Laugardagur 13.07.2013 - 16:49 - FB ummæli ()

Kristján Þór er alveg meðetta

Í Speglinum í gærkvöld ræddi heilbrigðisráðherra nauðsyn þess að „tryggja þjónustustig“ heilbrigðiskerfisins (hvað sem það nú merkir.) Ráðherrann telur að hægt sé að ná inn þeim áttakommaeitthvað milljörðum sem vantar til þess að hægt sé að halda uppi góðri þjónustu og gera nauðsynlegar úrbætur með annarri forgangsröðun og aukinni framleiðni.  Hann útskýrði þó ekki hvernig ætti að breyta forgangsröðuninni eða í hverju þessi aukna framleiðni fælist.

Í þessu langa og leiðinlega viðtali benti ráðherrann aðeins á eina leið til að rétta hallann. Þá leið að auka hlutdeild sjúklinga í kostnaði.

Hversu hátt hlutfall kjósenda ríkisstjórnarflokkanna skyldi hafa séð þá lausn fyrir sér á kjördag?

Flokkar: Allt efni · Heilbrigðis- neytenda og velferðarmál
Efnisorð: ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics