Laugardagur 15.10.2011 - 12:14 - 11 ummæli

Ríkissaksóknari ver misgjörðir forvera

Jæja, þá er nýr ríkissaksóknari, Sigríður J. Friðjónsdóttir, farin að verja misgjörðir forvera sinna í starfi. Það er ekki hlutlaus aðgerð, af hálfu ríkissaksóknara, að tala um „villandi umfjöllun“ og setja dóm Hæstaréttar, einan gagna, á vefsíðu embættisins.

Vonandi voru þetta byrjendamistök, og Sigríður lætur framvegis eiga sig að verja þá svívirðu sem framin var í nafni embættis hennar.

En gott væri að hún fjarlægði ummæli sín strax, og bæðist afsökunar á frumhlaupinu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (11)

  • Elín Sigurðardóttir

    „stundum villandi“ Mikill munur þar á.

  • Nei það er ekki munur á. Sigríður hefur tekið sér stöðu sem orkar ekki tvímælis.

    Verði GG mál tekin upp sem leiði til sýknu er henni ekki stætt í embætti.
    Að mínu mati getur hún sagt af sér strax.

  • Sigurjón

    Er ekki líklegt að svo miklar og nákvæmar játningar séu í flestu sannar? Trúi ekki að löggunni hafi dottið allt þetta rugl í hug.

    Ekki einu sinni fæstustu reifarahöfundar síðari alda hafa skáldað svo mikið upp á 22 mánuðum – tímanum sem hin sakfelldu sátu í varðhaldi. Samanlagt höfundarverk Arthur Conan Doyle er bara brot af þessu.

    Sem segir okkur: Starfsmenn Sakadóms höfðu ekki undan að skrifa niður sögur sakborninganna og mest satt í bland við óra, óráð og þvælu. Aðeins hægt að saka yfirheyrendur um trúgirni.

    Sem sagt: Líklega allt satt, og játningar réttar, annað en það að ná sér niðri á ættingjum og hálfbræðrum með að ljúga upp á þá sökum.

  • Sigurjón: Þetta getur ekki allt verið satt, því rannsóknaraðilum tókst að fá sakborninga, sem allir voru í einangrun, til að játa a.m.k. tvær gerólíkar útgáfur af atburðum.

    Það sýnir, sýnist mér, að rannsakendur hafi sjálfir samið það sem þeim þóttu bestu játningarnar. Auk þess er nokkuð vel þekkt núorðið hvernig flest fólk bregst við eins langvarandi einangrun og sakborningar hér.

  • Það hlyti líka að vera einsdæmi ef þessu fólki, sem enginn trúir að hafi verið þrautþjálfað og -skipulagt, tókst að myrða tvo menn, án þess að nokkurt einasta sönnunargagn hafi fundist, þrátt fyrir umfangsmestu rannsókn sem um getur í Íslandssögunni.

  • Sigurjón

    Það er orðið að einskonar hysteriskri trú að halda að játningar í GG-málum hafi orðið til við pyndingar. Það er hægt að saka rannsakendur um að hafa ekki greinnt vel á milli lygi og sannleika í því sem sakborningar sögðu – en kjarninn í játningunum varðandi morðin er réttur.

    Verstu mistökin GG-málum voru að trúa áburðinum og á Einar Bollason og félaga.

    Og engin rannsókarnefnd mun mæla með endurupptöku fyrr en nýjar sannanir finnast. Enn um sinn verður því að notast við játningar hinna dæmdu.

  • „Og engin rannsókarnefnd mun mæla með endurupptöku fyrr en nýjar sannanir finnast“ Ég spyr: Hafa yfirleitt einhverjar sannanir fundist? Að lesa þennan dóm er ákaflega sorglegt. Utan við það hversu fáránlega illa hann er skrifaður og fullur af stafsetningarvillum þá skín í gegn að þarna bullaði fólkið alls konar vitleysu til að binda endi á alveg hrikalega meðferð sem það sætti. Það er gagnlegt að muna það að Þegar þarna var komið var t.a.m. Sævar búinn að vera u.þ.b. 700 daga í gæsluvarðhaldi. Bara það flokkast klárlega sem pyndingar.

  • Finnst þú taka pínu djúpt í árinni þarna, Einar.
    Tel að gerð ríkissaksóknara hafi verið innlegg og ábending til upplýstari umræðu um þetta erfiða mál. Embættið er hinsvegar í vandræðalegri stöðu.
    .
    Eitthvað þarf að gera…það er ljóst. Óbreytt staða er ekki valkostur.

  • Pétur Páll

    Efnislega er örugglega hægt að segja að tæknilega sé niðustaða Hæstaréttar fullkomlega og augljóslega heilbrigð niðurstaða, þótt vafalaust megi segja að ískaldar staðreyndir stangist á við það sem gerðist!

    Í mínum huga er þetta sorglegt mál – fyrir fórnarlömb, aðstandendur, vini og fleiri. Það er nú einu sinni þannig að við þurfum á hverjum tíma að velja og hafna, eins er með þetta mál, ég hef t.d. valið að trúa Hæstarétti – aðrir hafa ákveðið að trúa ekki Hæstarétti en hvað með það?

    Við erum með kerfi sem m.a. byggir á trú og trausti á kerfi sem við erum alin upp við, af hverju eigum við að ákveða að treysta allt í einu ekki Hæstarétti?

    Við þurfum miklu frekar að búa til kerfi þar sem við getum sett svona mál og önnur svipuð aftur fyrir okkar og tekið upp sátt sem fellur að öllum.

  • DROPLAUGUR

    Ekki gleyma .því að þetta eru 2 mál en Erla b gaf skýran framburð í guðmundarmálinu 2 dögum eftir handtöku póstsvikamálsins. Það eru margir sem hafa staldrað við hversu kýr skýr sú skýrsla er og var.Og hversu snemma hann er gefin. Sumar raddir segja hérna á kaffistofum landsmanna telja að hún hafi selt löggunni upplýsingar fyrir aukið frelsi með til að getið verið meira hjá barninu. Var hún í vitorði með löggunni mun meira en við höldum gegn sævari eða sneri löggan upp á viðkvæma einstæða móðir til að flíta skýrslu- var þetta ekki einn hópur—- td framdi kristján viðar td glæpinn án vitundar sævars.Var hópurinn sekur um guðmundarmálið en ekki um geirfinnsmálið.Tók löggan og dómskerfið þátt í íslandsmeti í þöggun eða voru þau einfaldlega bara sek. Þetta er allt lagt sem spurning en engan veginn sem fullYrðing. HVERS VEGNA LAGÐI SÆVAR ALLT Á BORÐIÐ EN EKKI AFBROTALYSTAN SINN FYRIR GUÐMUNDAR OG GEIRFINNSMÁLIÐ. Sá löggan þar svipuð auðgunarmál þar sem hann limlesti og hálf drap fórnarlömbin eða VAR SÆVAR BARA MISKILDASTI OG ÓHEPPNASTI AFBROTAMAÐUR ÍSLANDSÖGUNNAR ALSAKLAUS. LESIÐ NÚ DÓMIN OG TALIÐ EFNISLEGA ÚT FRÁ HONUM OG MÁLEFNALEGA FRAMVEGIS,,,,,,,,,,,,,,,,,, TAKK FYRIR.

  • DROPLAUGUR

    Mér finnst margir sem skrifa um þetta mál fatlast af því að hafa ekki lágmarks lagavitund,,hérna má sjá svipuð bresk sakamál mjög vandaðir þættir—-realcrimeuk

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og átta? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur