Föstudagur 19.10.2012 - 10:41 - 2 ummæli

Capcent, ríkiskirkjan og RÚV

Hér að neðan eru póstskipti mín víð Fréttastofu RÚV um tvennt:  Annars vegar að RÚV hefur ekki kynnt neinar skoðanakannanir vegna atkvæðagreiðslunnar um stjórnarskrármálið.  Svo virðist sem það sé fyrirtæki úti í bæ sem ákveður um hvaða mál slíkar kannanir birtast í RÚV.  Hins vegar furðaði ég mig á að Spegillinn skyldi, í síðustu viku, láta prest úr ríkiskirkjunni reka áróður fyrir hagsmunum hennar, án þess að fá nokkurn á andstæðri skoðun í þáttinn.  Þetta eru allir póstar sem á milli fóru um hvort mál; ég fékk aldrei nein svör við síðari spurningum mínum.

————————————————————-
From: Einar Steingrimsson <einar@alum.mit.edu>

Date: 2012/10/18
To: Óðinn Jónsson <odinnj@ruv.is>

Sæll Óðinn

 Ég hef ekki tekið eftir neinum fréttum hjá ykkur um skoðanakannanir vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar á laugardag.  Hef ég misst af einhverju í þessum efnum?  Ef ekki, af hverju hafið þið ekki látið gera neinar slikar kannanir?
Bestu kveðjur,
Einar

———-
From: Óðinn Jónsson <odinnj@ruv.is>
Date: 2012/10/18
To: Einar Steingrimsson <einar@alum.mit.edu>

Sæll

RÚV stendur ekki fyrir skoðanakönnunum. Hinsvegar höfum við tryggt okkur frumbirtingu kannana sem Capacent Gallup hefur gert fyrir kosningar til Alþingis og sveitarstjórna. Sama frumbirtingarrétt höfum við að Þjóðarpúlsi. Ég hef ekki frétt af neinni könnun vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar.

Kveðja

ÓÐINN JÓNSSON

———-
From: Einar Steingrimsson <einar@alum.mit.edu>
Date: 2012/10/18
To: Óðinn Jónsson <odinnj@ruv.is>

Takk fyrir svarið

 Borgar RÚV Capacent fyrir þennan rétt?
Þýðir þetta að Capacent sem stjórni því um hvað eru birtar kannanir á RÚV?
Datt ykkur ekki í hug að það væri áhugavert að láta gera slíkar kannanir?
Bestu kveðjur,
Einar
————————————————————-
From: Einar Steingrimsson <einar@alum.mit.edu>
Date: 2012/10/8
To: spegill@ruv.is

Sælt veri fólkið

Vonandi kemur í ljós strax á morgun að þetta séu óþarfa áhyggjur hjá mér.  En, í kvöld töluðuð þið við prest í ríkiskirkjunni (sem, eins og allir hinir sem hafa tjáð sig, sá eintóma annmarka á að kirkjan þyrfti að standa á eigin fótum).  Ætlið þið að tala við einhvern þeirra sem eru á öndverðri skoðun?  Mér skilst að það gildi um yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar (þótt það sé auðvitað aukaatriði).
Vænt þætti mér um ef þið nenntuð að svara þessu.
Bestu kveðjur,
Einar

———-
From: Arnar Páll Hauksson <arnarph@ruv.is>
Date: 2012/10/8
To: Einar Steingrimsson <einar@alum.mit.edu>

Sæll

Að sjálfsögðu verður rætt við einhvern á öndverðu meiði. Umfjöllunin um kosningarnar heldur áfram. Það er langt í frá að við séum að hampa kirkjunni . Það var að minnsta kosti ekki meiningin.

Kv

Arnar Páll Hauksson

———-
From: Einar Steingrimsson <einar@alum.mit.edu>
Date: 2012/10/8
To: Arnar Páll Hauksson <arnarph@ruv.is>

Takk fyrir svarið!

Gott að heyra að þetta skyldu vera óþarfa áhyggjur hjá mér.  🙂
Mér fannst ekkert athugavert í sjálfu sér við umfjöllunina í dag, úr því að þið munið kynna öndverðar skoðanir líka (þótt ég myndi gjarnan alltaf vilja harðari spurningar til viðmælenda).
Bestu kveðjur,
Einar
———-

From: Einar Steingrimsson <einar@alum.mit.edu>
Date: 2012/10/10
To: Arnar Páll Hauksson <arnarph@ruv.is>

Sæll aftur Arnar

Hvenær verður talað við einhvern andstæðing þjóðkirkjuákvæðis í Speglinum?  Ég hélt að það myndi verða í gær, úr því þið töluðuð við talsmann kirkjunnar í fyrradag.  En, þetta var ekki í gær, og ekki í kvöld …
Bestu,
Einar
———-

From: Einar Steingrimsson <einar@alum.mit.edu>
Date: 2012/10/17
To: Arnar Páll Hauksson <arnarph@ruv.is>

Sæll Arnar

Hef ég misst af einhverju síðustu vikuna, eða hafið þið ekki, í Speglinum, fengið neinn sem er mótfallinn ríkiskirkjuákvæði í stjórnarskrá í þáttinn, sem mótvægi við prestinn sem þið töluðuð við um daginn?
Ég er ekki að mæla með að þið talið við einhvern sérstakan andstæðing kirkjunnar (sem væri þó „eðlilegt“ miðað við þau smekklegheit ykkar að vera beinlínis með áróðursþátt fyrir kirkjuna eins og þetta var hjá prestinum).  En, mér finnst augljóst að það fari a.m.k. gegn anda þeirra laga sem gilda um RÚV ef þið ætlið að láta nægja áróðurspistils prestsins umrædda.
Hafi ég einfaldlega misst af þessu, þá biðst ég afsökunar á að hafa haft ykkur fyrir rangri sök, og yrði þakklátur ef þú nenntir að segja mér hvaða dag það var.
Bestu kveðjur,
Einar

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Sigmundur Guðmundsson

    ******************************************************************************

    Mig grunar að öllum þætti fáránlegt að hafa eftirfarandi ákvæði í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.

    „KR skal vera þjóðaríþróttafélag á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja það og vernda.“

    Til fróðleiks má bera þetta saman við 62. grein núgildandi stjórnarskrár sem hljóðar svo:

    „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.“

    ******************************************************************************

  • Takk fyrir Einar að biðja RÚV um að svara fyrir þetta ójafnræði varðandi það hvernig þeir gefa Þjóðkirkjunni sérréttindi til að segja sínar skoðanir óhindrað.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og einum? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur