Þriðjudagur 10.12.2013 - 14:58 - FB ummæli ()

Nokkrar þversagnir í lekamálinu

Eini fjölmiðillinn sem hefur lagt sig fram um að knýja fram svör varðandi leka Innanríkisráðuneytisins á trúnaðargögnum er DV.

Í stuttu máli eru niðurstöðurnar þessar:

 1

Af hverju er Innanríkisráðuneytið ekki búið að fara fram á lögreglurannsókn á því hver hefur útbúið og dreift skjali sem ekki er upprunnið í ráðuneytinu en er greinilega ætlað að líta út fyrir vera þaðan?

———————————————

2

  • Gísli Freyr Valdórsson hefur sagt fjölmiðlum að verið geti að starfsmenn Innanríkisráðuneytisins hafi „tekið niður punkta“, hér sé því ekki um formlegt gagn að ræða.
  • Viðmælendur DV sem hafa gegnt ábyrgðarstöðum innan stjórnsýslunnar staðfesta að eingöngu þeir sem gegna ábyrgðarstöðum innan ráðuneytisins eigi að hafa aðgang að þeim upplýsingum sem koma fram í skjalinu.

Af hverju er Innanríkisráðherra ekki búinn að setja af stað lögreglurannsókn á því hverjir hinna almennu starfsmanna ráðuneytisins hafi verið að hnýsast í trúnaðargögn og dreifa þeim?

———————————————

3

  • Hanna Birna Kristjánsdóttir segir gögn á borð við rökstuðning fyrir úrskurðum í málum hælisleitenda vera send á milli margra stofnana. Eins og DV hefur fengið staðfest þá verður gagn formlegt um leið og það er sent á milli stofnana.
  • Samkvæmt fréttum DV kannast Útlendingastofnun ekki við minnisblaðið.
  • Á umræddu blaði koma einnig fram aðrar vangaveltur og allt bendir til þess að skjalið sé samið í ráðuneytinu.

Ef blaðið er ekki til hjá ráðuneytinu, af hverju segir Hanna Birna það þá ekki? Og af hverju lætur hún ekki rannsaka hvaða stofnun lak upplýsingum ef þær voru sendar milli stofnana með lögformlegum hætti?

————————————————

4

  • Ef þetta blað hefur ekki lekið úr ráðuneytinu þá er það annaðhvort falsað eða það hefur verið afhent öðrum stofnunum.
  • Ef það hefur verið afhent öðrum stofnunum með löglegum hætti þá er um formlegt gagn að ræða.
  • Lögmenn Tony Omos og Evelyn Joseph fóru fram á afrit af minnisblaðinu en fengu ekki.

Af hverju fá lögmenn ekki umyrðalaust afhent formleg gögn sem að sögn innanríkisráðherra eru send á milli stofnana?

————————————————

5

Ekki er verið að biðja ráðuneytið að tjá sig um mál einstaklinga heldur að staðfesta hvort rétt sé að trúnaðarupplýsingar sem eru í almennri dreifingu, séu til hjá ráðuneytinu og hafi verið sendar þaðan. Af hverju er því ekki svarað?

————————————————

Ekki hafa enn borist fréttir af því hvort Hanna Birna hefur verið kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.  Eftir hverju er verið að bíða?

————————————————

Nokkrir tenglar á umfjöllun um lekamálið:

http://www.dv.is/frettir/2013/11/26/dv-fer-fram-ad-fa-leyniskjal-afhent/
https://www.dv.is/frettir/2013/12/8/raduneytislekinn-kaerdur-0IYRW8/
http://www.dv.is/frettir/2013/12/7/raduneytislekinn-kaerdur-421YT2/
http://www.dv.is/frettir/2013/11/29/opid-bref-til-olafs-th-stephensen-E4JXWT/
https://www.dv.is/frettir/2013/11/21/fordaemalauslekiraduneytisapersonuupplysingum/

Flokkar: Allt efni · Andóf og yfirvald
Efnisorð: ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics