Færslur fyrir september, 2013

Þriðjudagur 10.09 2013 - 09:33

28. Feministar vilja ráða því hvað skuli teljast valdeflandi

Fegurðardrottning segist vera feministi. Einhverntíma sagðist Magga pjattrófa líka vera feministi. Ég hef lesið viðtöl við kynlífsþjóna sem segjast vera feministar. Þessar konur telja sig hafa sama rétt og karlar, vilja standa körlum jafnfætis og telja sig standa körlum jafnfætis, ekki þrátt fyrir lífsstíl sinn heldur vegna hans. Ef feministar hefðu ekki stolið hugtakinu gæti […]

Sunnudagur 08.09 2013 - 12:59

Skjóða, poki, dós

Í íslensku eru til nokkur orð þar sem fólki sem sýnir neikvæða hegðun er líkt við einhverskonar poka eða ílát. Væluskjóða, grenjuskjóða, klöguskjóða, fýlupoki, frekjudós, frekjudolla, frekjutuðra, sorabelgur (einnig nautnabelgur en það er nú kannski ekki beinlínis neikvætt) Kannski er tengt þessu orðatiltækið að fá á baukinn? Baukur er þá kjaftur og hugmyndin líklega sú […]

Laugardagur 07.09 2013 - 10:09

Einhliða umfjöllun?

Í þessari viku gekk fram af mér. Tvisvar. Fyrst þegar ég sá því haldið fram, í langri umfjöllun Nýs lífs um upplifun Guðnýjar Rósar Vilhjálmsdóttur af Agli Einarssyni og Guðríði Jónsdóttur, að aðeins önnur hlið málsins (þ.e. hlið Egils) hefði komið fram. Svo gekk aftur fram af mér þegar ég sá Knúsgrein þar sem látið […]

Föstudagur 06.09 2013 - 10:36

Að rjúfa þessa ærandi þögn

Í íslenskum fjölmiðlum er tilfinnanlegur skortur á nauðgunarfréttum. Að vísu fann ég nokkrar fréttir frá síðustu dögum en margar þeirra eru frekar litlar og lítið áberandi. Auk þess er ekki alveg að marka síðustu vikuna því margar af klámfréttum síðustu viku snúast eiginlega meira um dónakalla og háskóla en um glæpi dónakalla.  Frá mánaðamótum hef […]

Þriðjudagur 03.09 2013 - 21:35

Hvað kostar karfan?

Ég er komin til Glasgow eftir 9 vikna dvöl á Íslandi.  Eins og ég sagði hér trúi ég því ekki að óreyndu að verðlag á matvöru sé sérstaklega lágt á Íslandi. Ég ákvað því að gera smá könnun. Ef verðlagskönnun ætti að vera áreiðanleg þyrftu fleiri heimili með fjölbreytilegri innkaupakörfur að taka þátt. Einnig þyrfti […]

Mánudagur 02.09 2013 - 10:57

Samfélag og fyrirgefning

Þegar upp koma hneykslismál verður fólki tíðrætt um iðrun og fyrirgefningu. Þess er krafist að stofnanir, stjórnmálamenn og frægt fólk, sem hefur á einhvern hátt misboðið siðareglum samfélagsins, viðurkenni misgjörðir sínar og sýni iðrun. Opinber afsökunarbeiðni virðist þó sjaldan ef nokkurntíma duga til þess að viðkomandi fái fyrirgefningu. Ég er alls ekki að segja að […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics