Færslur fyrir ágúst, 2013

Laugardagur 31.08 2013 - 06:59

Stjórnar Hildur Lilliendahl mannaráðningum við HÍ?

Ætli sé til ein manneskja í veröldinni sem hefur náð tvítugu án þess að þjást af völdum annarra? Ætli sé til ein manneskja í veröldinni sem hefur náð tvítugu án þess að valda öðrum þjáningum? Jón Baldvin Hannibalsson olli stúlku þjáningum. Hann skrifaði henni dónabréf, barnungri, og eyðilagði þar með líf hennar. Áfallaþol fólks er […]

Föstudagur 30.08 2013 - 09:25

Hóra handtekin

Kynlífssala er lögleg á Íslandi. Kynlífskaup eru það ekki. Kynlífsþjónn telst þannig brotaþoli ef upp kemst. Þrælahald er heldur ekki löglegt. Manneskja í kynlífsánauð telst samkvæmt því fórnarlamb glæps, reyndar bæði fórnarlamb viðskiptavinar síns og fórnarlamb þess sem heldur henni ánauðugri. Engu að síður eru meintar hórur handteknar eins og ótíndir glæpamenn. Og ekki bara […]

Þriðjudagur 27.08 2013 - 12:22

27. Feministar eru með klám á heilanum

Einhverntíma heyrði ég það haft eftir Birgi í Vantrú að fyrir rétta upphæð væri hann tilbúinn til að selja tjáningarfrelsi sitt en aðeins vegna þess að hann hefði þegar sagt opinberlega allt sem mestu máli skipti um trúmál svo héðan af gæti hann sennilega svarað öllu sem þörf væri á með því að vitna í […]

Laugardagur 24.08 2013 - 12:03

Til hamingju með Kjarnann

Kjarninn lofar góðu. Engar munnmælasögur, því síður rassmælasögur.  Ekki yfirborðslegar smelludólgafréttir heldur vönduð, ítarleg umfjöllun. Og frábær árangur að fá yfirvaldið upp á móti sér strax með fyrsta tölublaði. Endilega dreifum þessum leyniupplýsingum sem víðast. Sannleikurinn er hættulegur, einkum ef hann fær að koma fyrir sjónir almennings. Þessvegna þurfum við fólk eins og aðstandendur Kjarnans. […]

Föstudagur 23.08 2013 - 11:06

Reykjavíkurmaraþon

Daginn fyrir menningarnótt 2005 birti ég stuttan pistil sem ég sé ekki betur en að eigi ágætlega við enn í dag: Af hverju þarf að loka öllum helstu leiðum inn í miðborg Reykjavíkur, svo fólk geti hlaupið á miðri götu, og það á einum af þeim dögum sem mestrar umferðar er að vænta um miðbæinn? […]

Þriðjudagur 20.08 2013 - 13:46

Júllabúð

Ég hef tekið mörg og löng netfrí í sumar. Stundum hef ég birt færslur „fram í tímann“ áður en ég hef farið í frí en það hafa liðið allt að 16 dagar í senn án þess að ég hafi verið á netinu. Kannski heldur einhver að þetta hafi þau áhrif að ég komi til baka […]

Föstudagur 16.08 2013 - 17:00

26. Feministar rangtúlka listaverk í áróðursskyni

Femínísk túlkun á listum gengur ýmist út á það að breiða út lygar um kvenhatur og kvennakúgun eða finna feminiskan boðskap sem alls ekki er til staðar. Feministar taka sakleysilegustu verk eins og t.d. barnaleikrit Thorbjorns Egner og vinsæla jólasöngva og leita sérstaklega að kvenhatri. Með hugmyndafræði að vopni er auðvitað hægt að finna hvaða […]

Miðvikudagur 14.08 2013 - 11:00

Mikilvægasta máltíð dagsins

Fyrir mig er kvöldverðurinn mikilvægasta máltíð dagsins. Morgunmaturinn minn, sem er einn kaffibolli, er líka mikilvægur en ég myndi frekar sleppa honum en kvöldmatnum. Það er nákvæmlega ekkert sem bendir til þess að morgunverðurinn sé mikilvægari en aðrar máltíðir. Það má vel vera að hann sé mikilvægastur fyrir íþróttamenn og fólk í erfiðisvinnu en margir […]

Þriðjudagur 13.08 2013 - 09:00

25. Feminismi einkennist af pólitískum rétttrúnaði

Feminismi einkennist af pólitískum rétttrúnaði.  Í skjóli kennivalds síns sýna femínistahreyfingar og einstaklingar sem tjá sig undir merkjum feminsta oft ofstopafull viðbrögð af litlu tilefni. Póltískur rétttrúnaður fær góðar manneskjur til að gera illa hluti og fólk sem stjórnast af pólitískri rétthugsun er stórhættulegt. Það telur skoðanir sínar heilagar og vílar þessvegna hvorki fyrir sér […]

Sunnudagur 11.08 2013 - 14:23

Hvar á arabinn að pissa?

Setjum sem svo að einhver opni veitingastað og merki salernin með þessum myndum.         Mig grunar að það myndi ekki vekja almennan fögnuð. Flestir myndu spyrja hvaða tilgangi það ætti að þjóna að beina fólki á sitthvorn básinn eftir kynþætti og margir myndu einnig spyrja hvar fólk sem hefur útlitseinkenni asíubúa eigi þá […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics