Föstudagur 12.07.2013 - 11:22 - FB ummæli ()

Skemmtiþjófar á Facebook – hópar

Eitt af því sem er verulega slæmt við Facebook er að maður er stundum skráður í hópa án þess að vera spurður álits.  Einu sinni var hægt að senda fólki boð um að skrá sig í hóp en ég sé þann möguleika ekki lengur. Flestum finnst það öllu kurteislegra og mér finnst líklegt að margir telji sig vera að senda boð þegar þeir skrá einhvern í hóp. (Það er hinsvegar hægt að bjóða fólki að læka síðu en það er efni í annan pistil.)

Þegar maður er skráður í hóp fær maður tilkynningu um það svo maður á að geta tekið afstöðu til þess hvort maður hefur áhuga eða ekki en tilkynningar geta bara auðveldlega farið fram hjá manni. Síðast þegar ég skoðaði yfirlitið yfir þá hópa sem ég var skráð í, komst ég að því að ég var skráð í meira en 30 hópa án þess að hafa hugmynd um það. Þ.á.m. hóp kaþólikka í Danmörku, aðdáendaklúbb einhvers manns sem ég hef aldrei heyrt getið og Framfarastjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar (alveg ég eða þannig).  Einn félagi minn áttaði sig á því að hann var m.a. skráður í hóp teppabúðar í Íran og hóp sem heitir „jólaskraut liðinnar aldar“.

 

Í hvaða hópa ertu skráður?

Screenshot from 2013-07-07 18:46:11

Til þess að sjá í hvaða hópa þú ert skráður, geturðu skoðað hliðarslána vinstra megin við fréttaveituna. Þar svona í kringum miðju eru hóparnir.

Þú smellir á Groups (Hópar) og þá færðu upp mynd af þeim hópum sem þú ert skráður í.

 

 

 

 

 

Hér fyrir neðan sjást þeir hópar sem ég er virkust í. Reyndar vissi ég ekki af einum þeirra, leynihópnum sem heitir Ostavinafélagið en hann hefur orðið útundan þegar ég hreinsaði til um daginn. Ég smellti á tengilinn áðan til að athuga hvað þetta væri eiginlega (þessvegna stendur „used today“) og þar sem ég hef engan áhuga á að vera í honum ætla ég að skrá mig úr honum. Ég get gert það með því að smella á tengilinn og fara þannig inn á síðu hópsins en það er fljótlegra að gera það með því að smella á blýantinn.

 

Screenshot from 2013-07-07 19:02:58

Þegar ég smelli á blýantinn fæ ég upp möguleika á að skrá mig úr hópnum. Ég get líka skráð hann sem uppáhalds. Ef ég fer í Edit Settings get ég stjórnað því hvað ég fæ miklar upplýsingar frá hópnum inn á fréttaveituna. Í þessu tilviki ákveð ég að yfirgefa hópinn.

 

Ef þú vilt hvíla þig á hópnum eða takmarka fjölda tilkynninga

Um daginn hafði vinur minn samband við mig og bað mig að skrá sig í hóp sem hann hafði einu sinni tilheyrt. Hann hafði skráð sig úr honum af því að hópurinn var mjög virkur og hann var þreyttur á því að fá 50 tilkynningar frá honum á dag. En það er hægt að takmarka fjölda tilkynninga án þess að yfirgefa hópinn. Til þess smellir maður á blýantinn og velur Edit Settings.

Screenshot from 2013-07-07 19:10:08

Hér er hópur sem ég hef verið að hvíla mig á og valdi þessvegna Off á sínum tíma. Nú vil ég sjá innlegg en ekki öll innlegg sem koma inn á síðu hópsins heldur bara þau sem mínir vinir pósta. Til þess vel ég Friend’s Posts, og svo vista ég breytinguna að sjálfsögðu.

 

 

Meiri fb kennsla:

Það er hægt að draga úr leikjaboðaflóði

Þú getur stjórnað því hvað birtist á fréttaveitunni

Flokkar: Allt efni · Ýmislegt
Efnisorð:

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics