Föstudagur 10.10.2014 - 19:51 - 12 ummæli

Landlæknir mælir með fækkun einkabíla

Yfirlýsing frá Landlækni  (sem lesa má hér) vegna frumvarps til laga um verulegar takmarkanir á innflutningi bifreiða til einkanota:

Rannsóknir sýna að bifreiðaslys valda gríðarlegu tjóni á heilsu þeirra sem í þeim lenda, og einnig gífurlegum kostnaði heilbrigðiskerfisins vegna umönnunar og endurhæfingar þeirra sem lifa af. Einnig hafa rannsóknir sýnt að aðstandendur þeirra sem lenda í bifreiðaslysum og láta lífið eða örkumlast eru að öllu jöfnu undir miklu andlegu álagi í langan tíma, stundum áratugum saman þegar um er að ræða fólk sem verður ósjálfbjarga af völdum slíkra slysa. Þetta veldur ekki einungis lakari andlegri heilsu, sem einnig veldur kostnaði í heilbrigðiskerfinu, heldur má gera ráð fyrir að mikill fjöldi vinnustunda tapist vegna umönnunar aðstandenda.

Rannsóknir hafa einnig sýnt að því fleiri bifreiðir sem eru í umferð, því fleiri eru slysin. Það er því ljóst að með því að takmarka verulega innflutning á bifreiðum mun bifreiðaeign landsmanna minnka til muna á tiltölulega stuttum tíma.

Afleiðingarnar af færri bifreiðum í umferð verða því ótvírætt umtalsverð fækkun alvarlegra slysa, og lækkun kostnaðar í heilbrigðiskerfinu.

Auk þess sem að ofan greinir hafa rannsóknir sýnt að hæfileg dagleg hreyfing hefur í för með sér mikla heilsubót, og ljóst er að því færri sem eiga eigin bifreiðir því meira mun fólk þurfa að ganga. Fækkun bifreiða til einkanota mun augljóslega auka göngur almennings og bæta þar með lýðheilsu.

Því styður landlæknir eindregið framkomið frumvarp um að innflutningur einkabifreiða verði takmarkaður, með það að markmiði að einkabifreiðum verði fækkað um 50% á næstu tíu árum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • Þórleifur Ásgeirsson

    Iss ég nota bíla bara til að draga björg í bú , Ég bý þar sem nú er hvorki banki né pósthús
    kveðja
    Leifur

    • Einar Steingrimsson

      Ég mæli samt með að þú lesir tilkynninguna frá Landlækni sem ég tengi á efst í pistlinum. 🙂

  • Eyjólfur

    Skemmtileg allegóría og alls ekki svo galin.

  • „Því styður landlæknir eindregið framkomið frumvarp um að innflutningur einkabifreiða verði takmarkaður“

    Þetta er nú meiri þvælan.

    Það eru varla takmarkanir á innflutningi sem „landlæknir“ mælir með, nema þú lifir í alternatívum heimi.

    Það er margsannað að aðgengi að áfengi varðar lýðheilsu.
    (og í guðanna bænum ekki biðja um ritrýndar tvíblindaðar rannsóknir)

    Ef þú telur hins vegar að frjáls sala áfengis auki úrval, þá er trú þín á Haga mikil…

  • Þarf að stafa þetta ofan í þig?

    Gerðu bara upp við þig hvað þú vilt!

    Hvað vakir fyrir þér?

    Viltu að einkaaðilar geti boðið uppá áfengi í Bónus?!

    Og til hvers?

    Til þess að innflutningur bíla verði ekki takmarkaður?

    Þú bullar.

  • En bifreiðar gera líka gagn frá morgni til kvölds og fram á rauða nótt árið um kring.

    • Einar Steingrimsson

      Áfengi gerir líka mikið gagn, því það er mörgum svo mikill gleðigjafi. Og reyndar ágætis geðlyf í ýmsu tilliti.

    • Jú, en gerir það samt ekki meira ógagn en gagn? Hmm. Annars ætti ég nú ekki að vera að hallmæla því, ekki hefur það gert mér neitt nema gott, mestan partinn.

  • Áfengi kemur hins vegna lítt að gagni og einna síst þar sem þörfin væri annars mest. “For it provokes the desire but takes away the performance“, eins og sagt er í Búlgaríu.

  • Hér er einfaldlega bent á það að skaðsemi áfengis fyrirfinnst ekki ein og sér í einhverju tómarúmi. Á móti henni vegur gagn, gaman og ánægja sem áfengi óneitanlega veitir miklum meirihluta neytenda, þeirra sem tilbúnir eru til að greiða hátt gjald til þess að njóta þessarar vöru sjálfum sér og öðrum að meinalausu.

    Þjóðfélagið, sem borgar brúsan af heilbrigðisvandanum, samanstendur nefnilega af öllum, líka þeim sem finnst vín gott.

  • Haukur Hauksson

    Varhugavert að gera þetta með boði og bönnum
    Best væri að þétta byggð og flytja flugvöllinn til kef

    að banna svona hluti er skelfileg leið og mun hafa ófyrirseðar afleiðingar einsog hækkað verð á bílum á íslandi

    ef stjórnmálamenn eru alvara með að fækka bílum þa eiga þeir að stiðja þéttingu byggðar ekki fara auðveldu leiðina og banna hitt og þetta

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og einum? Svar:

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur