Fimmtudagur 22.11.2012 - 15:28 - FB ummæli ()

Til hvers þarf löggan næstum 300 skotvopn?

Í gær sagði visir.is frá því að lögreglan hefði yfir að ráða 254 skammbyssum og 37 rifflum.

Í fréttinni er engin tilraun gerð til þess að skýra þörfina á þessari miklu vopnaeign. Mér skilst að sérsveit lögreglunnar skipi um 50 manns. Ef það er rétt er erfitt að sjá fyrir sér aðstæður þar sem þörf er fyrir á hátt á þriðja hundrað skotvopna. Sú spurning hlýtur því að vakna hvort verið sé að leggja drög að því að lögreglan gangi með skotvopn á sér.

Mér finnst að einhver fjölmiðill ætti að taka að sér að fá fram svör um það á hvaða forsendum þessi vopnaþörf sé metin. Ef ekki af ást sinni á almennri upplýsingu og þjónustulund við almenna borgara, þá allavega af umhyggju fyrir  Stefáni Eiríkssyni. Ég held nefnilega að honum finnist ekkert gaman að fá bréf frá mér.

Komaso blaðamenn; finnið nú út hver fjárinn er eiginlega í gangi.

Flokkar: Allt efni · Fjölmiðlar · Lög og réttur · Lögregla og dómsmál
Efnisorð:

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics