Þriðjudagur 30.08.2016 - 19:23 - FB ummæli ()

Flugvallarmálið komið fram á þingi

Ég er að sjálfsögðu einn flutningsmanna þessar þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um flugvöllinn, en ályktunin mun koma fram á þingi á morgun. Ég er mjög ánægð með að þetta mál er komið fram og við ætlum ekki að láta valta yfir okkur varðandi þetta mál.  Það er alveg öruggt

Frétt um málið á ruv.is:

Ögmundur Jónasson og 24 aðrir þingmenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hafa lagt fram tillögu á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.

Vilja þingmennirnir að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs skuli áfram vera í Vatnsmýrinni í Reykjavík.

Spurningin sem þingmennirnir vilja að borin verði upp: vilt þú að flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs hér á landi verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík? Tveir svarmöguleikar yrðu gefnir, já eða nei.

Flokkar: Óflokkað

«

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is