Sunnudagur 19.06.2016 - 19:25 - FB ummæli ()

Boðflennur í eigin afmæli

Mér finnst algerlega út í hött að fólki sé haldið frá hátíðahöldunum á Austurvelli með grindverki lögreglunnar. Þetta er hátíð þjóðarinnar en ekki fyrirmenna og erlendra sendimanna. Þetta er hátíðlegasti hluti þjóðhátíðarinnar að mínu mati, þ.e. athöfnin fyrir hádegi á Austurvelli og svo athöfnin í Hólavallakirkjugarði við leiði Jóns Sigurðsson.  Margir hafa það fyrir fastan sið að mæta á Austurvöll, hlusta á fjallkonuna o.s.fv. Fólk var komið þarna prúðbúið í tilefni dagsins í hátíðarskapi, en var síðan eins og boðflennur í eigin afmæli, girt af með járngrindum, sem áttu að hindra að lýðurinn kæmist of nálægt hátíðahöldunum sem fram fóru.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Elín Hirst
Alþingismaður

Elín er fædd í Reykjavík 4. 9. 1960.
RSS straumur: RSS straumur