Þriðjudagur 30.8.2016 - 19:23 - FB ummæli ()

Flugvallarmálið komið fram á þingi

Ég er að sjálfsögðu einn flutningsmanna þessar þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um flugvöllinn, en ályktunin mun koma fram á þingi á morgun. Ég er mjög ánægð með að þetta mál er komið fram og við ætlum ekki að láta valta yfir okkur varðandi þetta mál.  Það er alveg öruggt

Frétt um málið á ruv.is:

Ögmundur Jónasson og 24 aðrir þingmenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hafa lagt fram tillögu á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.

Vilja þingmennirnir að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs skuli áfram vera í Vatnsmýrinni í Reykjavík.

Spurningin sem þingmennirnir vilja að borin verði upp: vilt þú að flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs hér á landi verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík? Tveir svarmöguleikar yrðu gefnir, já eða nei.

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 18.8.2016 - 18:31 - FB ummæli ()

Þjóðaratkvæði um flugvöll

Á næstu dög­um verður lögð fram þings­álykt­un­ar­til­laga á Alþingi um þjóðar­at­kvæðagreiðslu um framtíð Reykja­vík­ur­flug­vall­ar. Und­ir­bún­ing­ur máls­ins hefur tekið nokkr­ar vik­ur og bæði þing­menn úr stjórn og stjórn­ar­and­stöðu hafa komið að honum.

Ég tel mik­il­vægt að fólk um allt land sé spurt um þetta mál, enda er hér um að ræða höfuðborg allra lands­manna,  meðal ann­ars með hags­muni þeirra í huga sem verða veik­ir og þurfa að kom­ast hratt á sjúkra­hús.

Til­lag­an geng­ur út á að halda þjóðar­at­kvæðagreiðslu til að fá fram vilja lands­manna í mál­inu.  Ekki er verið með henni að  taka skipu­lags­vald af Reykja­vík­ur­borg, held­ur á niðurstaðan að vera leiðbein­andi um póli­tísk­an vilja fólks í þessu máli.

Til­lagan verður lögð fram á næstu dög­um og það er mik­il­vægt að hún verði tek­in fyr­ir áður en þingi lýkur og haldið er til kosn­inga. Ólíkleg er vegna tímamarka að hægt verði að halda at­kvæðagreiðsluna sam­hliða þing­kosn­ing­um en að ætl­un­in er að hún fari fram á allra næstu mánuðum, fáist tillagan samþykkit.

(Byggt á frétt mbl.is af málinu 18.8 2016 og ummælum mínum þar)

Flokkar: Óflokkað

Föstudagur 12.8.2016 - 17:32 - FB ummæli ()

Erdogan herðir tökin

Mörgum rennur kalt vatn milli skinns og hörunds vegna ástandsins í Tyrklandi og er ekki að undra.  Tyrkland er eitt af 28 aðildarþjóðum Atlantshafsbandalagsins og eftir að misheppnuð valdaránstilfraun var gerð þar á dögunum herðir Erdogan forseti landsins tök sín til muna.  Ný neyðarlög hafa verið sett gefa honum gríðarlega völd sem gera hann nánast einráðan.   Í landinu fara fram miklar hreinsanir í stjórnkerfinu og í skólakerfinu þar sem meintir andstæðingar forsetans eru reknir og aðrir honum hiðhollir settir í staðinn.  Enginn veit hvaða áhrif ástandið í Tyrklandi muni hafa á varnar- og öryggismál í Evrópu og samvinnuna innan NATO.

Hvaða mann hefur Erdogan að geyma?

Hver eru helstu persónueinkenni hins 62 ára Tayyip Erdogan? Sumir sérfræðingar lýsa honum sem árásargjörnum manni  sem þrífst á stöðugum pólitískum árekstrum sem sýni keppinautum sínum enga miskunn.

Aðrir sjá hann sem leiðtoga með mikla persónutöfra og raunhæf markmið; leiðtoga sem getur blásið stuðningsmönnum sínum baráttuanda í brjóst.  Loks eru þeir sem segja að Erdogan sé úlfur í sauðagæru sem bíði eftir næsta tækifæri til að hrinda í framkvæmd áætlunum sínum um að koma á einræði.

Hvað sem má um persónuleika Erdogans segja þá veit það ekki á gott þegar stjórnmálamaður í æðstu stöðu er svo hégómlegur og viðkvæmur fyrir eigin persónu eins og raun ber vitni með Erdogan. Samkvæmt tyrkneskum lögum frá 1926 er nefnilega ólöglegt að móðga forseta landsins, en mjög sjaldgæft var að á lagabókstafinn væri látið reyna fyrr en Erdogan tók við völdum, en frá því að hann var kjörinn forseti á ágúst 2014 hafa mörg hundruð manns sætt rannsókn fyrir að móðga forsetann eða verið formlega ákærðir.

Tyrkland afar mikilvægt ríki innan Nató og því gríðarlegir hagsmunir fyrir Ísland sem og önnur ríki sem eiga aðild að Atlantshafsbandalaginu að verði stjórnarfar að hætti lýðræðisríkja, en margt horfir því miður í aðra átt.

(Þessi grein birtist í Morgunblaðinu 10. ágúst 2016)

 

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 11.8.2016 - 21:46 - FB ummæli ()

Ógnvægleg þróun í Nató ríkinu Tyrklandi

Mörgum rennur kalt vatn milli skinns og hörunds vegna ástandsins í Tyrklandi og er ekki að undra.  Tyrkland er eitt af 28 aðildarþjóðum Atlantshafsbandalagsins og eftir að misheppnuð valdaránstilfraun var gerð þar á dögunum herðir Erdogan forseti landsins tök sín til muna.  Ný neyðarlög hafa verið sett gefa honum gríðarlega völd sem gera hann nánast einráðan.   Í landinu fara fram miklar hreinsanir í stjórnkerfinu og í skólakerfinu þar sem meintir andstæðingar forsetans eru reknir og aðrir honum hiðhollir settir í staðinn.  Enginn veit hvaða áhrif ástandið í Tyrklandi muni hafa á varnar- og öryggismál í Evrópu og samvinnuna innan NATO.

Hvaða mann hefur Erdogan að geyma?

Hver eru helstu persónueinkenni hins 62 ára Tayyip Erdogan? Sumir sérfræðingar lýsa honum sem árásargjörnum manni  sem þrífst á stöðugum pólitískum árekstrum sem sýni keppinautum sínum enga miskunn.

Aðrir sjá hann sem leiðtoga með mikla persónutöfra og raunhæf markmið; leiðtoga sem getur blásið stuðningsmönnum sínum baráttuanda í brjóst.  Loks eru þeir sem segja að Erdogan sé úlfur í sauðagæru sem bíði eftir næsta tækifæri til að hrinda í framkvæmd áætlunum sínum um að koma á einræði.

Hvað sem má um persónuleika Erdogans segja þá veit það ekki á gott þegar stjórnmálamaður í æðstu stöðu er svo hégómlegur og viðkvæmur fyrir eigin persónu eins og raun ber vitni með Erdogan. Samkvæmt tyrkneskum lögum frá 1926 er nefnilega ólöglegt að móðga forseta landsins, en mjög sjaldgæft var að á lagabókstafinn væri látið reyna fyrr en Erdogan tók við völdum.

Ólögleg að móðga forsetann

Fyrrverandi fegurðardrottning Tyrklands, hlaut tveggja ára skilorðsbundinn dóm í fyrra fyrir að móðga forsetann með ljóði sem hún birti á Instagram.  Tugir annarra eru til rannsóknar vegna meintra móðgana við Erdogan.  Þar á meðal tveir blaðamenn og teiknarara hjá Penguin dæmdir í 11 mánaða fangelsi og til sektargreiðslu. Dómur þeirra var síðan mildaður.  Frá því að Erdogan var kjörinn forseti á ágúst 2014 og hafa mörg hundruð manns sætt rannsókn fyrir að móðga forsetann eða verið formlega ákærðir.  Tyrkland afar mikilvægt ríki innan Nató og því gríðarlegir hagsmunir fyrir Ísland sem og önnur ríki sem eiga aðild að Atlantshafsbandalaginu að verði stjórnarfar að hætti lýðræðisríkja, en margt horfir því miður í aðra átt.

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 4.8.2016 - 19:07 - FB ummæli ()

Donald Trump, Nató og Ísland  

Verði Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna í nóvember næstkomandi má búast við stefnubreytingu Bandaríkjanna hvað varðar Nató sem eru mjög óheillavænlegar að mínu mati.  Trump lýsti því yfir við dagblaðið The New York Times og var því slegið upp í fjölmiðlum vestahafs að hann myndi hugsa sig tvisvar um áður en hann fyrirskipaði bandaríska hernum að verja bandalagsríki NATÓ.  Hann myndi til dæmis fyrst gera athugun á því hvað viðkomandi aðildarríkjanna legði fram til bandalagsins áður en Bandaríkjamenn skærust í leikinn, væri hann forseti.

Megin grein Nató sáttmálans í uppnámi 
Þessi ummæli hafa óneitanlega komið illa við margar ríkisstjórnin innan Nató, enda óttinn við frekari yfirgang Rússa mikill, sérstaklega í nágrannríkjunum eins og  Eystrasaltslöndunum.  Yfirlýsingar Trump ganga þvert gegn fimmtu grein stofnsáttmála Nató frá árinu 1949, þar sem Ísland var eitt 12 stofnríkjanna. Fimmta grein segir að árás á á eitt bandalagsríki í Evrópu eða Norður-Ameríku jafngildi árás á þau öll. Þetta er mikilvægasta grein sáttmálans, hornsteinn samvinnu vestrænna ríkja í varnarmálum.  Það  gefur auga leið að greininni var sérstaklega beint gegn yfirgangi Sovétríkjanna á þeim tíma.  Innrás inn í Vestur-Evrópu jafngilti stríðsyfirlýsingu við Bandaríkjin með allan hernaðarmátt þeirra.  Dagana eftir yfirlýsingar Trump stigu mjög margir málsmetandi menn í Bandaríkjunum fram og fordæmdu yfirlýsingar hans.  Bandaríkjamenn hefðu sömu hagsmuni og fyrr að styðja og styrkja Nató með öllum sínum mætti.
Trump og tvíhliða varnarsamstarf við Ísland

Væri Trump forseti Bandaríkjanna og Rússar reyndu innrás í Eystrasaltsríkin, svo dæmi sé tekið, mynd Trump, samkvæmt yfirlýsingum hans sjálfs,  meta fyrst hvort hann teldi framlag Eystrasaltslandanna nægilegt til sameiginlegra varna Nató áður en hann teldi sig þurfa að heiðra 5. grein sáttmálans.  Í framhaldinu hlýtur sú spurning að vakna hvað Ísland varðar hvort Trump myndi sem forseti vilja framhalda tvíhliða varnasamstarfi landanna? Það er alls óvíst miðað við þessar yfirlýsingar hans.

Ég heimsótti nýlega höfuðstöðvar Nató í Brussel ásamt nokkrum öðrum þingmönnum í utanríkismálanefnd Alþingis. Áttum þar viðræður við hásetta ráðamenn bandalagsins frá ýmsum löndum. Öllum er ljóst að Bandaríkin eru hryggjarstykkið í Nató og með kjöri Trump skapaðist mikil óvissa um grundvallar öryggismál álfunnar.  Sú óvissa næði að sjálfsögðu einnig til okkar Íslendinga, eins og áður er getið.

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 23.6.2016 - 19:34 - FB ummæli ()

Grátið á EM

Eitthvert stærsta stund í íslenskri íþróttasögu rann upp í París í gær þegar Íslendingar komust í 16 liða úrslit á EM  karla í fótbolta.  Það var ótrúlegt að sjá 12000 Íslendinga standa saman á leiknum og hvetja liðið til dáða.  Það hlýtur að vera heimsmet í þáttöku miðað við höfðatölu.  Að leik loknum faðmaðist fólk, kunnugir sem ókunnugir.   Hraustustu menn og konur viknuðu, þar á meðal ég sjálf, og tárin brutust fram. Þetta var ólýsanleg stund.  Ég mun muna alla ævi hvar ég var stödd 22. júní árið 2016 milli klukkan 18-20:30 að staðartíma.

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 21.6.2016 - 21:29 - FB ummæli ()

Óþolandi launamunur kynjanna

Samkvæmt fréttum RÚV í kvöld færist launamunur kynjanna í aukanna hér á landi. Við þessu verður að bregðast strax. Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn lýsti í fréttum sjónvarpsins aðferðum sem Reykjavíkurborg beitir til að jafn launamuninn og þar hefur vel tekist til. Það hlýtur að vera skýr krafa kjósenda að tekið verði á þessu sem er ekki annað er mannréttindabrot, að mínu mati.

Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 19.6.2016 - 19:25 - FB ummæli ()

Boðflennur í eigin afmæli

Mér finnst algerlega út í hött að fólki sé haldið frá hátíðahöldunum á Austurvelli með grindverki lögreglunnar. Þetta er hátíð þjóðarinnar en ekki fyrirmenna og erlendra sendimanna. Þetta er hátíðlegasti hluti þjóðhátíðarinnar að mínu mati, þ.e. athöfnin fyrir hádegi á Austurvelli og svo athöfnin í Hólavallakirkjugarði við leiði Jóns Sigurðsson.  Margir hafa það fyrir fastan sið að mæta á Austurvöll, hlusta á fjallkonuna o.s.fv. Fólk var komið þarna prúðbúið í tilefni dagsins í hátíðarskapi, en var síðan eins og boðflennur í eigin afmæli, girt af með járngrindum, sem áttu að hindra að lýðurinn kæmist of nálægt hátíðahöldunum sem fram fóru.

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 9.6.2016 - 17:32 - FB ummæli ()

Hvar eru almannahagsmunir?

Dómur Hæstaréttar um að loka beri NA-SV braut Reykjavíkurflugvallar er gríðarleg vonbrigði fyrir mig sem stjórnmálamann, og nefndarmann í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, sem barist hefur fyrir því að flugvöllurinn fái að vera áfram í Vatnsmýrinni og hann megi nýta að fullu með öryggishagsmuni borgaranna að leiðarljósi, s.s. í sjúkraflugi. En hver ber ábyrgð?  Minn eigin flokkur, Sjálfstæðisflokkurinn, getur ekki vikist undan ábyrgð og ekki heldur Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrverandi innanríkisráðherra.  Samt hafði Landsfundur lýst yfir eindregnum stuðningi við Reykjavíkurflugvöll.  Þetta eru ekki lýðræðisleg vinnubrögð eða í skásta falli léleg vinnubrögð.

Úr dómi Hæstaréttar í dag:

,,Þegar efni skjalsins 25. október 2013 er túlkað er hafið yfir skynsamlegan vafa að með því gekkst innanríkisráðherra undir þá skuldbindingu að tilkynna um lokun flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli samtímis því að nýtt deiliskipulag fyrir flugvallarsvæðið yrði auglýst og að þá skyldi jafnframt endurskoða gildandi skipulagsreglur fyrir flugvöllinn til samræmis. Atvik í aðdraganda að gerð þessa skjals og atvik sem síðar urðu, ekki síst tilkynningar innanríkisráðuneytisins til Isavia ohf., eins og gerð hefur verð grein fyrir að framan, renna enn frekari stoðum undir þennan skilning. Verður ekki dregin önnur ályktun en sú að stjórnvaldsákvörðun um lokun flugbrautarinnar hafi þegar verið tekin, svo og um að skipulagsreglur fyrir Reykjavíkurflugvöll skyldu endurskoðaðar og að skuldbindingar þær sem um ræðir lúti að því við hvaða aðstæður þessar ákvarðanir yrðu framkvæmdar.“

Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýri eru einhver helstu lífsgæði okkar Íslendinga; flugvöllur inn í miðri höfuðborg, já það eru lífsgæði. Reykjavík er nefnilega höfuðborg allra landsmanna og þangað þurfa landsmenn eðlilega margt að sækja. Við eigum að vera stolt flugvellinum okkar sem þjónar svo mörgum en ekki að finna honum allt til foráttu. Flugvöllurinn afar mikilvægur fyrir sjúkraflug enda steinsnar frá Landspítalanum sem er eina bráðasjúkrahús landsins og eykur þar með öryggi þeirra sem búa á landsbyggðinni.  NA-SV brautin, sem nú verður að loka, hefur verið talin nauðsynleg í því að hafa það öryggisnet sem þéttast og best.  Þetta er að mati sjúkraflugmanna og fleiri.

Hvar eru almannahagsmunir í þessu máli?

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 8.6.2016 - 19:10 - FB ummæli ()

Hvar eru konurnar?

Fyrsti fundur í Þjóðhagsráði var í dag. ASÍ og BSRB komu ekki að stofnun ráðsins sem er synd, en vonandi koma þeir inn í ráðið. Þjóðhagsráð er stofnað í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í maí í fyrra. Yfirlýsingin var gefin út til að greiða fyrir gerð kjarasamninga.  En myndin af ný skipaða þjóðhagsráði vekur athygli.  Hvar eru konurnar?Nýtt þjóðhagsráð

Flokkar: Óflokkað