Fimmtudagur 11.08.2016 - 21:46 - FB ummæli ()

Ógnvægleg þróun í Nató ríkinu Tyrklandi

Mörgum rennur kalt vatn milli skinns og hörunds vegna ástandsins í Tyrklandi og er ekki að undra.  Tyrkland er eitt af 28 aðildarþjóðum Atlantshafsbandalagsins og eftir að misheppnuð valdaránstilfraun var gerð þar á dögunum herðir Erdogan forseti landsins tök sín til muna.  Ný neyðarlög hafa verið sett gefa honum gríðarlega völd sem gera hann nánast einráðan.   Í landinu fara fram miklar hreinsanir í stjórnkerfinu og í skólakerfinu þar sem meintir andstæðingar forsetans eru reknir og aðrir honum hiðhollir settir í staðinn.  Enginn veit hvaða áhrif ástandið í Tyrklandi muni hafa á varnar- og öryggismál í Evrópu og samvinnuna innan NATO.

Hvaða mann hefur Erdogan að geyma?

Hver eru helstu persónueinkenni hins 62 ára Tayyip Erdogan? Sumir sérfræðingar lýsa honum sem árásargjörnum manni  sem þrífst á stöðugum pólitískum árekstrum sem sýni keppinautum sínum enga miskunn.

Aðrir sjá hann sem leiðtoga með mikla persónutöfra og raunhæf markmið; leiðtoga sem getur blásið stuðningsmönnum sínum baráttuanda í brjóst.  Loks eru þeir sem segja að Erdogan sé úlfur í sauðagæru sem bíði eftir næsta tækifæri til að hrinda í framkvæmd áætlunum sínum um að koma á einræði.

Hvað sem má um persónuleika Erdogans segja þá veit það ekki á gott þegar stjórnmálamaður í æðstu stöðu er svo hégómlegur og viðkvæmur fyrir eigin persónu eins og raun ber vitni með Erdogan. Samkvæmt tyrkneskum lögum frá 1926 er nefnilega ólöglegt að móðga forseta landsins, en mjög sjaldgæft var að á lagabókstafinn væri látið reyna fyrr en Erdogan tók við völdum.

Ólögleg að móðga forsetann

Fyrrverandi fegurðardrottning Tyrklands, hlaut tveggja ára skilorðsbundinn dóm í fyrra fyrir að móðga forsetann með ljóði sem hún birti á Instagram.  Tugir annarra eru til rannsóknar vegna meintra móðgana við Erdogan.  Þar á meðal tveir blaðamenn og teiknarara hjá Penguin dæmdir í 11 mánaða fangelsi og til sektargreiðslu. Dómur þeirra var síðan mildaður.  Frá því að Erdogan var kjörinn forseti á ágúst 2014 og hafa mörg hundruð manns sætt rannsókn fyrir að móðga forsetann eða verið formlega ákærðir.  Tyrkland afar mikilvægt ríki innan Nató og því gríðarlegir hagsmunir fyrir Ísland sem og önnur ríki sem eiga aðild að Atlantshafsbandalaginu að verði stjórnarfar að hætti lýðræðisríkja, en margt horfir því miður í aðra átt.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Elín Hirst
Alþingismaður

Elín er fædd í Reykjavík 4. 9. 1960.
RSS straumur: RSS straumur