinu. Lögin sem áður giltu voru um margt mjög harðneskjuleg. Þrátt fyrir umtalsverða vinnu er örugglega margt sem færa þarf til betri vegar. Vil hins vegar taka þetta fram í ljós umræðunnar um ríkisborgararéttinn:

    Það er farið ranglega með nokkrar staðreyndir í umræðunni um frétt Kastljóssins frá því í gær. Ég hef ekki sagt að mér finnist að veita eigi þessum tilteknu einstaklingum ríkisborgararétt og ég var ekki að gerast talsmaður þessa hóps í Kastljósinu í gær enda tók ég það sérstaklega fram. Ekki hefur verið fjallað um þessar umsóknir í Allsherjarnefnd.
    Ég mætti hins vegar í þetta viðtal til að segja að um þetta mál þyrfti að ræða. Það eru margar hliðar á öllum málum, ekki bara rétt eða röng. Tölum um þær og ræðum okkur að sameiginlegri niðurstöðu. Mótum okkur reglur um það hverjum er veittur ríkisborgararéttur á undanþágu frá Alþingi.
    Almennt er ég þeirrar skoðunar að þeir sem sækja um íslenskan ríkisborgararétt, snauðir eða ríkir, eigi að fá hann. Mín nálgun tekur mið af þeirri staðreynd að sjálfur hlaut ég minn ríkisborgararétt frá Allsherjarnefnd og er örugglega fyrsti formaður nefndarinnar sem svo háttar til um.
    Hingað til hefur íslenskur ríkisborgararéttur meðal annars verið notaður til að laða til landsins fólk sem hefur skarað framúr í íþróttum, menningu og listum eða fólk sem hefur sérstök söguleg tengsl við landið. Viljum við gera slíkt hið sama í atvinnulegu tilliti, laða til Íslands frumkvöðla og fjárfesta og skapa störf?
    Fullyrðingar um að með þessu væri verið að leyfa ríkum einstaklingum að kaupa sig fram fyrir í röðinni fela það í sér að hinir efnaminni sitji eftir eða hafi setið eftir. Staðreyndin er hins vegar sú að síðustu tvö skiptin (á meðan ég hef stýrt þessari vinnu) sem Allsherjarnefnd hefur fjallað um undanþáguumsóknir hefur mikill meirihluti umsækjenda einmitt fengið ríkisborgararétt. Það er því einfaldlega engin röð. Að auki hefur aldrei verið spurt um efnahag, aðeins hvort að viðkomandi eru góðir og gegnir einstaklingar með hreinan sakaferil sem myndu auðga íslenskt samfélag.
    Ræðum þetta, leyfum fólki að halda fram skoðunum sínum eða skipta um skoðun og hlustum hvort á annað án fordóma, útúrsnúninga og illinda. Aðeins þannig komumst við að upplýstri niðurstöðu og getum mótað almennar reglur um þessi mál.

  • Þá vitum við hverjir teljast EKKI góðir og gegnir einstaklingar, líklegir til að auðga íslenskt samfélag. Semsagt ekki einhverjar fátækar kvendulur sem helst ekki á karli og eru aukinheldur af óærði kynstofni.

  • Rúnar Þór Þórarinsson

    Þótt þú gangir ekki svo langt hafa margir nefnt að þ.s. óeðlilega var komið fram við Jussanam á að koma fram við alla aðra eins og óalandi og óferjandi hálfvita. Góð og samfélagslega heilbrigð og þroskuð viðbrögð. Takk fyrir að leggjast ekki svoleiðis lágkúru, heldur að rifja það mál upp málefnalega. Það var auðvitað skandall.

    Annars eru nornaveiðarnar á fullu gegn þessum peningaköllum. Eva: Eru þeir semsé sjálfkrafa vondir af því að þeir eiga pening, hafa lögfræðinga í vinnu og eru með typpi? Held þið ættuð aðeins að doka við og leyfa mönnum að taka þetta einfaldlega fyrir.

    Ég geri ekki kröfu um það að þeir sem vilja íslenskan ríkisborgararétt vilji endilega koma hingað til að tapa öllu og drabbast í volæði eins og er svo „in“ hjá fólki í dag. Move on… plz… svona della er orðin þreytt þegar verið er að fjalla um mál sem koma hruninu ekkert sérstaklega við.

    Fyrir utan að þessi þvæla skyggir á raunveruleg málefni, eins og hvernig 20.000 Íslendingum gengur að komast hjá að samþykkja afarskilmála bankanna á íbúðarlánum. Það er VERULEGA mikið meira áhugavert en svona della sem allsherjarnefnd á bara að taka fyrir eins og aðra umsækjendur.

  • ‘Eva: Eru þeir semsé sjálfkrafa vondir af því að þeir eiga pening, hafa lögfræðinga í vinnu og eru með typpi?’

    Nei og þú ert varla svo vitlaus að lesa það út úr orðum mínum. Hinsvegar sést greinilega á því hversu fúslega eða treglega ríkisborgararétti er úthlutað, hverjir það eru sem eru taldir hans verðir. Sjáðu stöðu flóttamanna. Fátæku fólki, kúguðu fólki og fólki af öðrum kynstofnum er vísað frá jafnvel þótt það sé í bráðri lífshættu í sínu heimalandi. Það mátti hinsvegar hýsa Bobby Fischer. Ég skrifaði um það á sínum tíma, hafði ekkert á móti því að karlinn fengi að koma hingað en þótti fremur skammarlegt að á sama tíma var fjölda manns stefnt í opinn dauðann, bara af því að þeir menn voru ekki ríkir og frægir.

    Nú vilja menn úthluta ríkisborgararétti til manna sem þurfa ekkert sérstaklega á honum að halda, bara af því að þeir eru nógu fínir kallar. Á sama tíma er lokað á fólk sem er ekki að biðja um neina aðstoð, aðra en þá að fá að búa og vinna á Íslandi. Finnst þér það í lagi?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og átta? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur