Færslur fyrir júní, 2013

Laugardagur 29.06 2013 - 16:36

Endurskilgreiningar

Tungumálið kemur upp um viðhorf okkar. Stundum afhjúpar það viðhorf sem við erum horfin frá en lituðu samfélag okkar um langa hríð. Þetta eru orð sem hafa verið tekin í sátt svo fremi sem þau eru ekki notuð um það sem þau upphaflega merktu.  Það má t.d. nota orðið fáviti um fólk sem hegðar sér […]

Fimmtudagur 27.06 2013 - 10:13

Borgaraleg óhlýðni Alþingis?

Samkvæmt fréttum gera reglur Evrópuráðsins ráð fyrir kynjakvótum. Hér segir  að kynjahlutföll eigi að endurspegla kynjahlutföll á þingi og að minnst einn fulltrúi af því kyni sem á hallar skuli sitja í hverri nefnd. Þessu er ekki hægt að framfylgja ef kosið er í nefndir. Samt er íslenska sendinefndin kosin. Þjóðþingið gefur þannig skít í […]

Mánudagur 24.06 2013 - 13:47

Din dansk er da skidegod

Haltu á ketti; din dansk er da skidegod! sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands við Helle Thorning, forsætisráðherra Danmerkur í opinberri heimsókn sinni til Danmerkur í dag. Þetta er óvenjulegt. Við lærum dönsku í íslenskum skólum en svo þegar við komum til Danmerkur skiljum við ekki nokkurn mann svo þú getur rétt ímyndað þér hversu […]

Sunnudagur 23.06 2013 - 09:33

23. Feminismi er fasísk hugmyndafræði

Feminismi er fasísk hugmyndafræði. Við sjáum samskonar tilhneigingar til að finna blóraböggul fyrir allri heimsins ógæfu í feminisma og fasisma. Rétt eins og fasisminn boðar feminisminn eftirlitssamfélag og heftingu tjáningar- og upplýsingafrelsis. Skýrt dæmi um þetta er klámstofufrumvarpið og rökin fyrir þeirri brjálæðislegu hugmynd að ætla að stjórna því hvaða efni er almenningi aðgengilegt á […]

Laugardagur 22.06 2013 - 15:00

Þessvegna birti ég ekki feministapistil í dag

Það hefur líklega ekki farið fram hjá þeim sem fylgjast með skrifum mínum að í sumar er ég að skrifa pistla um 33 ástæður fyrir því að við ættum að uppræta feminsma. Ég er langt komin með röðina og í dag ætlaði ég að birta pistil um það hvernig feministar og trúflokkar eru látnir um […]

Laugardagur 22.06 2013 - 12:27

Ótrúverðug mistök

Almennur borgari stendur fyrir undirskriftasöfnun sem stjórnvöldum líkar stórilla. Hann er boðaður á fund ráðherra en fundarboðið einnig sent á yfirmann hans. Þetta þykir að vonum undarlegt uppátæki og menn velta fyrir sér tilgangnum. Aðstoðarmaður ráðherra sendir frá sér yfirlýsingu um að bréfið hafi verið sent yfirmanninum fyrir mistök og biðst afsökunar á óvönduðum vinnubrögðum. […]

Föstudagur 21.06 2013 - 15:19

Forsætisráðherra verndar kúgaða og þjáða

  Forsætisráðherra telur þjóðaratkvæðagreiðslur ekkert rosalega lýðræðislegar nema þegar hann stendur fyrir þeim sjálfur. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun lýsti hann þeirri skoðun sinni að ekki væri rétt að miða við að 10% kjósenda gætu krafist þjóðaratkvæðagreiðslu, það hlutfall væri of lágt. Ég ítreka mikilvægi þess að menn búi þannig um hnútanna að fyrirkomulag […]

Föstudagur 21.06 2013 - 10:33

21. Feminismi er hugsjónastríð

Feministar vilja vafalaust vel með baráttu sinni gegn kynferðisbrotum og öðru ofbeldi gegn konum. Þeir trúa því áreiðanlega að forræðishyggja þeirra, fórnarlambsvæðing kvenna og skúrkvæðing karlmanna, baráttan fyrir forréttindum kvenna og baráttan gegn mannréttindum þeirra karla sem ásakaðir eru um ofbeldi gegn konum, þjóni göfugum tilgangi. Vitanlega er gott mál að vekja athygli á óréttlæti […]

Föstudagur 21.06 2013 - 10:14

Sigurður Ingi er persónulega ábyrgur

  Í dag stóð til að Þjórsárver yrðu loksins friðlýst að því marki að náttúru landins yrði hlíft við Norðlingaveitu. Ekkert verður af þessari friðlýsingu í dag. Það er ákvörðun. Ekki óumflýjanleg örlög, tilviljun eða slys heldur upplýst, meðvituð ákvörðun. Sá sem ber mesta ábyrgð á þeirri ákvörðun heitir Sigurður Ingi Jóhannsson. Ekki einhver nafnlaus […]

Fimmtudagur 20.06 2013 - 15:10

Framsókn í sorgarferli

Það er sorglegt til þess að vita að 27 þúsund mætir Íslendingar skuli nota lýðræðislegan rétt sinn og áhuga á samfélagsmálum til þess að skrifa undir áskorun um að núverandi lög verða framlengd óbreytt. Þetta segir þingmaður Framsóknarflokksins um það hryðjuverk gegn lýðræðinu sem felst í áskorun um að halda óbreyttu, sérstöku veiðigjaldi, sem ákveðið […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics