Færslur fyrir nóvember, 2012

Föstudagur 30.11 2012 - 01:53

En ég mun samt ekki ræða Erp á feminiskum forsendum

Þrátt fyrir að ég tæki það skýrt fram í pistli mínum í gær að ég væri ekki að kalla eftir gagnrýni á Erp Eyvindarson eða ætlast til þess að feministar gagnrýndu annað en þeim bara sýnist, hafa viðbrögðin að miklu leyti snúist um það hvort eigi að gagnrýna Erp og hvort það séu þá feministar […]

Fimmtudagur 29.11 2012 - 11:44

Sjóðandi fýsur sleppa – ef maður spilar með réttu liði

Þegar ég sá þetta myndband átti ég von á því að feminstar myndu brenna Erp Eyvindarson á báli. Erpur flokkast sem fyrirmynd og þarna kemur hann fram, fullorðinn tónlistarmaður, eins og hani í hæsnahóp, með hóp af framhaldsskólastelpum í heita pottinum. Hann talar svo um þær sem „fýsur“ og segist hafa skráð sig í fjarnám […]

Þriðjudagur 27.11 2012 - 16:24

Hjálpum þeim, og þau munu hjálpa okkur

Nú er bara tæpur mánuður til jóla og eitt af því sem einkennir aðventuna er örlæti og kærleikur í garð fátækra og hrjáðra. Við getum auðvitað kallað það hræsni að leggja sérstaka áherslu á mannúðarstarf einn mánuð á ári en það hlýtur þó að vera skárra að almenningur sé meðvitaður um eymd meðbræðra sinna einu […]

Mánudagur 26.11 2012 - 00:01

Nei, Facebook getur EKKI selt eða gefið myndirnar þínar

Enn einu sinni er fólk farið að deila hysteríustatus sem segir að facebook eigi rétt á myndunum okkar. Þetta er þvæla og af því tilefni birti ég nú pistil frá því í apríl í fyrra. ——————– Nei elskan. Facebook mun ekki öðlast útgáfurétt á fjölskyldumyndunum þínum á morgun. Andlitið á þér verður ekki notað í […]

Laugardagur 24.11 2012 - 14:12

Hugleikur

Hugleikur Dagsson er skemmtilegur listamaður. Ég kaupi bækurnar hans handa fermingarbörnum. Og nei, ég hef ekki áhyggjur af því að ungviðið misskilji samfélagsádeilu Hugleiks og haldi að hann sé að mæla með fjöldamorðum og barnaníði. Og Hugleikur er ekki bara góður listamaður. Hann er líka svo góður strákur. Það hefur hann sjálfur staðfest. Hulli er […]

Föstudagur 23.11 2012 - 12:49

Stórveldið, Monitor og kennivald kvenhyggjunnar

Þessi grein tilheyrir pistlaröð um kennivald kvenhyggjunnar. Tenglar á fyrri pistla í röðinni eru í lok greinarinnar. —— Hreyfing sem stefnir að því að koma á kennivaldi, gerir sér far um að yfirtaka alla umræðu sem snertir áhugasvið hennar. Einn mikilvægasti áfanginn á þeirri vegferð er sá að yfirtaka fjölmiðlaumfjöllun og þar hafa íslenskir feministar […]

Fimmtudagur 22.11 2012 - 15:28

Til hvers þarf löggan næstum 300 skotvopn?

Í gær sagði visir.is frá því að lögreglan hefði yfir að ráða 254 skammbyssum og 37 rifflum. Í fréttinni er engin tilraun gerð til þess að skýra þörfina á þessari miklu vopnaeign. Mér skilst að sérsveit lögreglunnar skipi um 50 manns. Ef það er rétt er erfitt að sjá fyrir sér aðstæður þar sem þörf […]

Miðvikudagur 21.11 2012 - 12:07

Hvaða lausn sérð þú?

Allt stefnir í að Ísraelsmenn sölsi undir sig það litla sem eftir er af Palestínu og drepi réttmæta eigendur landins eða stökkvi þeim á flótta. Engin friðsamleg lausn er í sjónmáli. Ísraelsmenn hafa engan áhuga á tveggja ríkja lausn og það að Hamas skuli njóta stuðnings stafar sannarlega ekki af því að trúarofstæki þeirra og […]

Þriðjudagur 20.11 2012 - 18:16

Hvað er þjóðarmorð?

Í umræðunni um ástandið í Palestínu hefur heyrst það sjónarmið að rangt sé að tala um meðferð Ísraela á Palestínumönnum sem þjóðarmorð. Með því sé verið að gengisfella hugtakið. Við skulum skoða réttmæti þess að nota orðið þjóðarmorð, með því að bera ástandið í Palestínu saman við skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna á þjóðarmorði. Í 2. grein sáttmála um […]

Þriðjudagur 20.11 2012 - 00:42

Innanríkisráðherra er lýðskrumari og hræsnari

Aldeilis mögnuð ræðan hans Ögmundar við Bandaríska sendiráðið, sérstaklega þetta: „Hvað verður búið að drepa mörg börn í tíu fréttum?“ Ég má eiginlega til með að deila þessum skilaboðum sem ég sá á facebook, svona í tilefni dagsins. Hvað verður búið að drepa mörg börn fyrir tíu fréttir?“ spurði innanríkisráðherra í „eldræðu“ sinni við bandaríska […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics