Færslur fyrir desember, 2012

Sunnudagur 30.12 2012 - 13:08

Klámmyndir ársins 2012

  Þessi dræsulega háskólastúdína var klárlega klámmyndafyrirsæta ársins 2011. Myndin var notuð á auglýsingu fyrir sloppasölu lyfjafræðinema. Ég skrifaði stutta hugleiðingu um þessa mynd á sínum tíma. Þessi klámmynd kom í óvæntar þarfir feminista, því þegar mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar gekkst fyrir ritun sérstaks klámbæklings til þess að sporna gegn kláminu á vinnustöðum borgarinnar, kom í ljós að […]

Laugardagur 29.12 2012 - 16:16

Pistlar ársins

Árið er óðum að renna í aldanna skaut. Eins og lesendur hafa eflaust tekið eftir ákvað ég að taka mér langt og vel heppnað jólafrí frá skrifum um dólgafeminisma og mun það frí standa allt til 4. janúar. Til yfirbótar hef ég svo ákveðið að strengja það áramótaheit að herða mig til muna í skrifum […]

Fimmtudagur 27.12 2012 - 18:44

Afnemum mannanafnalög

Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkur nöfn til viðbótar en foreldrar Christu litlu verða enn um sinn að sætta sig við að nafn hennar sé ólöglegt. Sú ákvörðun stenst enga rökvísi enda eru fjölmörg nöfn með samstöfunni ch á mannanafnaskrá og nafnið fellur prýðilega að beygingakerfinu. Þegar úrskurðir mannanafnanefndar eru skoðaðir nokkur ár aftur í tímann kemur í […]

Þriðjudagur 25.12 2012 - 13:11

Að runka refsigleðinni

Fangi strýkur af Litla Hrauni. Gefur sig að lokum fram enda afber enginn venjulegur maður útlegð á Íslandi um miðjan vetur. Honum er skutlað beint í einangrun, ekki af því nein hætta sé á að hann spilli rannsókn sakamáls eða af því að hætta stafi af honum eða steðji að honum innan um aðra fanga, […]

Mánudagur 24.12 2012 - 05:22

Fyrstaheimsvandamál

Þú veist að þú átt við fyrstaheimsvandamál að etja: Þegar þú  „þarft“ að kaupa 32 jólagjafir fyrir utan það sem þú ætlar að gefa börnum og maka og sérð ekkert sem þér finnst koma til greina undir 2000 kr. Þegar þú kaupir 32 gjafir sem þér finnst ólíklegt að verði nokkurntíma notaðar, átt ekki pening fyrir […]

Fimmtudagur 20.12 2012 - 14:52

Af virðingu stofnana

Alþingi er virðuleg stofnun. Það er því sorglegt til þess að hugsa að þingmenn geri sig seka um að vanvirða þessa háborg lýðræðisins með því að klæðast að hætti óbreyttrar alþýðunnar. Þessháttar hegðun hefur t.d. Árni Johnsen gerst sekur um. Hugsið ykkur bara hvernig það væri með virðingu þingsins ef allir þingmenn hegðuðu sér eins […]

Miðvikudagur 19.12 2012 - 13:41

Að falla fyrir kapítalískri lygi

Í kjarabaráttu verður hver stétt sú mikilvægasta í veraldarsögunni og jafnframt sú vanmetnasta og sú göfugasta. Munið eftir auglýsingunni sem sýndi eymingja lömdu lögguna með búsó í bakgrunni? Jesús minn hvað löggi litli átti bágt. Mig langaði mest að hugga hann og gefa honum kjötsúpu. Hjúkrunarfræðingar hafa ekki farið í samskonar fórnarlambsgír og löggan en […]

Mánudagur 17.12 2012 - 15:59

Skyggnulýsing 3a

Undanfarið hef ég skyggnst inn í kynjaveröld Háskóla Íslands þar sem kvenhyggjusöfnuður starfrækir biblíuskóla á kostnað ríkisins. Tildrög þessara skrifa er nýnemakennsla þar sem gagnrýni mín á trúarbrögðin er til umfjöllunar. Hér má sjá fyrri pistla mína þessu tengda: Skyggnulýsing 2 Skyggnulýsing 1 Fánaberar fávísinnar Vill einhver leka í mig leyniskjölum úr kynjafræðinni? Ég hef […]

Sunnudagur 16.12 2012 - 17:46

Að opna landamæri

Í hvert sinn sem ég nefni möguleikann á því að leggja niður landamæri, kýs einhver að túlka það á þann veg að þar með vilji ég drífa í því, án þess að setja niður áætlun um það hvernig eigi að taka á móti innflytjendum, án samráðs við aðrar þjóðir og fyrir klukkan tíu í fyrramálið. […]

Laugardagur 15.12 2012 - 15:44

Skyggnulýsing 2

Ég taldi víst að fáir hefðu áhuga á úttekt minni á kennsluefni kynjafræðinnar um svokallaðan „and-feminisma“ en það er öðru nær. Þessi pistill er búinn að fá þúsundir flettinga. Mér hefði þótt skemmtilegt að krefjast lykilorðs fyrir allar skyggnulýsingarnar en þar sem áhuginn er meiri en ég átti von á, ákvað ég að birta þá […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics