Færslur fyrir febrúar, 2013

Fimmtudagur 28.02 2013 - 09:44

Ráðherraefnið og flóttamenn

Fyrir hönd félags áhugafólks um málefni flóttamanna (áður birt í DV) Vigdís Hauksdóttir hefur lagt fram á alþingi fyrirspurn um málefni flóttamanna. Fyrirspurnin lýsir áhyggjum af meintri eftirsókn flóttamanna eftir óverðskulduðu hæli á Íslandi ásamt þeirri hugmynd að flóttamenn séu öðrum glæphneigðari. Þingmaðurinn spyr hvort komi til greina að láta menn sem reyna að flýja […]

Miðvikudagur 27.02 2013 - 11:42

Góð þjónusta hjá DV

Það hefur marga kosti að halda úti bloggi. Maður mótar sína eigin ritstjórnarstefnu, skrifar um það sem manni bara sýnist og þarf ekki að hafa áhyggjur af orðafjölda. En stundum skiptir máli að ná til stærri lesendahóps en fastagesta á blogginu og þá getur verið hentugt að biðja blöðin að birta grein. Oftast gera þau það […]

Þriðjudagur 26.02 2013 - 12:16

Þarf ríkissaksóknari að sæta ábyrgð?

Árlega fær lögreglan 175 hleranaheimildir. Það merkir ný hlerunarheimild næstum því annan hvern dag. Heimildir hafa gilt í allt að 110 daga. Hversu lengi ætli hleranaheimildir gildi að meðaltali? Hversu margir hlerunardagar eru þetta samanlagt? Ekkert eftirlit Enn veit almenningur ekkert hvort eftirlit með hlerunum er yfirhöfuð viðhaft. Ríkissaksóknari getur engu svarað og vísar á […]

Sunnudagur 24.02 2013 - 03:00

Örlög kvenna, val karla

Ég á vin sem langaði að verða kvikmyndagerðarmaður. Þegar hann var ungur var kvikmyndagerð ekki kennd á Íslandi. Hann átti lítil börn en enga peninga og var ekki áhættusækinn. Hann vissi að líkurnar á því að hann slægi í gegn voru takmarkaðar og komst að þeirri niðurstöðu að það þjónaði hagsmunum fjölskyldunnar betur að hann […]

Miðvikudagur 20.02 2013 - 21:32

Staðgöngumæðrun, heilaspuni og rannsóknir

Þann 30. 01.2012 birti ég pistil sem ég finn mig knúna til að endurbirta í tilefni frétta af nýjustu árás dólgafeminista á kvenfrelsi.   Staðgöngumæðrun, heilaspuni og rannsóknir   Enda þótt konur lifi að jafnaði lengur en karlar, lendi síður í slysum og séu líklegri til að leita aðstoðar ef þær lenda í aðstæðum sem […]

Miðvikudagur 20.02 2013 - 13:43

Trúnaðarmál

Ég játa. Mér varð það á að hlæja þegar ég sá þetta. En þetta er ekki fyndið og glottið breyttist í grettu þegar ég hugsaði um það hverskonar upplýsingar þeir sem ekki kunna á facebook gætu óvart sett á opinn vegg. Ég get hlegið að þessu af því að þarna kom ekkert fram sem hefði […]

Mánudagur 18.02 2013 - 16:30

Þungvæg orð karla

  Gamalmennisraus hins fallna konungs hefði sennilega litla athygli fengið nema vegna þess að karlinn var dónalegur við konu. Karlana í röðum Vg og gamla Alþýðubandalagsins kallar ritstjórinn klókindamenn, gullkistuvörð, dráttarklár, leyniskjalaverði, samsærisbræður, og vísar til gamalla orða formannsins um Davíð sjálfan sem gungu og druslu. Hann kallar forseta lýðveldisins að vísu ekki Óla grís […]

Föstudagur 15.02 2013 - 18:43

Vigdís Hauksdóttir er hætt að vera fyndin

Mér hefur löngum þótt það fyndinn gjörningur hjá Framsóknarflokknum að koma Vigdísi Hauksdóttur á þing. En nú er þetta hætt að vera fyndið. Ég er of reið til að skrifa um þetta í augnablikinu án þess að hætta á að segja eitthvað sem ég gæti séð eftir. Það hlýtur að koma að því að adrenalínflæðið […]

Miðvikudagur 13.02 2013 - 15:18

Píkan hennar Steinunnar

Steinunn Gunnlaugsdóttir er pólitískur lista(kven)maður sem ég vildi gjarnan að væri meira áberandi. Hún á heiðurinn af píkumyndbandinu sem ég tengi á hér að neðan. Þar sem margar viðkvæmar sálir lesa Eyjubloggið mitt er hætta á að einhverjum misbjóði og fyrst var ég að hugsa um að birta þetta frekar á persónulegu síðunni minni. Við nánari […]

Þriðjudagur 12.02 2013 - 14:55

Eigi skal efast

Viðbrögðin við hæstaréttardómnum í vítisenglamálinu, sem engir vítisenglar voru viðriðnir, afhjúpar þá útbreiddu skoðun að kynferðisbrot séu annars eðlis og miklu alvarlegri en annað ofbeldi. Síðustu daga hef ég nefnt ýmis dæmi um ofbeldi sem ekki telst kynferðisbrot en felur engu að síður í sér niðurlægingu og brot gegn sjálfsákvörðunarrétti fórnarlambsins.  Ég hef spurt hversvegna […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics