Föstudagur 27.09.2013 - 10:30 - FB ummæli ()

Klósettfeminismi

6925314593_e863e34df8Þegar ég sagði frá mannréttindabaráttu My Vingren varð kunningja mínum að orði að nú hlyti ruglið að hafa náð hámarki. Ég var ekki eins viss og svei mér þá ef klósettfeminismi sænskra vinstri manna toppar ekki My Vingren.

Síðasta sumar fékk Viggo Hansen, landshlutaþingmaður* í Sörmland, þá frábæru hugmynd að leggja niður kynjaskipt klósett í húsakynnum landshlutaþingsins. Gott og vel, mér hefur lengi þótt frekar hallærislegt að hafa almennings-salerni kynjaskipt. Sé bara engin rök sem mæla með því.

En feministum er lagið að taka hugmyndir sem flestir geta fallist á og súrra þær upp úr öllu valdi. Viggo vill ekki bara afnema kynjaskipt klósett heldur bætir hann um betur og vill setja þá reglu að allir pissi sitjandi, bæði konur og karlar. Rökin eru annarsvegar þau að það sé snyrtilegra, þar sem síður sé hætta á að menn pissi út fyrir. Hinsvegar teflir hann fram lýðheilsurökum, blaðran á víst að tæmast betur ef menn pissa sitjandi. Og væntanlega í verkahring yfirvaldsins að sjá til þess að menn sprangi ekki um með hálffullar þvagblöðrur daginn út og inn. Hér skýrir Viggo þetta betur:

 

 
män_sitt_kissaÉg hef ekki fundið heimildir um það hvort krafan náði fram að ganga en hafi meðlimum landsþingsins verið gert að pissa sitjandi, leikur mér forvitni á að vita hvernig þvaglátareglum er fylgt eftir í háborg femnismans og hvaða viðurlög liggja við því að brjóta þær. Ég er nefnilega ekki viss um að þeir sem pissa út fyrir séu líklegastir til að láta yfirvaldið segja sér hvernig þeir eigi að bera sig að á klósettinu.

 

 

 

*Ég kann ekki íslenska þýðingu á „landsting“. Um er að ræða ráð sem stjórna heilbrigðismálum og fáeinum málaflokkum til viðbótar í hverri sýslu í Svíþjóð.

—-

Uppfært: Ég fann að lokum heimild um það hvernig þetta mál fór.  Landstingsstyrelsen bar tillöguna fram við Landstinget. Niðurstaðan var sú að þar sem í öllum húsakynnum stjórnsýslunnar væru klósett sem hægt væri að setjast á væri óþarft að koma upp sérstökum kynlausum klósettum. Landstinget féllst ekki á að það væri réttmætt að skylda karla til þess að pissa sitjandi. Ef það væri mikilvægt frá heilbrigðissjónarmiði bæri heilbrigðisyfirvöldum að upplýsa almenning en ekki stýra honum með valdboði.

Flokkar: Allt efni · Kynjapólitík
Efnisorð: ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics