Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Þriðjudagur 30.08 2016 - 19:23

Flugvallarmálið komið fram á þingi

Ég er að sjálfsögðu einn flutningsmanna þessar þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um flugvöllinn, en ályktunin mun koma fram á þingi á morgun. Ég er mjög ánægð með að þetta mál er komið fram og við ætlum ekki að láta valta yfir okkur varðandi þetta mál.  Það er alveg öruggt Frétt um málið á ruv.is: Ögmundur Jónasson […]

Fimmtudagur 18.08 2016 - 18:31

Þjóðaratkvæði um flugvöll

Á næstu dög­um verður lögð fram þings­álykt­un­ar­til­laga á Alþingi um þjóðar­at­kvæðagreiðslu um framtíð Reykja­vík­ur­flug­vall­ar. Und­ir­bún­ing­ur máls­ins hefur tekið nokkr­ar vik­ur og bæði þing­menn úr stjórn og stjórn­ar­and­stöðu hafa komið að honum. Ég tel mik­il­vægt að fólk um allt land sé spurt um þetta mál, enda er hér um að ræða höfuðborg allra lands­manna,  meðal ann­ars […]

Föstudagur 12.08 2016 - 17:32

Erdogan herðir tökin

Posted on August 11, 2016 by elinhirst Mörgum rennur kalt vatn milli skinns og hörunds vegna ástandsins í Tyrklandi og er ekki að undra.  Tyrkland er eitt af 28 aðildarþjóðum Atlantshafsbandalagsins og eftir að misheppnuð valdaránstilfraun var gerð þar á dögunum herðir Erdogan forseti landsins tök sín til muna.  Ný neyðarlög hafa verið sett gefa […]

Fimmtudagur 11.08 2016 - 21:46

Ógnvægleg þróun í Nató ríkinu Tyrklandi

Mörgum rennur kalt vatn milli skinns og hörunds vegna ástandsins í Tyrklandi og er ekki að undra.  Tyrkland er eitt af 28 aðildarþjóðum Atlantshafsbandalagsins og eftir að misheppnuð valdaránstilfraun var gerð þar á dögunum herðir Erdogan forseti landsins tök sín til muna.  Ný neyðarlög hafa verið sett gefa honum gríðarlega völd sem gera hann nánast […]

Fimmtudagur 04.08 2016 - 19:07

Donald Trump, Nató og Ísland  

Verði Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna í nóvember næstkomandi má búast við stefnubreytingu Bandaríkjanna hvað varðar Nató sem eru mjög óheillavænlegar að mínu mati.  Trump lýsti því yfir við dagblaðið The New York Times og var því slegið upp í fjölmiðlum vestahafs að hann myndi hugsa sig tvisvar um áður en hann fyrirskipaði bandaríska hernum […]

Fimmtudagur 23.06 2016 - 19:34

Grátið á EM

Eitthvert stærsta stund í íslenskri íþróttasögu rann upp í París í gær þegar Íslendingar komust í 16 liða úrslit á EM  karla í fótbolta.  Það var ótrúlegt að sjá 12000 Íslendinga standa saman á leiknum og hvetja liðið til dáða.  Það hlýtur að vera heimsmet í þáttöku miðað við höfðatölu.  Að leik loknum faðmaðist fólk, […]

Þriðjudagur 21.06 2016 - 21:29

Óþolandi launamunur kynjanna

Samkvæmt fréttum RÚV í kvöld færist launamunur kynjanna í aukanna hér á landi. Við þessu verður að bregðast strax. Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn lýsti í fréttum sjónvarpsins aðferðum sem Reykjavíkurborg beitir til að jafn launamuninn og þar hefur vel tekist til. Það hlýtur að vera skýr krafa kjósenda að tekið verði á þessu […]

Sunnudagur 19.06 2016 - 19:25

Boðflennur í eigin afmæli

Mér finnst algerlega út í hött að fólki sé haldið frá hátíðahöldunum á Austurvelli með grindverki lögreglunnar. Þetta er hátíð þjóðarinnar en ekki fyrirmenna og erlendra sendimanna. Þetta er hátíðlegasti hluti þjóðhátíðarinnar að mínu mati, þ.e. athöfnin fyrir hádegi á Austurvelli og svo athöfnin í Hólavallakirkjugarði við leiði Jóns Sigurðsson.  Margir hafa það fyrir fastan […]

Fimmtudagur 09.06 2016 - 17:32

Hvar eru almannahagsmunir?

Dómur Hæstaréttar um að loka beri NA-SV braut Reykjavíkurflugvallar er gríðarleg vonbrigði fyrir mig sem stjórnmálamann, og nefndarmann í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, sem barist hefur fyrir því að flugvöllurinn fái að vera áfram í Vatnsmýrinni og hann megi nýta að fullu með öryggishagsmuni borgaranna að leiðarljósi, s.s. í sjúkraflugi. En hver ber ábyrgð?  Minn […]

Miðvikudagur 08.06 2016 - 19:10

Hvar eru konurnar?

Fyrsti fundur í Þjóðhagsráði var í dag. ASÍ og BSRB komu ekki að stofnun ráðsins sem er synd, en vonandi koma þeir inn í ráðið. Þjóðhagsráð er stofnað í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í maí í fyrra. Yfirlýsingin var gefin út til að greiða fyrir gerð kjarasamninga.  En myndin af ný skipaða þjóðhagsráði […]

Höfundur

Elín Hirst
Alþingismaður

Elín er fædd í Reykjavík 4. 9. 1960.
RSS straumur: RSS straumur