Sunnudagur 16.12.2012 - 17:46 - FB ummæli ()

Að opna landamæri

Í hvert sinn sem ég nefni möguleikann á því að leggja niður landamæri, kýs einhver að túlka það á þann veg að þar með vilji ég drífa í því, án þess að setja niður áætlun um það hvernig eigi að taka á móti innflytjendum, án samráðs við aðrar þjóðir og fyrir klukkan tíu í fyrramálið.

Auðvitað gætum við opnað landamæri án þess að standa að því eins og fávitar og með Schengen samkomulaginu var stigið stórt skref í þá átt. Ekki sé ég að það samstarf hafi haft neinar hörmungar í för með sér.

Það hefur marga kosti að fá til landsins vinnufært fólk sem getur fljótlega lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Kostnaður íslenska ríkisins við að framleiða einn skattgreiðanda er varla undir 20 milljónum og það tekur á bilinu 16-26 ár. Ég veit ekki við hvaða meðalaldur fólk er farið að greiða tekjuskatt en það þykir orðið nauðsynlegt að ungt fólk ljúki stúdentsprófi og sjálfsagt að það fari í framhaldsnám svo sennilega hefur meðalaldur skattgreiðenda hækkað umtalsvert á síðustu 50 árum.

Sænski miðjuflokkurinn íhugar nú alvarlega möguleikana á að opna fyrir frjálsan innflutning fólks til Svíþjóðar. Ástæðurnar eru annarsvegar þörf á vinnuafli í greinum sem Svíar sýna almennt lítinn áhuga og hinsvegar hættan á því að byggð leggist af á stórum svæðum. Þeir Íslendingar sem hafa áhyggjur af landsbyggðarflótta ættu kannski að skoða þennan möguleika líka.

 

 

Flokkar: Allt efni · Flóttamenn og innflytjendur
Efnisorð: , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics