Færslur fyrir mars, 2013

Laugardagur 30.03 2013 - 18:01

Því miður, þú býrð í útlöndum svo þér kemur þetta ekki við

___________________________________________________________________________________ Mig langaði til þess að mæla með tilteknu framboði en komst þá að því að þar sem ég á lögheimili erlendis má ég ekki skrifa undir meðmælalista. Ég þekki þess líka dæmi að fólk sem er búsett erlendis hefur mætt á kjörstað og áttað sig þá á því að það er dottið út af […]

Föstudagur 29.03 2013 - 10:37

Súkkulaði, þrælahald og Fair Trade vottun

  Þá er það staðfest sem allir vissu en fáir töluðu um; páskaeggin okkar eru unnin úr þrælabaunum. Reiknað með að taki tíu ár að leggja niður viðskipti við þrælahaldara. Eftirfarandi pistil skrifaði ég árið 2011. ————————————————   Súkkulaði er gott. Svo gott að mér skilst að flestar konur taki það fram yfir kynlíf. Það […]

Fimmtudagur 28.03 2013 - 11:19

Þetta eina sem þingheimur náði samstöðu um

Í dag eru margir reiðir. Út af þessu með auðlindaákvæðið og kvótann og vatnalögin og allskonar og æjá svo var eitthvað um stjórnarskrá. Dálítið verið daðrað við einkavæðingu bankanna líka. Var ég búin að nefna meiri stóriðju? Ríkisstyrkta? Það er ósköp skiljanlegt að þeir sem kusu Samfylkinguna og VG séu í sárum en í allri […]

Miðvikudagur 27.03 2013 - 02:35

Við vildum eitthvað annað

___________________________________________________________________________________ Búsáhaldabyltingin var engin bylting. Hún var röð uppþota sem hröktu vanhæfa ríkisstjórn frá völdum. Enginn dó og það er á mörkunum að hægt sé að tala um óeirðir en fólk óhlýðnaðist lögreglunni og það var svo brjálæðislega róttækt að í huga þjóðar sem þekkir hvorki sverð né blóð (enda þótt hún styðji hvorttveggja með […]

Þriðjudagur 26.03 2013 - 15:56

Kartöfluhýði Brynjars Níelssonar

_________________________________________________________________________________ Sama dag og skýrsla starfshóps um Guðmundar og Geirfinnsmál kemur út, taka menn til við að dreifa tveggja ára gamalli grein Brynjars Níelssonar um Guðmundar og Geirfinnsmálin á netinu. Grein sem virðist eiga að vera einhverskonar varnarskjal fyrir lögreglu og dómstóla. Bendir hann á nokkrar staðreyndir sem lágu til grundvallar dómum yfir sakborningum í […]

Laugardagur 23.03 2013 - 16:53

Litla, gráa kisa

  Ég hef haldið því fram að þótt vinstri græn hafi brugðist á mörgum sviðum hafi þau þó amk staðið sig í umhverfismálum. Ég verð víst að éta það ofan í mig. Ég hef enga reynslu af fjallaferðum og veit ekki hvort slæm umgengni ferðamanna um landið er svo stórt vandamál að réttlætanlegt sé að […]

Föstudagur 22.03 2013 - 12:50

Að vera gjaldþrota

_____________________________________________________________________________ Mamma, af hverju er þetta fólk svona fátækt? Vegna þess hjartað mitt að það er vanþróað. Það kann ekkert nema að rækta korn. Það kann ekki einu sinni að lesa. Við aftur á móti erum háþróuð. Við höfum skóla og heilbrigðiskerfi, úrvalsvísitölur og allskonar fínerí. En getum við ekki kennt þeim að þróast mamma? […]

Miðvikudagur 20.03 2013 - 15:43

Feministar enn í ruglinu

  Á Facebook hafa feminstar undanfarið dreift skjáskotum af leitarniðurstöðum á google.com sem þeir álíta að afhjúpi kvenhatur og sanni brýna þörf samfélagsins fyrir feminsma. Hér er eitt dæmi: Af þessu má ráða að það sé útbreitt viðhorf að konur eigi að vera undirokaðar. Önnur skjáskot sýna það sem við teljum að konur eigi að […]

Þriðjudagur 19.03 2013 - 13:57

Persónukjör í þágu kynjajafnvægis

  Kosningin til stjórnlagaþings afhjúpaði það sem mig hefur lengi grunað; aðalástæðan fyrir því að það hallar á konur, þegar völd og áhrif er er annars vegar, er sú að þær sýna minni áhuga á þeim. Í framboði til stjórnlagaþings voru 523 manns, 159 konur og 364 karlar. Konur voru því um 30% frambjóðenda. Samt […]

Mánudagur 18.03 2013 - 10:55

Ekki persónukjör en samt persónuleg þingmennska

  Þegar Borgarahreyfingin ákvað að fara í framboð var ég mjög svekkt. Mér fannst gjörsamlega fráleit hugmynd að ætla að breyta kerfinu innan frá og leysa svo flokkinn upp og það var mér beinlínis áfall að missa jafn öflugan aðgerðasinna og Birgittu Jónsdóttur inn á þing. Raunin er hinsvegar sú að þingmenn Hreyfingarinnar hafa nýtt […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics