Laugardagur 29.12.2012 - 16:16 - FB ummæli ()

Pistlar ársins

Árið er óðum að renna í aldanna skaut. Eins og lesendur hafa eflaust tekið eftir ákvað ég að taka mér langt og vel heppnað jólafrí frá skrifum um dólgafeminisma og mun það frí standa allt til 4. janúar. Til yfirbótar hef ég svo ákveðið að strengja það áramótaheit að herða mig til muna í skrifum um þetta uppáhaldsviðfangsefni mitt enda ekki vanþörf á.

Ég þakka þeim sem hafa fylgst með skrifum mínum fyrir að lestur og ummæli og fyrir að vekja athygli annarra á þeim. Ég hef valið einn pistil frá hverjum mánuði ársins sem ég vil benda nýjum og áhugasömum lesendum á.  Þetta eru ekki mest lesnu pistlar ársins og ekki þeir sem ég lagði mesta vinnu í, heldur endurspegla þeir áhuga minn á mörgum málaflokkum.

Sýnishorn af pistlum ársins:

Janúar Saga strokuþræls
Febrúar Kristín Vala og örbylgjugrýlan
Mars Kvað hún brotaþola hafa uppfyllt öll skilyrði…
Apríl Hvaða hæfileika þarf forseti að hafa?
Maí Líkamsvirðing stendur fyrir…?
Júní Einkalíf í rusli
Júlí Til hvers að aðlagast menningunni?
Ágúst Ráðherrann á ruslahaugunum
September Af hugvitssamlegum reikningsaðferðum Fangelsismálastofnunar
Október Framtak Össurar og súru berin hans Bússa
Nóvember Opið bréf til forseta Íslands
Desember Rónaþversögnin

Mest hef ég skrifað um feminisma og málefni flóttamanna og um dólgafeminisma. Þá pistla má finna með leitarorðum á þessari slóð og svo hér á Eyjunni frá því í október. Fyrir þá sem ekki þekkja mín viðhorf í þessum efnum er fljótlegast að setja sig inn í þau með því að hlusta á umfjöllun í Silfrinu frá því í apríl.

Hér er Flóttamannahlutinn:

Og hér er feministahlutinn

Flokkar: Allt efni · Ýmislegt
Efnisorð:

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics