Færslur fyrir júlí, 2013

Laugardagur 20.07 2013 - 12:47

Athyglissýki

Í umræðunni um mál Edwards Snowden hef ég nokkrum sinnum séð því fleygt að hvati Snowdens að uppljóstrunum sé ekki einskær mannréttindaást heldur kannski bara „athyglissýki“.  Ég hef einnig séð nokkra netverja tala um þingmenn Pírata sem athyglissjúka, fyrir það að nota aðstöðu sína í þinginu til að tala fyrir mannréttindum Edwards Snowden. Við erum […]

Þriðjudagur 16.07 2013 - 08:43

Íslenska velferðarkerfið?

Vinkona mín veiktist alvarlega á síðasta ári. Kostnaður hennar við læknisþjónustu og lyf á árinu nam 330.000 krónum. Ég á tvær vinkonur sem hafa leitað á slysadeild á síðustu vikum. Önnur beið í 6 klukkustundir áður en læknirinn rétt leit á hana og sagði henni að ekkert væri hægt að gera fyrir hana. Hún borgaði […]

Laugardagur 13.07 2013 - 16:49

Kristján Þór er alveg meðetta

Í Speglinum í gærkvöld ræddi heilbrigðisráðherra nauðsyn þess að „tryggja þjónustustig“ heilbrigðiskerfisins (hvað sem það nú merkir.) Ráðherrann telur að hægt sé að ná inn þeim áttakommaeitthvað milljörðum sem vantar til þess að hægt sé að halda uppi góðri þjónustu og gera nauðsynlegar úrbætur með annarri forgangsröðun og aukinni framleiðni.  Hann útskýrði þó ekki hvernig […]

Laugardagur 13.07 2013 - 10:14

Norska aðferðin í fréttamennsku?

Ég fnæsti dálítið á Vísi þegar ég sá þessa frétt. Henni hefur verið breytt en upphaflega var textinn svona: Þessi frétt er í fyrsta lagi hroðalega illa skrifuð. Fólk er ekki sjálfráðasvipt en það getur verið sjálfræðissvipt. Verra er þó að nafn konunnar er ekki rétt beygt. Nafnið Karen er að vísu beygt á tvo […]

Föstudagur 12.07 2013 - 11:22

Skemmtiþjófar á Facebook – hópar

Eitt af því sem er verulega slæmt við Facebook er að maður er stundum skráður í hópa án þess að vera spurður álits.  Einu sinni var hægt að senda fólki boð um að skrá sig í hóp en ég sé þann möguleika ekki lengur. Flestum finnst það öllu kurteislegra og mér finnst líklegt að margir […]

Fimmtudagur 11.07 2013 - 00:45

Hvenær hættu þeir að vera þjónar?

Tungumálið kemur upp um okkur. Þegar ég hafði skrifað þennan pistil rann allt í einu upp fyrir mér að ég var nánast hætt að nota orðið lögregluþjónn.  Ég spurði Gúggul vin minn hversu algengt það væri og hann fann 247,000 niðurstöður þegar ég sló inn orðið „lögreglumaður“ en 77,700 þegar ég sló inn „lögregluþjónn“.  „Lögreglumenn“ […]

Miðvikudagur 10.07 2013 - 14:02

Og enginn spyr hvort þeim finnist það í lagi

Fjöltengið Jón Hákon Magnússon tjáði sig um mál Edwards Snowden á Bylgjunni í gærmorgun (viðtalið byrjar á 5. mínútu.) Ekki finnst Jóni Hákoni ástæða til þess að Íslendingar skipti sér af mannréttindum manns sem afhjúpaði stórfelldar persónunjósnir. Allt snýst þetta auðvitað um okkar viðskiptahagsmuni. Ekkert er minnst á þá hagsmuni okkar og annarra jarðarbúa að […]

Mánudagur 08.07 2013 - 21:58

Skiljanleg viðbrögð löggunnar

[fb_video id=“10200167735496150″ height=“336″ width=“600″ ] Fyrstu viðbrögð lögreglunnar við þessu umtalaða myndbandi voru ummæli á ímyndarrunkssíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.  Þar er bent á að fólki sé frjálst að leita réttar síns og staðfest að ríkissaksóknaraembættið muni skoða málið. Einnig segir: Af þessu myndskeiði er ekki hægt að segja til um hvaða samskipti áttu sér stað […]

Mánudagur 08.07 2013 - 10:34

Skemmtiþjófar á Facebook – fréttaveitan

  Er fréttaveitan þín full af kisumyndum og vondum húmor svo þú þarft að leita í kraðakinu til að sjá áhugaverðar umræður? Eða sérðu ekki íþróttastatusa fyrir reiðilegri pólitískri gagnrýni frá grautfúlum álitshöfum? Eins og í raunheimum þarftu að leiða hjá þér ýmisskonar röfl ef þú ætlar að vera í stöðugum samskiptum við einhvern facebook […]

Sunnudagur 07.07 2013 - 12:17

Skemmtiþjófar á Facebook – leikjaboð

  Ég tek oft eftir því að fésbókarnotendur ergja sig á því að fréttaveitan þeirra sé full af kattamyndum, pólitískum áróðri eða lélegum húmor. Einnig sér maður oft furðulostinn netverja velta því fyrir sér hvernig hann lenti í tilteknum hóp. Í hverri einustu viku sé ég gremjuleg skilaboð á borð við „hættið að senda mér […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics