Fimmtudagur 18.08.2016 - 18:31 - FB ummæli ()

Þjóðaratkvæði um flugvöll

Á næstu dög­um verður lögð fram þings­álykt­un­ar­til­laga á Alþingi um þjóðar­at­kvæðagreiðslu um framtíð Reykja­vík­ur­flug­vall­ar. Und­ir­bún­ing­ur máls­ins hefur tekið nokkr­ar vik­ur og bæði þing­menn úr stjórn og stjórn­ar­and­stöðu hafa komið að honum.

Ég tel mik­il­vægt að fólk um allt land sé spurt um þetta mál, enda er hér um að ræða höfuðborg allra lands­manna,  meðal ann­ars með hags­muni þeirra í huga sem verða veik­ir og þurfa að kom­ast hratt á sjúkra­hús.

Til­lag­an geng­ur út á að halda þjóðar­at­kvæðagreiðslu til að fá fram vilja lands­manna í mál­inu.  Ekki er verið með henni að  taka skipu­lags­vald af Reykja­vík­ur­borg, held­ur á niðurstaðan að vera leiðbein­andi um póli­tísk­an vilja fólks í þessu máli.

Til­lagan verður lögð fram á næstu dög­um og það er mik­il­vægt að hún verði tek­in fyr­ir áður en þingi lýkur og haldið er til kosn­inga. Ólíkleg er vegna tímamarka að hægt verði að halda at­kvæðagreiðsluna sam­hliða þing­kosn­ing­um en að ætl­un­in er að hún fari fram á allra næstu mánuðum, fáist tillagan samþykkit.

(Byggt á frétt mbl.is af málinu 18.8 2016 og ummælum mínum þar)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Elín Hirst
Alþingismaður

Elín er fædd í Reykjavík 4. 9. 1960.
RSS straumur: RSS straumur